Sniglar í Gotfiskabúri

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
sveskja
Posts: 5
Joined: 10 Mar 2011, 22:22

Sniglar í Gotfiskabúri

Post by sveskja »

Mig langaði að spyrja hvort það sé skaðlegt að hafa snigla í gotfiskabúri?
er með 54l búr og fengum lifandi gróður fyrir 2 vikum og tókum eftir þegar við vorum að skipta um vatn að það er slatti af sniglum.

Ef það er ekki skaðlegt er þá einhverjir kostir við það að hafa snigla?
kv Sveskja
Last edited by sveskja on 11 Mar 2011, 08:04, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Sniglar í Gotfiskabúri

Post by Vargur »

Í flestum tilfellum eru sniglar frekar til gagns, þeir éta matarleifar og þörung en ef þeir ná að fjölga sér mikið þá þykja þeir sjaldnast fyrir augað.
Það er ágætt að hafa snigil sem étur aðra snigla (Assasin snail) eða einhverja fiska sem éta snigla, td bótíu/kuhli ál í búrinu til að halda sniglunum niðri.
sveskja
Posts: 5
Joined: 10 Mar 2011, 22:22

Re: Sniglar í Gotfiskabúri

Post by sveskja »

Hvað er það sem veldur að það komi sniglar?
Svona áll hvernig er það skaðar hann eitthvað platty, gubby eða endler fiska.
kv Sveskja
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Sniglar í Gotfiskabúri

Post by Vargur »

Sniglar geta borist í búrið með notaðri möl óg búnaði en algengast er að þeir fylgi gróðri eða berist með vatni í fiskapokum.
Kuhli áll er mjög friðsamur og skaðar ekki aðra fiska, sumar tegundir af bótíum geta þó verið árásargjarnar og best að kynna sér tegundina áður en maður kaupir.
Post Reply