Nafn á þessari síkliðu?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Nafn á þessari síkliðu?

Post by gummijon »

Góðan daginn

mig sárlega vantar að vita nafnið á þessari hérna.

Image


Image


Image
Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

minnir á Cynotilapia afra tegund
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Post by gummijon »

já gæti verið ertu þá að meina þessa líklega? http://www.bigskycichlids.com/Cafra_cobue.htm

og líka efsta myndin hjá mér er hún með hrogn í munninum eða? man allavega ekki eftir henni svona?
Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég held að það sé bara sjónarhornið á efstu myndinni sem sé að blekkja, efast um að hún sé með uppí sér.

Annars er ágæt regla með þessa malawi fiska sem ég lærði þegar ég var með mína; ef þú veist ekki hvaða tegund þetta er þá áttu líklega aldrei eftir að komast að því fyrir víst. (nema þetta sé yellow lab, auratus eða álíka auðþekkjanlegar tegundir)
-Andri
695-4495

Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

gummijon wrote:já gæti verið ertu þá að meina þessa líklega? http://www.bigskycichlids.com/Cafra_cobue.htm

og líka efsta myndin hjá mér er hún með hrogn í munninum eða? man allavega ekki eftir henni svona?
mikið til af afra tegundum sem eru líkar en þetta er varla cobue
ef fiskurinn er ekki að éta eða rétt nartar og hálsinn eins og bólginn þá eru líkurnar miklar að hús sé með hrogn
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Post by gummijon »

Andri Pogo wrote:ég held að það sé bara sjónarhornið á efstu myndinni sem sé að blekkja, efast um að hún sé með uppí sér.
ég er nú eiginlega alveg viss núna að hún sé með upp í sér, því hún er alveg hætt að éta.

en ef svo er þá flækjast málin, því hver skyldi vera pabbinn? það koma eiginlega bara 2 tegundir til greina kingsizei eða maingano.
þessir 2 á myndinni
Image

er í lagi að taka hana upp og skoða í munninn, hún myndi alveg halda seiðunum upp sér eftir það?
Image
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Maður hefur svosem skoðað uppí þær en passaðu bara að stressa fiskinn ekki allt, allt of mikið ;)

Svo skaltu ekki selja seiðin ef þau eru einhverjir blendingar..
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Post by gummijon »

Guðjón B wrote:Maður hefur svosem skoðað uppí þær en passaðu bara að stressa fiskinn ekki allt, allt of mikið ;)

Svo skaltu ekki selja seiðin ef þau eru einhverjir blendingar..
já ok.

neinei ég ætlaði heldur að selja þau, enda veit ég ekkert hvað ég ætti að selja þetta sem ;) en við skulum reyna að fá þau til að lifa fyrst ;)
Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

það væri nær að reyna að fá réttar kerlingar fyrir þá karla sem þú ert með og fá hrein seiði

Hvar var þessi fiskur keyptur ?
gat afgreiðslumaðurinn ekki sagt þér nafnið ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Post by gummijon »

Gudmundur wrote:það væri nær að reyna að fá réttar kerlingar fyrir þá karla sem þú ert með og fá hrein seiði

Hvar var þessi fiskur keyptur ?
gat afgreiðslumaðurinn ekki sagt þér nafnið ?
jú það væri nátturlega best að finna karl í þessari tegund....


ég keypti hann í dyragarðinum, og nei sá sem afgreiddi mig gat nú ekki sagt mér neitt um þessa tegund bara að þetta væri eitthvað mix.

(svona er að leyfa kellinguni að kaupa sér fisk í búrið) ;)
Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

það þarf að setja pírana í þetta mix búr þarna svo þeir hætti að selja bara eitthvað
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

gummi eigum við ekki bara að taka það að okkur að nota þá í fóður
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Post by gummijon »

Gudmundur wrote:það þarf að setja pírana í þetta mix búr þarna svo þeir hætti að selja bara eitthvað
hahaha já það væri nátturlega réttast ;) þetta fer svakalega í taugarnar á mér að vita ekki hvaða tegund þetta er... ætli þetta sé ekki bara einhver bastarður rétt eins og það sem hún er að ala?? :P
Last edited by gummijon on 07 Sep 2010, 14:33, edited 1 time in total.
Image
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

að öllum líkindum þá er þetta einhver blendingur
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Post by gummijon »

eitt í viðbót.

hvað haldið þið að sé alveg hámark af afrískum síkliðum sem ég gæti sett í 270 ltr. búrið hjá mér?

núna er
1x maingano karl
1x bastarður (hér að ofan, held að ég losi við hana þegar ég er búinn að prófa seiða ræktun með hana ;))
5x flavus
5x kingsizei
2 x SAE
1x trúðabótia
1x 15+cm gibbi
2x minni gibbar
3x Ancistrus (6-9cm)
er þetta kanski of mikið af þessum botnfiskum??
1x ??? þessi á myndinni (er ekki að ná að googla hann)
Image


svo í 60 ltr seiðabúrinu er
5x chilumba
5x sp. 44
sem fara í stóre búrið flótlega.

maður er laglega orðinn sjúkur í þetta hobby núna. hafði engan áhuga fyrir 3 mánuðum en núna líður varla sá tími sem ég hugsa ekki aðeins um fiskana :)
Image
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Post by gummijon »

jæja fann loksins nafnið á þessum fiski. (ekki síkliðan samt) ;)

Siamese Flying Fox Shark

gæti það ekki verið?
Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég sé ekki betur en að þetta sé hinn eini sanni Siamese algae eater en ekki wannabe-inn mikli flying fox. :)
Kannski einhver leiðrétti mig en ef ég man rétt fer svarta línan alla leið á SAE en stoppar við sporðinn hjá Flying fox.
-Andri
695-4495

Image
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég fór með Afra seyði á sínum tíma í Dýragarðinn og þetta gæti verið eitt af þeim, sé það illa af þessu litlu myndnum, er í vinnunni og imageshack er ekki beint trusted site (enn og aftur, nota fishfiles)....

Skal skoða þráðinn heima og sjá hvort þetta sé frá mér.

En bæði karlinn og kerlingin hjá mér voru keypt sem Afra Hai Reef frá fiskabúr.is á sínum tíma, komu líklega undan sikliðum frá Varg.
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

Image
Flying fox
Image
SAE

flying fox má þekkja á örlítið rauðleitu trýni og svarta röndin nær ekki nema að sporði en ekki í gegnum hann eins og á SAE
Post Reply