Lýsing/ljósatími

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Lýsing/ljósatími

Post by Elloff »

Ég er með 250 lítra akvastabil, perurnar eru þær sem ég fékk með búrinu fyrir rúmum 2 árum, er með tæmer á þessu þ.a. lýsingin er á frá kl. 16 til 24. Sólin getur skinið á búrið ef ég gleymi að draga fyrir, ég á ekki við þörungavandamál að stríða að ráði.
Mér finnst plönturnar ekki vera að líta nógu vel út hjá mér, Valisneria er ekkert að vaxa hjá mér eins og er og engin rótarskot í gangi.

Ætti ég að lengja/stytta ljósatímann, ætti ég að skipta annari eða báðum perum út fyrir gróðurperur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ágætt að byrja á að skipta út perunum, þær eru fullgamlar.
Mæli með að hafa aðra gróðurperu og hina td Daylight eða Aquastar.
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

En hvað segirðu um ljósatímann, er hann nægur?

Ef maður er með aðra peruna gróðurperu, má hún þá loga jafnlengi og hin?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Þær meiga loga jafn lengi :) 6-8 tíma ljósatími er mjög gott :) svo geta sum búr verið með allt uppí 12 tíma og sum minna en 6, bara reyna finna jafnvægið sem hentar þínu búri.
Minn fiskur étur þinn fisk!
Post Reply