Spurning varðandi tunnudælur.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Spurning varðandi tunnudælur.

Post by prien »

Þannig er mál með vexti að ég er með tvær tunnudælur, eina Tetra Tec 600 og eina svipað stóra Eheim og eru þær báðar í sama búrinu.
Tetra dælan er um þriggja ára en hef ekki hugmynd um aldurinn á Eheim dælunni.
Hægt og bítandi hefur magnið sem þær dæla farið minnkandi og er nú svo komið að það rétt seytlar úr þeim.
Ég tek það fram að ég er búinn að hreinsa þær og athuga með stýflu í slöngum og það er allt ok.
Stlitna rotor blöðin eða rotorinn yfirleitt í svona dælum?
Öll ráð og hugmyndir vel þegin.

Kv: prien.
500l - 720l.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Spurning varðandi tunnudælur.

Post by keli »

Stundum vilja hraðtengin stíflast, ertu búinn að skoða í þau almennilega? s.s. tengin sem tengja slöngurnar í dæluna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Spurning varðandi tunnudælur.

Post by prien »

Takk fyrir þetta Keli.
Eheim dælan byrjuð að dæla almennilega eftir að hafa hreinsað hraðtengin.
Til að hreinsa tengin á Tetra dælunni þarf ég að redda mér lengri bursta.
500l - 720l.
Post Reply