Guppy, guppy.

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Guppy, guppy.

Post by Vargur »

Jæja þá.
Ég hef lengi vel verið með guppy fiska, þeir hafa yfirleitt týnt tölunni vegna plássleysis og mikils sikliðuáhuga en ég tek samt ofan fyrir mönnum sem rækta þessa skemmtilegu fiska, eins og td. vini mínum forsetanum. Ég hef lengi verið með mína línu af guppy og nú loksins er ég kominn með einstaklega fallegann rauðann karl og nokkrar kerlingar á hann. Í dag nældi ég mér í fallegann bláann karl en því miður engar kerlingar í sömu línu, þannig ég fékk mér 4 kerlingar í black tuxedo lit í staðinn og ætla mér að línurækta upp bláa litinn.

...hvers vegna ?
Ræktun hefur alltaf heillað mig, með sikliður er það spurningin að halda stofnum hreinum og heilbrigðum en með fiska eins og guppy að rækta upp liti og lögun án þess að tapa heilbrigði og lífleika. Slík ræktun gefur manni meira frjálsræði og svigrúm auk þess sem ræktun flestra gotfiska tekur mun styttri tíma heldur en ræktun td. á sikliðum.
Nú hef ég tekið ákvörðum um að taka frá 3 búr fyrir guppy ræktun en samt ekki með því sniði sem æskilegt er þar sem fleiri búr væru nauðsynleg heldur eftir mínu eigin plani sem mun þó taka aðeins lengri tíma. Nú kunna einhverjir að spyrja, ''hvaða rugl er þetta, hendir maður ekki bara nokkrum fiskum saman í búr og þeir sjá um restina ?''
En nei, það er ekki svo, alvöru lita og línuræktun krefst athygli og metnaðaðar annars enda fiskarnir eins og sorpið sem því miður sést vanalega í verslunum.

Hér eru nokkur dæmi um fallega gubby fiska:
Image
Image
Image

Ég hefði gaman að heyra frá mönnum með metnað og áhuga á ræktun guppy fiska.
Hér er linkur á heimasíðu forsetans sem svo ég best veit er með hvað mestan metnað í ræktun á gubby.
http://iceguppy.tripod.com

Ps. Fyrir þá sem halda að guppy séu bara fyir börn þá erum við forsetinn á fertugsaldri. :wink:
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Frábært að fá einhvern annan með metnaði í guppy í hpbbyið okkar....annars fékk ég mér hreinræktaðar línu keyptar frá Luke Roebuck í LA fyrir um ári síðan...en Luke er einn af þeim fremstu í heiminum í guppyræktun í dag...

Ég varð að láta fiskana frá mér sökum plássleysis og rakavandamála fyrir þó nokkru - og í dag er "Brúsi" að ala upp þessi afbrigði - en ég er þó reyndar með eina bláa línu í startholunum - sem ég set í gang þegar gryfjan mín er ready.....
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jæja, guppyarnir dæla úr sér seyðum, sennilega er ég með 40-50 seyði núna en þó sennilega flest einhverjir gemlingar sem hafa fylgt kerlingunum. Ég var með nokkra karla þannig þau geta verið undan hverjum þeirra sem er, ég ætla samt að ala þau og sjá hvernig þau munu líta út svona fyrir grínið.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Guppy kerlingar geta verið með seiði frá "einhverjum" kalli í sér í nokkra mánuði - nokkur got.

Best væri fyrir þig að komast í hreina línu - eða virgin kvk fiska - taktu allavega kvk frá úr þessum seiðahóp á meðan þau eru virgin til að rækta undan.....vandamálið er þó alltaf að þú veist ekki af hvaða stofni þessi seiði koma.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, þetta er þolinmæðisverk.
Ég þarf að sitja yfir því að komast í hreina línu sem mér líkar, þessir tveir karlar (rauður og blár) sem ég ætla mér að rækta útfrá voru stakir og kerlingalausir þannig ég verð að taka undan þeim og para aftur við þá í sennilega nokkrar kynslóðir til að fá litinn góðan.
... átt þú nokkuð bláar kerlingar handa mér ?
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Sorry en ég er í rauninni bara með 2 kellur og einn kall + seiði þessa dagana.....þannig að ég á ekkert....eftir jól kem ég til með að eiga helling af þessu öllu saman....og þá ertu að sjálfsögðu velkominn :lol:
Stefnan er tekin á að vera með 5 línur í gangi - en við það þarf ég svona ca 25 búr.....sjáum hvað setur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fimm línur, það er ekkert annað. :shock:
Hvaða línum á að bæta við ?
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Líklega þessar tvær línur...en samt ekki viss...kemur í ljós þegar að þessu kemur....þá fæ ég að vita hvaða topp fiska minn maður í USA er með handa mér :)


Image
Image
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Sé ræktunaraðstöðuna mína svona eftir nokkra mánuði....þegar ég verð búinn að finna tíma í að laga hana...
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Smá update á Guppy ræktun Vargs.

Það sannast enn að þolinmæði er kostur ef ætlunin er að ná upp fallegum stofni.
Ég er að reyna við tvær línur.

Bláa línan.
Ég nældi mér í einn virkilega fallegan kk sem kom frá Tékklandi, því miður voru engar kerlingar þannig ég fékk mér nokkrar black tuxedo kvk til að nota á karlinn en þær drápust ein af annari úr veikindum. Notaði ég þá tvær kerlingar frá mér en því miður í kæruleysi þá var fyrsta gotið étið undan þeim. Eftir það tók karlinn upp á að drepast af ókunnum ástæðum.
Þó kerlingarnar séu seyðafullar aftur býst ég ekki við að nenna að halda áfram með þessa línu enda kk farinn og kvk ekki hreinræktaðar.

Rauða línan.
Ég hef átt einn rauðan kk lengi. Ég man ekki lengur hvaðan hann kom en hann er alrauður og sennilega úr ræktuninni hjá Halldóri.
því miður tók hann einnig upp á að drepast og gæti aldur ásamt nitrat eitrun verið ástæðan. Undan þessum kk á ég helling af gullfallegum kvk og nældi ég mér í um síðustu helgi tvo alrauða kk úr ræktinni hans Halldórs til að nota á þær kvk og vonast til að geta komið línunni í gang.

Ég held ég haldi rauðu línunni gangandi og reyni að hafa augun opin fyrir annari línu til að rækta samsíða. Ég ætla að reyna að hafa allar klær úti til að ná mér í hreinræktaða línu til að spara mér allt baslið sem ég hef þurft að ganga í gegnum með hinar línurnar. Nú verða það bara hreinræktaðir fiskar af samu línu en ekkert svona bras.
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

gubby

Post by Bruni »

Sælir drengir. Eðlilegt að fá sér þráð um gotfiska. Gubby er sem dæmi næst algengasti skrautfiskurinn, aðeins gullfiskar algengari skv. grein sem ég hnaut um á netinu. Þetta segir eitthvað. Það eru mörg ár síðan ég dundaði mér við gubbyræktun af einhverju viti, þá hafði maður aðstöðuna til þess. Þá voru uppáhaldsstofnarnir halfblack red og svartur gubby og manni gekk skrambi vel. Vandamálið þá var að þegar maður fór með afraksturinn í búðir var spurt hvort ekki væri til eitthvað öðruvísi, fiskarnir voru svo einsleitir. Veit ekki hvort markaðurinn gerir greinarmun á gæðafiskum og lakari. Ég á ekki gubby í dag, ástæðan er sú að þeir þrífast illa innan um þá fiska sem ég hef, sem eru þó engir sérstakir vargar. Einhvern tímann kemur þó að því að gubby fær meira vægi hjá mér. Sverðdragarar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og henta almennt betur í safnbúr en gubby. Ég átti um tíma villtan stofn frá yucatan. Það er einhver stórvaxnasti stofn sverðdragara sem þekkist. Sverð og búkur hænganna hafa nánast sömu lengd. Rosalega flottir. Meira um sverðdragara síðar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já gaman af þessu.
Það háir kannski aðeins metnaðarfullri Guppy ræktun hversu algengir fiskarnir eru og hvað margir halda að þetta sé ekkert annað en að setja saman kk og nokkrar kvk. Það er fullt af fólki sem hváir þegar það heyrir að fullorðinn maður standi í að rækta Guppy.
Ef eitthvað vit á að vera í svona ræktun þarf talsverða yfirsetu og metnað.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er einmitt þrælsek um að hafa haldið að þessi ræktun væri ekkert mál, eða alveg þangað til ég fór að fylgjast með Forsetanum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ein prufumynd af nýja kk sem á að verða stamfader af rauðu línunni.

Image
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Sæll Vargur....hvar fékkstu þennan kk af Guppy
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég fékk hann í Trítlu og hann er ættaður frá Halldóri.
Karlgreyið tók reyndar á móti mér dauður þegar ég kom heim áðan.
Ég á þó von á að hann hafi náð að setja í nokkrar ungar kvk áður en er ekki viss.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

það fer að styttast í fiska hjá mér....þá getur þú fengið allveg hreina línu :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það væri gaman að því. Fully-red væri toppurinn.

Ég er að hugsa um að vera svo með nokkra svona venjulega á kantinum.
Hér er mynd af ungum körlum sem eru fæddir hjá mér.

Image
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Já ég er með fully red stofninn hjá mér....tvær línur.
Eins og staðan er í dag hjá mér þá er ég ekki nógu sáttur við kk hjá mér -þeir mættu vera með stærri skrokk, og stærra slör - en ég er að fara vinna í þessu og vonandi næ ég þessu upp.
Liturinn á þeim er hinsvegar mjög góður og allir kk sem koma upp hjá mér eru 100% rauðir....ALLIR
Fiskarnir eru svipaðir þeim sem að þú settir mynd inná hjá þér.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Hér eru flottir fiskar
www.fullredguppy.com

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég heimsótti Forsetann um daginn og boraði út úr honum ágætan rauðan guppy karl og fékk reyndar tvo lakari í kaupbæti.
Ég setti karlinn í búr með nokkrum kerlingum fæddum hjá mér en tók svo eftir því í gær þega ég kom heim að karlinn hafði sofnað og svo vaknað dauður þannig hann endaði sen sniglafóður. Vona bara að hann hafi náð að frjóvga eitthvað af kerlunum.
Annar af hinum körlunum er að koma eitthvað til, bakugginn er langur og fallegur og liturinn góður en eitthvað finnst mér vanta upp á vöxtin á sporðinum. Ef hann kemur til á ég þó karl á kerlurnar.

Gaman að þessari þrjósku í manni, í stað þess að fá bara ræktunar trío hjá Forsetanum þá vil ég hamast í þessu sjálfur, þe hafa fyrir því að búa til minn eiginn stofn. Reyndar á ég pottétt eftir áð ná mér í hreinan stofn einhversstaðar í framtíðinni, hvort sem það verður hjá forsetanum eða annarsstaðar.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

það fór ekki öðruvísi en að maður varð að setja upp gúbbí búr enn einu sinni.. .. 30 ltr búr 2 kk og 6 kvk allt rautt. . en frekar sporðlitlir gaurar..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sko karlinn, við verðum að fá þráð um þetta. :knús2:
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Drapst kallinn :cry:

Þetta voru líka allt ungir kallar og ekki enn fullvaxnir....sjáum hvað setur - annars finnum við nýjan kall handa þér.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í gærkvöldi sat ég og skoðaði rauðu guppy línuna sem samanstendur af einum karli og fimm kerlum, nú er orðið ansi langt síðan að ég setti fyrri karlinn(sem drapst) með kerlunum og rúmur mánuður síðan næsti karl fór til þeirra. Þrátt fyrir þetta hefur ekki sést eitt einasta seiði. :shock: og nú var seinni karlinn frá forsetanum dauður í búrinu, kerlingarnar eru semsagt búnar að ganga frá þrem körlum á meira en 3 mánuðum og engin seiði enn. En viti menn, loks sá ég að kerlurnar eru orðnar heldur betur vel óléttar og hálftíma síðar sá ég 10-12 seiði í búrinu sem ég veiddi upp og setti í seiðanet.

Bráðfyndið, það var bara eins og maður hafi fundið gull í búrinu, slík var gleðin.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loksins hörku gangur hjá rauðu línunni eftir að karlinn drapst. Kerlurnar spýta útur sér seiðum. Ég veiddi upp ca 70 seiði og kom fyrir í 130 lítra búri þar sem þau fá að alast upp. Enn eru þó sennilega eftir um 30 seyði í búrinu hjá kerlunum en þau eru vör um sig og halda sig merkilega mikið niðri við botninn, býst við að ég leyfi þeim bara að vera þar í bili.
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

sd

Post by bonita »

Við erum einmitt með núna 6-7 Gubbaseiði.. og þau eru að verða svo flott á litin:D nema þau skipta um lit á hverjum degi svo það er alltaf svaka spennandi að kíkja hvernig þau er á litinn á morgnanna:D En fá þeir sovna fallega sporða þegar þeir eldast? hvað eru þeir gamlir þegar þeir verða svona flottir.. eða svipaðir..haha og þessir á myndunum:D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sporðastærð osf fer eftir ýmsum aðstæðum. Svo karlarnir vaxi hratt og fái stóra sporða er best að aðskilja kynin. Ef karlarnir fara sér í búr og eru fóðraðir á fjölbreyttu gæðafóðri og vandað er til vatnsgæða þá vaxa þeir gríðarlega hratt þar sem öll orkan fer í vöxtinn en ekki að elta kerlingar.
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

ds

Post by bonita »

já okey.. hvernig sér maður á seiðum að það séu karlar og kellur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það sést náttúrulega ekki fyrr en þau vaxa og þá leynir það sér vanalega ekki þar sem karlarnir fá pindil og litmeiri sporð.
Post Reply