720L Discus búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

720L Discus búr

Post by Cundalini »

Eftir að hafa verið með fiska í 30 ár, ákvað ég að prófa Discus. Ég var búinn að vera að velta fyrir mér hvað ég ætti að prófa næst, var komin með upp í kok af mbuna og utaka og var að prófa mig áfram með gróðurbúr með litlum fiskum. Ég held að búrið sé of stórt fyrir margar litlu tegundirnar, allavega þegar að kemur af að fóðra þær. Svo var búið að vera allskonar leiðindi í gangi, sniglaplága og þörungar, endaði með að ég setti dverg-puffera í búrið og þá fór nú að fækka verulega í sniglahrúgunni og svo setti ég SAE og tígrisbarba og þá hvarf hárþörungurinn.
Tók svo pufferana úr búrinu og viti menn, sniglarnir fóru að birtast aftur og það endaði með að ég keypti tvær trúða-botiur. Svo missti ég SAE í costiu-faraldri og þá fór hárþörungurinn að birtast aftur. Ég er líka búinn að vera að kljást við þörung á glerinu, þennan grjótharða sem fer ekki af nema með rakvélablaði, setti hrúgu af brúsknef í búrið en þeir ráða ekkert við þennan þörung.
Jæja hvað með það, þá keypti ég 4 Discus í Dýraríkinu í ágúst, það byrjaði nú ekkert sérlega vel, þeir lágu á botninum fyrstu 2 daganna og átu ekkert, en svo á 3ja degi þá komu þeir fram og byrjuðu að narta í mat. Síðan bætti ég við 6 öðrum og það gekk fínt, þangað til að costían fór að herja á þá, sem ég minntist á áðan. Missti 5 af þeim. Hinir voru vægast sagt veikir, en þeir tórðu. Þegar að þessir 5 sem eftir voru, voru búnir að ná sér var ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og fékk ég 7 stykki hjá Guðmundi og einn hjá Kidda. Þessir fiskar átu strax á fyrsta degi og ég er mjög ánægður með þá. Það er frábært fyrir okkur sem erum byrjendur í Discus að það skuli vera fólk á þessu blessaða skeri okkar sem er með mikla reynslu af Discus og er að gera góða hluti í ræktun. Frábært að geta keypt af þeim Discus á fínu verði.
Image
Image
Ég þarf greinilega að fara að gera eitthvað með þessar plöntur, stóra plantan hægra meginn við miðju tók nýlega vaxtarkipp og sama með plöntuna í miðjunni.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Hérna er mynd af þeim daginn eftir að þeir komu í búrið, Þessir 3 ljósu af 7 sem ég fékk hjá Guðmundi. það verður gaman að sjá hvernig þeir eiga eftir að breytast í litum.
Image
Með costíu, sjáiði augun í honum, hélt hann yrði blindur en hann náði sér alveg.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þú ert að gera stórkostlega hluti með þetta búr, og átt hrós skilið fyrir varðandi útlit finnst mér. Discusarnir eru fiskar sem að hafa alltaf heillað mig, og þeir eru flottir sem þú ert með.
Ég hef bara aldrei þorað að fá mér discusa vegna þess hve viðkvæmir þeir eru þegar þeir eru litlir, ég hefði enganvegin efni á að missa 5 discusa til dæmis.

En þetta er glimrandi flott hjá þér, endilega settu inn fleiri myndir þegar þessir litlu hafa tekið lit almennilega.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Flott búr hjá þér, og fín eintök af discusum. Þessi blái á líklega ekki eftir að ná fullri stærð samt, hann hefur ekki náð að taka vöxtinn út á réttum tíma.

Ég hef líka verið að lenda í veseni með discusana reglulega, alltaf einn og einn sem veikist og drepst á endanum hjá mér. Hvaða lyf notaðirðu á costiuna?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Jakob: Sambandi með verð á Discus, þá held ég að það sé best að byrja á "Íslenskum" Discus, reyna að kaupa beint af ræktanda, eða þegar að búðirnar eru að selja frá þeim, færð fiskanna miklu ódýrara og getur fengið allar upplýsingar um þá, aldur og svoleiðis, svo er bara að vera duglegur að skipta út vatni.

Keli: Held að þetta sé rétt hjá þér með bláa(blue diamond) og sömu sögu er að segja af red snakeskin, þessir fiskar koma að utan.
FMC, fékk það í Dýragarðinum, svo notaði ég líka Polyguard fékk það hjá Tjörva.
Málið er að ég klikkaði á þolinmæði, fannst fiskarnir vera svo veikir 3 dögum eftir að ég hafði gefið FMC að ég skifti út vatni og setti Polyguard í búrið. Það fór með þá, drap flóruna og Nitrat og svoleiðis vibbi fór af stað.
þegar að costía kemur í búrið þá er best að hækka hittann upp í 32 gráður, hún þolir ekki þann hita.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað varð um alla litlu fiskana, varstu ekki kominn með margar skemmtilegar tegundir þar ?
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Sumir af þessum litlu hreinlega hurfu :shock: , t.d. Smágúramar sem ég var með og svo litlu barbarnir, Maculata og Mosquito Rasbora óttalegir aumingjar, hengu allir í gróðri sem flaut í búrinu og svo þegar ég fór að grisja gróðurinn þá hurfu þeir, var líka einhver bölvuð pest í þeim. Svo kom costia og þá drápust 40 kardinálar og aðrar smátetrur.
Sumir þessara fiska hefðu þurft að vera í miklu minna búri þar sem að hefði verið auðveldara að fóðra þá t.d. Scarlet Badis, þeir komu ekki einu sinni upp þegar að fóðrað var í búrið og vildu ekki þurfóður, hefði þurft að vera að klekja út artemíu fyrir þá og dekstra við þá.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Skemmtilegur hópur sem þú ert með þarna.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

Lítur vel út, þú kominn í discus, nú er ég hissa :o
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Þetta er þroskamerki :D Það má segja að ég sé búinn að prófa allt í þessum fiskabransa og þetta er toppurinn 8)
Ég er kominn með nokkra nýja, ætla að setja inn myndir við fyrsta tækifæri.
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Re: 720L Discus búr

Post by Cundalini »

Jæja ákvað að skella inn nokkrum myndum.
Var að grisja og færa gróður í búrinu, svona leit það út áður:
Image
Image
Og eftir grisjun:
Image
Og svo nokkrar:
Image
Image
Image
Red Map og Blue/White fékk þá hjá Dýragarðinum.
Image
Image
Þessa fékk ég hjá Tjörva, German blue og Red Turquoise
Image
Þessir þrír eru svo systkini:
Image
Image
Image
Og svo er hérna Red Snakeskin, það er mynd af þessum ofar þar sem að hann er fársjúkur og augun öll bólgin en hann er alveg búinn að ná sér og stækkar vel
Image
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: 720L Discus búr

Post by Agnes Helga »

Flottir diskar og búr :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Re: 720L Discus búr

Post by Svavar »

Flott búr hjá þér, ég er virkilega hrifin af þessum hvíta með pínu gult í "snoppunni".
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Re: 720L Discus búr

Post by Cundalini »

Fyrsta Discusahrygningin hjá mér, Pigeon karl og hvítgul kerling, held að hún verði alveg gul þegar að hún verður eldri.
Image
Svo þrjár aðrar myndir teknar í dag, þarf að fara að grisja aftur í búrinu.
Parið sést þarna að hrygna lengst til hægri.
Image
Image
Image
Ég er með 340L búr klárt fyrir parið, en ég er með 2 litla discusa í því og svo hef ég ekki tíma fyrir hrygningarstand fyrr en eftir hálfan mánuð, þá set ég parið í búrið og vona það besta.
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: 720L Discus búr

Post by Ási »

Þessi dökkrauði er geggjaður!
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
Post Reply