Page 1 of 1

Smá hjálp með mælingar á vatninu!

Posted: 22 Jul 2010, 01:09
by skvappi
Ég eignaðist 200 L Juwel búr með öllum græjum, straumdæla, Tunna, hitari, UV ljósi, hvítum kórölum og hvítum grófum sandi ( veit ekkert hvaða tegundir það eru), auk allskonar mæligræjum sem ég kann ekkert á.
Ég setti það upp og vegna þess hvað kórallarnir og sandurinn hafa staðið lengi utan búrs þá hef ég látið það ganga núna í 3 vikur án þess að setja neitt í það til að reyna að koma af stað flóru.
Ég er kominn með rétt hitastig (26-27 c ) og rétt saltmagn (1,025).
Nú langar mig að vita hvað annað ég þarf að mæla og hversu oft.
Ég stefni á að setja fyrsta fiskinn í eftir versló ef allt gengur að óskum.

Posted: 22 Jul 2010, 12:17
by Squinchy
Velkomin/nn á spjallið

En það fyrst sem þú þarft að gera til að koma flórunni í gang er að setja fiska í það, því flóran nærist á úrganginum frá fiskunum

Mæli með því að lesa þessa grein sem ~*Vigdís*~ skrifar um Nitur hringrásina sem er í fiskabúrum: http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=7003
Image

Til að byrja með er gott að fylgjast með NH4, NO2 og NO3, búrið ætti að vera komið í gang þegar NH4 og NO2 mælast varla eða ekkert