Page 1 of 1

Nýja búrið

Posted: 12 Mar 2014, 18:34
by Arnarl
Jæja ég er fallinn, sótti mér eitt 120 lítra búr áðann sem var reyndar með sma sprungu í glerinu, er búinn að kítta í það og mála bakglerið, þarf reyndar að fara eina umferð yfir það í viðbót, en fiska listinn breytist lítið, á frátekinn Gar niðrí Dýragarði og svo eru einhverjir flr a leið i næstu sendinu RTC, Aligator gar og einhvað flr.

Kem með myndir á eftirm

Re: Nýja búrið

Posted: 12 Mar 2014, 21:18
by keli
haha var það ekki bara tímaspursmál? Þarft að gera ansi mikið betur en 120l samt :)

Re: Nýja búrið

Posted: 12 Mar 2014, 21:41
by Arnarl
haha jújú reyndar, að selja þetta fiskadót og byrja aftur að hanga hérna inni gerði strik í reikninginn, held samt að ég þurfi að sýna ykkur hvernig monster búr a að vera, allir hættir með þetta? en með búrstærðina er ég bara að reyna akveða mig hvort ég nenni að taka gluggann úr herberginu til að koma búri þar inn en það er L150xB87xH87 og passar ekki í nein hurðargöt, annars ætla ég að setja einhvað af þessu í tjörnina í sumar(tek þá samt inn aftur um haustið)

Re: Nýja búrið

Posted: 12 Mar 2014, 22:54
by Arnarl
Léleg mynd er betri en engin mynd, get ekki fyllt búrið fyrr en a morgunn þar sem ég þurfti að kítta það sma efst, fann svo þessa fínu rót inní geymslu, verður nú komið rosa líf í þetta annað kvöld vonandi, þarf bara að finna svartann sand, uppastungur?

Það eru 4x24w T5 í búrinu og svo er Tetra EX700 tunnudæla

Image

Re: Nýja búrið

Posted: 13 Mar 2014, 09:03
by RagnarI
Bm Vallá eða björgun?

Re: Nýja búrið

Posted: 13 Mar 2014, 17:10
by Arnarl
Fór niðrí Dýragarð og Kiddi reddaði mér sandi, naði mér í Lepisosteus oculatus og einn fallax í leiðinni

Re: Nýja búrið

Posted: 13 Mar 2014, 18:18
by Arnarl
Image

Image

búrið ennþá skýjað eftir að sandurinn fór í það, verst að annar kraninn a tunnudæluni er í vinnubílnum sem er fyrir utan hja félaga mínum, þannig engin dæla fyrr en í kvöld :( sæki þá plöntur í leiðinni og geri einhvað skemmtilegt, hvaða perur finnst ykkur að ég ætti að vera með? það eru 2 bláar og 2 hvítar núna, alltof kallt, spurning um að skipta þessum hvítu út fyrir rauðar?

Re: Nýja búrið

Posted: 16 Mar 2014, 13:06
by Arnarl
Búinn að setja gróður í búrið og fjölga fiskum, naði mér í einn clown knife og nokkra feeder fiska.

Image


Image

Re: Nýja búrið

Posted: 23 Mar 2014, 23:49
by Arnarl
Image

Imager

Mjög lélegar myndir teknar a símann og vatnið gruggugt, hann étur og étur, setti örugglega um 10 convict seiði(1-2cm) og neon tetrur hja honum a föstudaginn og það var allt horfið í morgun hann var svo pakkaður a föstudagskvöldinu að hann la kjurr a botninum með þa alla svamlandi í krinum kjaftinn a honum og hann gerði ekki neitt hehe, en vondu fréttirnar eru þær að helv clowninn er kominn með hvíta bletti, þarf að lyfja og salta búrið a morgunn og vona að þetta fari sem fyrst, a von a slatta af fiskum í vikuni :/ kem með betri myndir þegar ég fer að leika mér með Gopro vélina meira :D