vantar smá upplýsingar um sverðdragakerlingar

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
loppa
Posts: 96
Joined: 08 Feb 2011, 17:23

vantar smá upplýsingar um sverðdragakerlingar

Post by loppa »

Góða kveldið, ég er búin að reyna að finna eittvað svipað um þetta hér og google líka en finn ekki neitt sem ég er að tengja.
Er semsagt með sverðdragakellingu sem er seiðafull en hegðar sér skringilega.
Hún borðar lítið sem ekkert, hengur útaf fyrir sig bæði uppi og nyðri í búrinu allveg kyrr, auk þess sem hún
andar mjög hratt.
Hinir fiskarnir eru í fínu formi.

Hefur einhver hugmynd hvað gæti verið að kellu???

kv loppa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: vantar smá upplýsingar um sverðdragakerlingar

Post by Vargur »

Hún gæti verið alveg komin að því að gjóta eða einfaldlega bara verið eitthvað veik.
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: vantar smá upplýsingar um sverðdragakerlingar

Post by pjakkur007 »

ég myndi giska á að hún væri eitthvað veik.
ég var með guppy kellingu sem að lá alltaf á botninum í búrinu hjá mér en tók alltaf á sprett þegar ég var að gefa svo einn daginn þegar ég kom heim var hún horfin svo fann ég hana eitthverju sienna lyggjandi undir java mosanum dauða. en allir aðrir fiskar í búrinu voru í fullu fjöri
loppa
Posts: 96
Joined: 08 Feb 2011, 17:23

Re: vantar smá upplýsingar um sverðdragakerlingar

Post by loppa »

já þetta er soldið spes, annars er ég búin að setja hana 2svar sinnum í gotbúr, og einusinni í sér búr. Og ekkert gerist hegðar sér alltaf eins.
Ætti ég að leyfa henni að vera áfram í aðal búrinu eða flytja hana í sér búr eða flotbúr?
Er með helling af java mosa í búrinu ef seiðinn áhveða að kíkja í heiminn ;) en reyndar með nokkra aðra fiska þarna líka. í 100l búri.
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: vantar smá upplýsingar um sverðdragakerlingar

Post by pjakkur007 »

ég myndi prufa að hafa hana í sér búri eða gotbúri og sjá hvað verður úr þessuef hún verður svona eftir viku er hún bara eitthvað skrítin:-/
loppa
Posts: 96
Joined: 08 Feb 2011, 17:23

Re: vantar smá upplýsingar um sverðdragakerlingar

Post by loppa »

takk fyrir svörin,já ætla prufa að setjana í annað búr.
Post Reply