120l Rækjubúrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

120l Rækjubúrið mitt

Post by Santaclaw »

Ákvað að gera rækjubúrs þráð. Finnst gaman að já hvernig búrin þróast hjá örðum í gegnum tímann og geri því einn þannig þráð sjálfur.

Man þvi miður ekki alveg hvænær ég byrjaði með búrið en það var í byrjun nóvember 2013 minnir mig.

Þá leit það svona út:

Image



Í Febrúar er það orðið svona:

Image
Java Mosinn er kominn allann hringinn fyrir aftan steininn og er orðin mikill um sig.

Núna fyrir stuttu í mars, tok ég hressilega til í gróðrinum og tók allan Javamosann fyrir aftan stóra steininn og meira til.
Klippti hann vel tilbaka þar sem ég lét hann vera og fjarlægði aðra plöntu.
Ég ætla að láta mosann mynda svona einskonar þúfur á steinum eins og sést á síðustu myndinni. Svona litlar eyjar.
Rækjueldið fór hægt af stað en núna er allt fullt af þeim.

Image

Image

Image
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by Sibbi »

:góður: , nolluð flott, mér finnst samt vanta smá "rækjulegan" (háan) gróður,,, ég gæti nú alveg misst má til þín af plöntu sem þær fíla flott hjá mér,,, man því miður ekki hvað hún heitir.
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by Santaclaw »

Já takk fyrir það :)

hmm.. áttu link ? Eða bara mynd úr þínu ? :)
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by Sibbi »

Þetta sem er við aftari discusinn, klifurjurt,, þetta teigir sig og eða skríður :)
Image
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by Santaclaw »

Já þetta er falleg planta :)
Ég ætla að halda mig samt við það sem ég er með núna, minimaliskt og einfalt, þakka samt fallegt boð :góður:
Ég var með 5 tegundir af gróðri en fækkaði þeim í 2 og ætla að halda mig við það í bili :)

Í raun hef ég meiri áhuga á plöntunum og "landscaping" en rækjunum, þó ég hafi gaman að þeim líka :)
En þeim virðist líða vel, mosinn morandi í ungviði og lítil afföll af þeim stóru.
Hef sérstaklega gaman að því að þær parkera sig allaf á stóru plöntunni aftast í búrinu, ein á hverju blaði, svolítið eins og bílastæðahús þegr ljósið kviknar.

Ég gef co2 og næringu sem er með kopar og virðist ekki hafa áhrif á þær, byrjaði lítið en jók svo alltaf magnið þar til ég var kominn á þann stað sem ég vildi og þær ennþá sprækar :)
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by snerra »

Hvað er sýrustigð í þessu búri ? Annars glæsilegt
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by Santaclaw »

Veit það ekki nákvæmlega, hef ekki mælt það lengi.

En það ætti að vera í kringum 7ph.

Setti ph controller í það fyrst, stillti hann á
6,8-6,9ph.

Taldi svo bubbles á 30sek og svo nokkurn veginn hversu oft og lengi kviknaði á ph controlernum.
Stillti svo bara tímarofa eftir því og setti ph controllerinn í stærra búrið aftur.

Þannig í rækjubúrinu er núna co2 á tímarofa.
Mældi um daginn co2/mg og það var um 25. En hversu nákvæmt það er veit ég ekki, en á meðan vel gengur sé ég enga ástæðu til að breyta :)

Þannig að svarið er 7ph haha
User avatar
snerra
Posts: 136
Joined: 03 Jun 2013, 21:30

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by snerra »

Ein spurning í viðbót hvað er setpoint á ph controlernum hjá þér ? Èg hef verið það stllt 6,86 hjà mér

Sá svarið þegar betur var að gáð hjá þér
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by Santaclaw »

:góður:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by Birkir »

Ph controller lúðar!
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by Gudmundur »

skemmtilegt búr, stílhreint og góð litasamsetning
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Santaclaw
Posts: 59
Joined: 26 Aug 2013, 19:31

Re: 120l Rækjubúrið mitt

Post by Santaclaw »

Heheh já Birkir! Þetta eru orðnar litlar verksmiðjur, svona bioverksmiðjur :)

Og takk fyrir það Guðmundur. Er reyndar að spá í að skipta út bakgrunnsplöntunum yfir í rauðar þegar ég hef tíma og búinn að velja það sem mér langar í :)
Post Reply