Page 1 of 1

Parachanna Obscura - venja af lifandi fóðri?

Posted: 11 Feb 2011, 18:35
by ragz
Var að kaupa mér Obscura fyrir viku, hann er svona cirka 10cm.. hann var bara fóðraður með lifandi í búðinni. Er búinn að reyna að gefa honum rækjur en hann vill ekki líta við þeim. Það eru komnir 3 dagar síðan hann fékk lifandi. Veit einhver hvort hann muni gefast upp á endanum og taka rækjurnar eða mun hann bara svelta í hel ef ég gef honum ekki lifandi? Einhver með reynslu af því að venja fiska af lifandi fóðri?

Ég setti convict par í búrið hjá honum bara svona upp á djókið, veit að það mun enda illa en það skiptir ekki öllu. Datt í hug að hann gæti bara étið seyðin undan parinu ef hann byrjar ekki að éta rækjurnar.

Hérna eru myndir svona til gamans, búrið er 250l.

Image
Image
Image

Re: Parachanna Obscura - venja af lifandi fóðri?

Posted: 11 Feb 2011, 19:49
by keli
Ég lenti í þessu með mína, en svo böstaði ég hana einusinni við að éta þurrfóður frá öðrum fiskum í búrinu. Núna étur hún þurrfóður hjá mér (hikari massivore) og svo einstaka rækju eða laxabita.

Þetta er mín þegar hún var lítil:
http://www.youtube.com/watch?v=eAgm3nUCOgc

Re: Parachanna Obscura - venja af lifandi fóðri?

Posted: 12 Feb 2011, 10:44
by Gremlin
Já sæll ég er einmitt með eina Parachanna Obscura líka og kannast við þetta vandamál. Ég keypti tvær Obscura og þær vldu ekkert nema lifandi og litu ekki við neinu öðru, þurrfóðri, rækju, steinbít, þorski eða ýsu þannig þær byrjuðu á því að svelta angað til að eitt síkliðuparið mitt kom með seiði og veiddi þau upp öll á þrem dögum og setti yfir til þeirra 2 á dag og þær tóku við sér og voru fljótar að klára seiðin. Ég sá að þetta myndi ekki ganga til lengri tíma og reyndi að selja þær en það gekk ekki vel og keypti 10 Neon Tetrur og setti 2 Tetrur á dag í búrið og tók eftir að önnur Channan var frekari og áhugasamari en hin sem var yfirleitt alltaf undir steinum og rótum í felum á meðan hin var meira aktívari og á ferli og virtist braggast betur og á endanum þá át hún Hina Chönnuna og eftir það tók við tilraun 2 að fá hana til að taka eitthvað annað en lifandi og hún byrjaði á því að svelta sig en ég gaf alltaf Tetra Shrimp Sticks sem allir mínar fiskar elska og passaði að gefa þetta þegar hún var við yfirborð vatnsins og á endanum tók hún við þessu og er híkt á þessu þurrfóðri og eins frostni rækju sem ég læt þyðna upp og sker passlega bita upp í hana. Þetta er bara þolinmæði og vinna og að prufa sig áfram en ekki örvænta þó hún taki ekki við þurrfóðri í einhverja daga. Getur prufað að gefa 2 lifandi í viku ef þú átt annað búr til að hafa þá í fiskana og gefa svo bara þurrfóður inná millli, ef hún er svöng þá ætti hún að teygja sig eftir matarbitanum. Mín er við góða heilsu og borðar vel og fær örsjaldan lifandi enda dýrt að kaupa slíkt ofaní hana.

Re: Parachanna Obscura - venja af lifandi fóðri?

Posted: 14 Feb 2011, 13:57
by ragz
Takk fyrir svörin, ætla að prófa svona þurrfóður... annars sýnist mér að convict parið sem ég setti í búrið fyrir nokkrum dögum sé búið að hrygna þannig að channan ætti ekki að svelta í hel þó að hún haldi þrjóskunni áfram