Page 1 of 1

decurus og hvað ?

Posted: 23 Aug 2010, 23:35
by Gudmundur
ég á nokkra decorus

Image
tveir að slappa af

Image
svona er liturinn á decorus

Image
ég var glaður þegar ég fékk einn í viðbót um daginn
en þegar hann fór í búrið úr fötunni kom í ljós að hann er öðruvísi
einhver sem veit hvaða kvikindi þetta er ?
blanda af decorus, decorus eða bara önnur tegund ?

Posted: 23 Aug 2010, 23:41
by eddi
úff maður er ekki kominn svo langt í þessum fiskabransa svo ég hef bara ekki séð svona fiska áður. :?

Posted: 23 Aug 2010, 23:55
by Jakob
Decorus blanda hefði ég haldið. Eða bara skrítinn decorus, með rendur á sporðinum í stað randa. Annas sýnist mér líkamsbyggingin vera sú sama, uggar svipaðir o.s.frv.

Posted: 24 Aug 2010, 00:16
by ulli
Jakob wrote:Eða bara skrítinn decorus, með rendur á sporðinum í stað randa.
???

Posted: 24 Aug 2010, 00:18
by Jakob
ulli wrote:
Jakob wrote:Eða bara skrítinn decorus, með bletti á sporðinum í stað randa.
???
Þetta átti að vera bletti í stað randa. :)

Posted: 24 Aug 2010, 00:20
by ulli
Ó :o

Posted: 24 Aug 2010, 22:40
by Vargur
Er þetta ekki bara hormónaræktaður blendingur. Ég las einhverntíman um að það væri að aukast að ræktendur skelltu saman nokkrum týpum af synodontis og gusu af hormónum.

Posted: 24 Aug 2010, 23:29
by Elma
Neðsti synodontis-inn gæti verið hybrid sem er kallaður Synodontis Zebra Hybrid ?
Decorus er stundum blandaður við S. ocellifer og S.multipunctatus og einhverja fleiri.


hérna er mynd af Synodontis zebra hybrid

Image
mynd í boði google

hér er mynd af Synodontis hybrid.
Líklegast S.decorus x S.multipunctatus
Image
mynd í boði google

Posted: 25 Aug 2010, 19:24
by Gudmundur
Já þetta er erfiður heimur
óþolandi þegar eitthvað kemur í búr hjá manni sem maður er ekki viss um hvað sé :x
fiskblendingar eru verk djöfulsins
( verst að hann er uppspuni eins og guð :o )