vandræði með gotfiska

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
oli136
Posts: 34
Joined: 23 Mar 2010, 21:56

vandræði með gotfiska

Post by oli136 »

góða kvöldið ég vona að þið getið hjálpað mér fiskarnir eru að drepast hjá mér eg hef tekið eftir að þeir eru að nudda sér við eins og þegar blettaveiki á í hlut en ég vei að þetta er ekki bletta veiki svo er eins og það sé slikja á sumum fiskunum og molly og sverdragarnir líta hálf aumingjalega út núna síðast drafst stór molly kerling hjá mér það ber á þessu líka eftir vatnsskifti og það er vond likt af vatninu og hú kemur aftur eftir vatnsskifti ,ég fékk efni í furðufiskum sem heitir polyguard það var sagt að maður ætti að ætti að nota það 3 daga fresti í 2 vikur það drafst allur gróður og fiskarnir halda áfram að drepast ég vona að þið getið hjálpað mér ( búrið er 120 l og svona 30-40 fiskar svona 15-20 guby 5 sverðdragara 2 molly 3 ryksugur og nokkur seiði með von umm góð svör ( gleimdi einu það svona hvítt utfall kemur oná búrið eins og eftir saltvatn sem þornar)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: vandræði með gotfiska

Post by Elma »

Myndi prófa að ryksuga botninn og skipta um 30% af vatni á tveggja daga fresti í viku.
Passa upp á að það sé ekkert sem er að rotna í búrinu, t.d plöntuleyfar, óétið fóður eða jafnvel dauðir fiskar.
Ef gróðurinn er allur dauður hjá þér, út af þessu óþarfa efni sem þú keyptir,
þá myndi ég prófa að salta ( 1-2 matskeiðar á hverja 10 lítra) nota gróft kötlu salt.
(bara til öryggis til að losna við möguleg útvortis snýkjudýr og láta saltið vera í búrinu í viku
eftir vatnsskiptin og skipta síðan um 50% af vatni eftir það)
Það á ekki að vera vond lykt af vatninu og lyktin bendir til að eitthvað sé að.
Það er líka svolítið margir fiskar í búrinu.
Ertu að gefa mikið og hvernig er vatnsskiptunum háttað hjá þér?
Ertu með einhverja hreinsidælu?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
oli136
Posts: 34
Joined: 23 Mar 2010, 21:56

Re: vandræði með gotfiska

Post by oli136 »

sæl elma það eru tvæt dælur í búrinu eg reini altaf að riksuga botninn þegar eg skifti umm vatn það getur verið að eg sé að gefa of mikið en eins og þú veist virðast fiskarnir altaf vera svangir og sambandi við að salta þá hef ég saltað í búrið það er spurning hvort að ég hafi gert of mikið en ég hélt að molly væru ekki viðkvæmir firir salti ég er tildæmis með 1 axa fisk eins og hann er kallaður sem er uppi á yfirborðinu og hann er að lifa alla þessa fiska af sér eg ætla að prufa að skifta umm meira vatn takk firir svarið
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: vandræði með gotfiska

Post by Elma »

Fiskar virðast alltaf vera svangir, þeir heimta sumir stöðugt mat, en eru í raun bara gráðugir
og kunna sér ekki hóf.
Þess vegna er gott að gefa bara 1x-2x á dag, lítið í einu.
Fiskar þurfa mjög lítið að borða.
Það er sagt að 100gr. fiskur þurfi ekki nema 1gr. af mat á dag.
Það er líka gott að gefa í hófi, því að matur mengar vatn mjög fljótt og óétinn matur mengar enn meira.

Hvað ertu að skipta um mikið vatn í einu og hve oft?

það þarft líka að passa að salta ekki of mikið í einu því að fiskarnir þurfa að venjast saltinu.
það má ekki vera jafn mikið salt í búrinu, eins og er í sjáfarbúrum,
heldur svipað og er í Brackish búrum og minna.
Það þarf samt ekkert að vera að stressa sig yfir þessu :-)
Vil benda á að það þarf ekki að salta, en það er gott að gera það af og til.

vil líka benda á að Axarfiskar eru hópfiskar, og þurfa að vera minnst 5 saman. :-)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply