Page 3 of 4

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 11 Feb 2012, 16:06
by keli
Skimmer?

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 11 Feb 2012, 18:40
by Squinchy
:)

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 12 Feb 2012, 00:08
by S.A.S.
það verður gaman að sjá hvernig þetta virkar hjá þér :) er þetta flókinn smíði ??

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 12 Feb 2012, 22:29
by Squinchy
En sem komið er hefur þetta verið auðvelt, en það erfiða er eftir :)

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 14 Feb 2012, 21:30
by Squinchy
Lofar góðu en sem komið er :)
Image
Þarf að sníða botnplötu í hann, inntakið og koma fyrir búnaði til að stylla vatnshæðina

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 15 Feb 2012, 23:05
by linx
Cool!

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 26 Feb 2012, 16:23
by Squinchy
Fór að kafa í dag, rakst á frekar óvenjulegan hlut á 7 metra dýpi
Image
heilt fjall af svona steinum, þakið af kalkþörungi, sá einnig sea slug sem var skær gulur og hvítur, helling af mismunandi svömpum og einhverju sem er alveg eins og toadstool :P

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 26 Feb 2012, 16:26
by Kubbur
Hvar varstu að kafa?

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 26 Feb 2012, 18:24
by Squinchy
Ekki langt frá viðey

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 12 Mar 2012, 19:17
by Squinchy
Skimmerinn kominn í gang og farinn að safna virkilega illa lyktandi skimmi :æla:
Svo kom RO kerfið í dag :D, verður spennandi að koma því fyrir og sjá hvort það hafi góð áhrif
Image

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 17 Mar 2012, 17:15
by Squinchy
Ro kerfið komið í notkun, rafleiðni í vatninu er lítil, sem gefur til kynna low TDS :D, þarf að muna eftir að panta mér TDS mælir næst :P.
Bætti við 8 blue leg hermit, 3 trocus snigla, 3 green cromas og sandsifting starfish sem ég sá aðeins í 3 sek í búrinu áður en hann hvarf í sandinn :D
Image

Trúðurinn minn er fallinn frá :/, en ég held að ég fái mér einn maroon clown næst, er alveg fallinn fyrir þeim núna :)

Skimmerinn heldur áfram að sinna sínu starfi, lyktin er aðeins farinn að minnka, enda er ég búinn að fjarlægja Hammer head kóral sem var farinn að rotna í búrinu og farinn að menga all hressilega
Image

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 17 Mar 2012, 19:22
by ulli
Hvað er TDS :oops:
Leiðni?

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 17 Mar 2012, 20:27
by Squinchy
Total dissolved solids, eru allskonar efni sem eru í vatninu sem maður vill ekki í búrið sitt.
H2O sjálft leiðir rafmagn ekki vel, heldur eru það "efnin" (TDS) sem sjá um aðal leiðni í vatni, TDS mælir virkar þannig að hann hefur tvö rafskaut sem fara ofan í vatnið og reynir að senda rafmagns púls milli skautana, ef mikið af TDS er í vatninu verður bullandi leiðni, eftir OR hreinsun á vatninu verður lítið sem ekkert af TDS sem þíðir að rafmagns púlsinn nær illa eða ekki yfir höfuð milli skautanna og merkir það um Low TDS :)

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 17 Mar 2012, 22:47
by ulli
Semsagt bara verið að leiða leiðni sem stafar vegna óhreininda?
Þetta hefur sennilega verið mjög hátt þegar ég var með búrið mitt.

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 18 Mar 2012, 01:14
by Squinchy
Þetta er bara búnaður til að hreinsa krana vatnið sem maður blandar saltið í.
Meira um svona búnað hérna http://www.youtube.com/watch?v=1QKJbO4UBJw

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 18 Mar 2012, 08:37
by ulli
Ég varð að jarðteingja Ramman á búrinu svo ég feingi ekki straum af því...var búin að prófa slökva á hverju rafmagns tæki fyrir sig en það breytti eingu :s

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 21 Mar 2012, 16:35
by DNA
Fáðu þér gruggmæli sem mælir fyrir framan og aftan vatnshreinsibúnaðinn.

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 21 Mar 2012, 21:06
by Squinchy
Já ég er einmitt búinn að vera skoða það, held að það sé algjörlega the way to go

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 21 Mar 2012, 22:15
by Kubbur
Gruggmælir=leiðnimælir?

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 21 Mar 2012, 22:37
by Squinchy
Já eða TDS mælir :)

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 01 Apr 2012, 15:46
by Squinchy
Þá var rykið mokað ofan af myndavélinni í dag og þetta var afreksturinn
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Þessi virðist ætla að lifa, kom mér mjög á óvart að hann hafi komist í gegnum diatom sprenginguna sem ég fékk

Image

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 01 Apr 2012, 17:03
by keli
Þetta er allt á réttri leið hjá þér.. Bara svolítið tómlegt ennþá :)

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 01 Apr 2012, 17:38
by Squinchy
Já það er í vinnslu, er ad cura meira lr og svo verða einhver fiskakaup á næstunni

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 10 Apr 2012, 13:00
by Letingi
Ertu sáttur við RO kerfið hjá þér? Hvað kostaði það og hvar verslaðir þú þetta ?

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 10 Apr 2012, 16:39
by Squinchy
Já mjög sáttur með það, góð afköst og allt fylgir með, bara plug and play
Það er hægt að sér panta það hjá Dýralíf, það var á tilboði á 28.000.kr

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 10 Apr 2012, 17:39
by DNA
Gaman að sjá fólk er að átta sig á mikilvægi þess að hreinsa vatnið.
Ég veit ekki um neinn á undan mér sem var með svona en ætaði mér að kaupa búnaðinn fyrir 10 árum þegar ég byrjaði í saltinu.
Íslenska vatnið er svo hrikalega gott að þetta er bara peningaeyðsla sungu þeir allir í einum kór.
Kannski er þetta ein ástæða lélegs árangurs íslendinga í kóralladeildinni.

Grugg mælist 25-30 inn og 0 út hjá mér en flestir skipta um síur þegar mæling fer yfir núllið.

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 10 Apr 2012, 20:13
by Squinchy
Já ég tel það ólíklegt að nánast allir á erlendum forums séu að mæla með svona búnaði og segja hann nauðsynlegan ef hann væri það hreinlega ekki :P, sé sko ekki eftir þessum kaupum

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 11 Apr 2012, 15:26
by kristjan
á erlendum forums eru allir með ro/di kerfi. Af hverju notar þú ekki di (afjónunar) búnaðinn. Er alveg 0 TDS vatnið sem kemur úr ro búnaðinum án þess að nota di búnaðinn?

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 11 Apr 2012, 17:22
by Squinchy
Ég fattaði bara ekki að panta hann með, ætla líklegast að taka hann með í næstu pöntun, nei maður á víst ekki að ná 0 án þess, miðað við það sem ég hef lesið

Re: 360L Mark II Marine Búrið Mitt

Posted: 25 Apr 2012, 21:01
by Letingi
Fór að ykkar ráðleggingum og tók þetta kerfi hér http://www.buckeyefieldsupply.com/showp ... 68&Sub=166

TSD er að koma um 25 inn en 0 út og það sem mér finnst mestu máli skipta að fosfatið sem er töluvert í vatninu hjá mér er að koma 0 út úr þessu.

Er að setja fyrstu 120L af þessu hreina vatni í búrið núna og er að fylla með þessu á auto top off hjá mér. Það verður gaman að sjá hvort það verði svo einhverjar breytingar.