Page 1 of 1

Smá spurning um T5 perur

Posted: 26 Aug 2010, 22:28
by enok
Hvort er betra að setja 54w t5 í þessu high lite frá juwel eða setja bara svona venjulegar t5 sem eru 115 cm

það sem ég er aðalega að spá er hvort þessar high lite perur seú eitthvað betri??

Posted: 30 Aug 2010, 10:55
by DNA
Hvor ætli sé betri, kúamjólk eða super deluxe ofurmjólkin frá tæknivæddasta mjólkurbúi Evrópu. Önnur kemur í ósköp venjulegu glasi en hinn í straumlínulagaðri litprentaðri umhverfivænni harðplastflösku.

Það sem ég er að segja. Láttu ekki blekkja þig. Allar perur dofna með tímanum og gott er að endurnýja á ársfresti eða svo. Margir litir eru nothæfir allt frá 5000-20000K. Góður endurkastspegill gerir líka helling fyrir birtustigið.

Útskýrðu betur lýsinguna hjá þér og hvað þú ert að reyna að ná fram?

Posted: 31 Aug 2010, 22:08
by enok
ég er með 300 watta t8 lýsingu og er að spá í að skella t5 í lokið veit ekki hvort ég egi að setja þessar juwel eprur eða venjulegar t5 svo er bara spurning hvort ég eigi kannski bara að nota 2 x 250 w metal halide veit bara ekki hvort e´g gærði eitthvað á því þar sem ég er bara með lina kóralla

Posted: 01 Sep 2010, 00:46
by Squinchy
Persónulega myndi ég taka venjulegar T5, gætir sparað þér nokkra þúsundkalla þar, því eins og DNA segir að þá þarf líka að skipta út þessum juwel perum og ekkert sem bentir til þess að þær séu betri en hefðbundnar T5, ég hef t.d. verið að blanda Aquamedic 10K með Power chrome frá Giesemann og finnst það koma mjög vel út