Framhald af umræðum í söluþræðinum Mpanga-demansoni

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Demansoni
Posts: 36
Joined: 06 Oct 2011, 11:18
Location: Kópavogur

Framhald af umræðum í söluþræðinum Mpanga-demansoni

Post by Demansoni »

keli wrote:Mér finnst ekkert að því að rækta blendinga, en ég set spurningamerki við að dreifa blendingunum áfram. Það er í raun vandamálið, því þótt þú vitir að þetta eru blendingar, þá veistu ekki hvað verður um þá þegar þeir hafa farið frá þér, og þeir sem taka við þeim halda kannski áfram (óafvitandi) að blanda við önnur afbrigði í búrunum hjá sér, og þar af leiðandi þynna út þá hreinu stofna sem eru til. Þetta gerist ekki á nokkrum mánuðum, heldur á einhverjum árum. Svo fara svona fiskar að skila sér í búðir og þá heldur boltinn áfram að rúlla og þynnir stofnana sem eru í búrum fiskaunnenda.
Einmitt það sem ég er að nefna hér að ofan (í söluþræði). Það er alveg ljóst að hér er um blendinga er að ræða og þeir sem eru að rækta af einhverju viti hljóta að vita hvaðan þeirra fiskar eru að koma og ættu ekki að notast við eintök ef vafi liggur á uppruna fiskanna. Auðvitað get ég ekki stýrt hvað nýir eigendur gera svo í framhaldinu en óafvitandi þynning ætti ekki að eiga sér stað hjá þeim sem eru að standa í þessu af einhverri alvöru. Miðað við gæðavandamálin á þessu sviði þá væri ef til vill heppilegt að ræktendur legðu meiri áherslu á að vita uppruna sinna fiska en að agnúast út í blendinga sem ógna þeirra vinnu á engan hátt ef rétt er staðið að ræktuninni. Hver og einn ætti því að fókusa á sína eigin vinnu því vonlaust er að reyna stýra því hvað allir hinir eru að gera. Harkaleg viðbrögð viðbrögð við auglýsingum þeirra sem standa heiðarlega að hlutunum er að mínu mati meiri áhættuþáttur í þessu samhengi því það eykur líkur á því að fólk segi ekki eins og er um uppruna sinna fiska af ótta við neikvæð viðbrögð. Þeir fiskar gangi svo kaupum og sölum sem hrein tegund en eru í raun jafn fjarri því og þeir fiskar sem hér um ræðir.

Er ennþá blaut á bakvið í eyrun í tengslum við fiska en þekki hugtakið ræktun og gæði nokkuð vel. Ég get ekki betur séð en að stoðirnar séu hálf valtar í þessu öllu saman miðað við áhættuþættina sem þið nefnið. Orð eins og hreinir stofnar og markviss kynbótaræktun eru lítið annað fyrir mér en yfirborðskenndir frasar ef td. búðir eru að selja fiska undir ákveðnu heiti án þess í raun að vita hvað sé þar á bakvið. Það verða vera miklu meiri kröfur og regluverk í kringum þetta allt ef það á að geta kallað þetta hreina stofna og ræktun.
Skil ekki hvernig nokkur á að geta vitað hvað hann er í raun með í höndunum miðað við þá aðferðarfræði sem hefur verið lýst. :?

Mig langar til að forvitnast.... þeir sem eru að standa í þessu með hugsjónina "hreinir stofnar" að leiðarljósi, hvaðan eru þið að fá ykkar fiska? Ef þið eruð að kaupa af netinu, er það af einhverjum sem þið þekkið til? Endilega segið mér hvað þarf að liggja fyrir til að þið takið ákvörðun um að nota tiltekinn fisk í ykkar ræktun?
Það eru alltaf braskarar og/eða óheiðarlegir einstaklingar í bransa sem þessum, hvað gerið þið til að tryggja sem best að fiskar frá slíkum endi ekki í ykkar búrum?

Ég held að nú liggi fyrir að kröfurnar mínar um hreina stofna eru ekki minni en þeirra sem hafa tjáð sig og líflegar rökræður má teljast jákvætt skref því það vekur fólk til umhugsunar og hugmyndir að úrbótum sem skila raunverulegum árangri vakna. :góður:
Last edited by Demansoni on 08 Nov 2011, 20:43, edited 2 times in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Framhald af umræðum í söluþræðinum Mpanga-demansoni

Post by keli »

Málið er að þetta eru fiskar sem fjölga sér mjög auðveldlega. Og fólk sem veit minna um fiska á eftir að fá sér blending, sem fjölgar sér svo í búrinu (við aðra blendinga eða hreina fiska, skiptir ekki máli), selja afkvæmin í búðir eða áfram á spjallinu ("ég veit ekki hvaða tegund þetta er, en þeir eru ótrúlega flottir og ég er til í að selja þá ódýrt!"). Svo giskar einhver á að þetta sé mpanga, þar sem þetta líkist þeim nú eitthvað, sérstaklega ef blendingarnir blandast mpanga í næstu kynslóðum. Þá eru komnir mpanga á markaðinn sem eru ekki mpanga. Fólk notar þá til að rækta við aðra mpanga. Þessir fiskar eru það duglegir að fjölga sér að þetta er ekki svo langsótt.

Maður þarf ekki að skoða marga söluþræði til að sjá fiska sem hafa líklega komið úr einhverri svona vitleysu, en eru seldir undir einhverju nafni sem þeir líkjast. Þessvegna er mikilvægt að vera ábyrgur í byrjun og halda blendingum fyrir sjálfan sig, ekki koma þeim út á markaðinn, því þá fer þetta úr böndunum.


Það getur verið erfitt að finna sér áreiðanlega ræktunarfiska, sérstaklega í afrískum síkliðum þar sem blendingar eru frekar algengir, en margir fara í það að panta beint að utan, fiska sem eru f0 eða frá áreiðanlegum birgja sem maður treystir. Það er auðvitað ekkert öruggt með upprunann, en það er algjör óþarfi að ýta undir óvissuna með að koma blendingum á markaðinn. Það væri leiðinlegt að eftir einhverja tugi ára að það sé vonlaust að verða sér úti um hreina stofna vegna þess að þeir eru kannski horfnir eða friðaðir í náttúrunni og eintómir blendingar í gangi í gæludýrabransanum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Framhald af umræðum í söluþræðinum Mpanga-demansoni

Post by Gudmundur »

Eitt af vandamálunum við síkliður er að búðirnar eru oft jafn vitlausar í tegunda greiningu og nýgræðingur í hobbýinu og þær reyna oft að selja eitt og annað sem þeir þekkja ekki, sem er ekki ásættanlegt en þar stjórnar gróðinn eingöngu, fyrir fólk sem er að byrja í þessu þá eru miklar líkur á því að það fái fiska sem eru önnur tegund heldur en sagt er eða ekki góð eintök, því miður er þetta þekkt að fiskabúðir selji lélegar síkliður og eða blendinga,
Og á meðan fólk leyfir blendingum að vaxa og dafna í búrunum hjá sér þá hættir þetta ekki
annað er líka vandamál að fáir virðast geta séð hvort fiskur sé góður til undaneldis eða ekki
ég vil biðja ykkur sem lesið þetta að vanda vel þá ræktun sem þið farið út í og ekki ala upp eitthvað sem er ekki fyrsta flokks
Það er svipað með þetta hobbý og mörg önnur að maður þarf að byrja einhvern staðar og í byrjun er þekking og metnaður lítill, en með árunum og áhuganum breytist það smám saman
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply