Spurningaflóð um Mpanga

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Spurningaflóð um Mpanga

Post by Karen »

Jæja, ég ætla bráðum að fara að setja upp 240 ltr búr með Mpanga síkliðum
og er að velta því fyrir mér hvernig ég fer að þessu þannig að fiskunum líði sem best.. Mig langar pínu að "rækta" þessa síkliðu og ég ætla að koma með nokkrar spurningar..

Hversu marga fiska ætti ég að byrja með svo þeim líði vel?
Hversu margar kvk er best að hafa á hvern kk?
Þeir eru munnklekjarar, right?
Er nauðsynlegt að taka hrognin úr kerlunum?
Þarf ég að hafa annað búr fyrir seiði eða geta þau alveg komist af lifandi ef ég er með nóg að felustöðum?
Er 60 ltr búr nóg fyrir seiðin til að alast upp í?
Hvenær eru seiðin söluhæf? 3-4cm?
Hvernig plöntur get ég haft hjá þeim sem þurfa ekki eitthvað massíft gott ljós og co2 system?

Afsakið spurningaflóðið.. Ég vil bara vera viss um að ég sé að gera þetta rétt :)

Með fyrirfram þökk og knús :mrgreen:
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Hversu marga fiska ætti ég að byrja með svo þeim líði vel?
Veit ekki hversu margir komast í 240 L svo ég læt aðra svara því

Hversu margar kvk er best að hafa á hvern kk?
Eru böggarar, svo þegar ég var að spá í þeim var mælt með 2-3 kvk á hvern kk

Þeir eru munnklekjarar, right?
Jú, mbuna síklíður ættaðar úr malawi vatni

Er nauðsynlegt að taka hrognin úr kerlunum?
Ekkert endilega. Hef oft sleppt því og það hafa alveg eitthver seiði komist alltaf af hjá mér. Bíð oftast með að strippa í 2-3 vikur, þá er oftast eggjapokinn farinn og hrygnurnar sleppa oft þá sjálfar stuttu eftir þann tíma.

Þarf ég að hafa annað búr fyrir seiði eða geta þau alveg komist af lifandi ef ég er með nóg að felustöðum?
Fer bara eftir því hversu mörgum þú villt ná, ég er með grjóthleðslu í búrinu mínu, 400 L, og það komast oft e-h seiði upp

Er 60 ltr búr nóg fyrir seiðin til að alast upp í?
Er með mín sjálf í 54 L, fínt til að byrja með, en finnst það þrengjast um þau þegar þau eru um 1-2 cm, fer reyndar eftir magni.

Hvenær eru seiðin söluhæf? 3-4cm?
Held það sé miðað við 4-6 cm.

Hvernig plöntur get ég haft hjá þeim sem þurfa ekki eitthvað massíft gott ljós og co2 system?
Þeim finnst plöntur mjög góðar til átu, enda miklar grænmetis ætu og þurfa fóður með miklu grænfóðri og spirulina í. Hef stundum sett valinsneru en hún er yfirleitt étinn hjá mér, en hefur stundum gengið að hafa mjög harðgerðar og þykkblaða plöntur með þeim, t.d. anubias, risa-valinsneru.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég er að rækta malawi og hef verið með 2 -3 kerlingar á hvern kall, ef þú strípar ekki kerlingarnar þá lifa frekar fá seiði af en það sleppur alltaf eitt og eitt, ég hef reynt að vera með gróður hjá fullorðnum malawi síkiliðum en það hefur ekki gengið hjá mér þær tætta plönturnar niður.
í þetta stóru búri myndi ég setja fleirri tegundir af malawi.
ég er með 28 fullorðnar malawi síkiliður í 340 lítrum svo þú getur alveg verið með um 20 stk, fer svolítið eftir árekstrum á milli karlana í búrinu.
Bara hafa grjóthleðslu með nóg af felustöðum.
Last edited by malawi feðgar on 31 Oct 2010, 22:17, edited 1 time in total.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Myndi hafa einn karl á móti eins mörgun kerlingum og þú vilt.
Eða hafa 5 karla á móti nokkrum kerlingum.
Ekki hafa tvo eða þrjá karla, það er bara vesen.

Jú þeir eru munnklekjarar.

nei það er ekki nauðsynlegt. Þær eiga að sjá um þetta sjálfar.

Seiðin eiga að sleppa ef það er nóg af felustöðum fyrir þau í búrinu.
Hafa bara nóg að litlum steinum (felustöðum)
fyrir þau, þannig að fullorðnu fiskarnir
komast ekki að þeim, en þau eru mjög fljót að læra á stóru fiskana
og eiga að bjarga sér alveg sjálf.

3-4 cm er fínt

Myndi hafa Risa vallisneriu hjá þeim, finnst það flottast og fiskarnir láta hana
vanalega í friði;)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Þakka góð svör :)

Planið er að hafa bara Mpanga í búrinu :) en það gæti breyst..
En aftur, ég þakka fyrir svörin ;)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ekki málið, svo er google alltaf hjálpsamt :D Hjálpaði mér allavega mikið með að kynna mér malawi, mpanga og tegundir þó ég hafi líka spurt hér á spjallinu. :P
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Já, ég er einmitt búin að vera að kíkja aðeins á google :) finnst samt ágætt að spyrja hér líka ;)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Já, auðvitað. Frábært að spyrja hér líka alla þessa reynslubolta, svo t.d. eins og mér finnst oft erfitt að skilja enskuna, þá er afskaplega gott að fá svör á íslensku hér :wink:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Já einmitt, sama hér með enskuna :D
Post Reply