Plöntubúr

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Plöntubúr

Post by Sven »

Mér leikur forvitni á að vita hversu margir spjallverjar eru með plöntubúr?
Það væri gaman að fá að heyra hvernig búrin væru útbúin og helstu plöntur.
Er einhver að gefa næringu með EI aðferðinni (Estimated index)
Hvernig lýsingu er verið að nota?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Gamall þráður... hvað með það.

Ég hef verið í nokkrar vikur núna að reka búrið mitt með Estimative Index aðferðinni. Vöxturinn í plöntum er ansi magnaður. Ég þarf í hverri viku að klippa verulega niður gróðurinn. Ég er að vísu með ansi hraðvaxandi plöntur.

Ég hugsa að Limnophila sessiliflora sé að spretta allt að 10cm á viku, eins fáránlegt og það hljómar.

Fyrir þá sem ekki vita gengur Estimative Index (EI) aðferðin út á að gefa næringu í þvílíku magni að plönturnar skorti aldrei neitt. Til að koma í veg fyrir að styrkur efnanna í vatninu byggist upp til langs tíma eru gerð 50% vatnsskipti vikulega.

Ég er með 2x20W T8 lýsingu (Life-glo2 og aqua-glo frá Hagen). Það er ekkert afskaplega mikið en virðist þó sleppa í mínu 125L búri. Um helgina var þó L. sessiliflora búin að vaxa svo mikið að það var nánast myrkvað búrið:)

Ég nota Nutrafin CO2 kerfi sem byggir á gerjun og er svo að nota Tropica Liquid Nutrition fyrir járn og önnur snefilefni og NPK blöndu til að gefa N,P og K :) Ég er að bíða eftir sendingu frá AquariumFertilizer.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að koma plöntuvexti verulega á stað ættu menn að kynna sér þetta.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Brilliant að þetta sé að virka vel hjá þér. Hefurðu nokkuð orðið var við aukinn þörungavöxt hjá þér?
Ég er í smá þörungavandmálum þessa dagana og held að það sé út af of miklu ljósi, er búinn að stytta ljóstímann niður í 9 tíma á dag og slökkva á T8 lýsingunni hjá mér, er þá bara með 3 T5 perur í gangi.
Held að helsta vandamálið hjá mér sé að mig vantar meiri massa af plöntum í búrið, en það er eins og það er, að verða sér út um almennilegar plöntur hérlendis, maður verður víst að lifa við það að þetta er alger míkrómarkaður.

Stephan, hvernig fór það annars hjá þér með þessa plöntupöntun, gekk það?
Það væri náttúrulega alger snilld ef maður gæti fundið vefverslun sem gæti sent plöntur hingað sæmilega hrat þannig að þær lifi ferðina af. Ég er núna að athuga með að panta frá http://www.aquariumgarden.com/index.php
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sven wrote:Brilliant að þetta sé að virka vel hjá þér. Hefurðu nokkuð orðið var við aukinn þörungavöxt hjá þér?
Ég er í smá þörungavandmálum þessa dagana og held að það sé út af of miklu ljósi, er búinn að stytta ljóstímann niður í 9 tíma á dag og slökkva á T8 lýsingunni hjá mér, er þá bara með 3 T5 perur í gangi.
Held að helsta vandamálið hjá mér sé að mig vantar meiri massa af plöntum í búrið, en það er eins og það er, að verða sér út um almennilegar plöntur hérlendis, maður verður víst að lifa við það að þetta er alger míkrómarkaður.

Stephan, hvernig fór það annars hjá þér með þessa plöntupöntun, gekk það?
Það væri náttúrulega alger snilld ef maður gæti fundið vefverslun sem gæti sent plöntur hingað sæmilega hrat þannig að þær lifi ferðina af. Ég er núna að athuga með að panta frá http://www.aquariumgarden.com/index.php
Ef þú pantar, þá er ég til í að vera memm, mig langar í ricciu.


Einnig mæli ég með hrúgu af amano rækjum til að losna við þörunga.. þetta eru algjörar galdraverur, það sem þær eru duglegar að klippa niður jafnvel leiðinlegasta þörung.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Búrið mitt er ekkert laust við þörung. En ég held á heildina hafi hann minnkað frá því áður en ég fór að sinna gróðrinum af alvöru.

Aðal þörungurinn sem er að plaga mig er hárþörungur/brúskþörungur. Mér skilst að hann skýrist oft af sveiflum í CO2. Það getur vel passað. Ókosturinn við Nutrafin kerfið er að CO2 er ekki stabílt. Gerjunin hægir á sér með tímanum og svo skiptir maður um áfyllingu og fær þá meira gas aftur.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég er enn i samband með honum úti til að finna hratt og óðyrt lausn til að senda plöntur
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Læt þig vita Keli hvað kemur út úr þessu, legg samt ekki í að panta rækjurnar, þó að ég sé mjög heitur fyrir að eiga slatta af þeim. Átti einu sinni 3 stykki, og þær voru bókstaflega alltaf að.
Seningin ætti að sleppa vel ef maður getur fengið þetta sent án þess að sendingin þurfi að bíða einhversstaðar yfir helgi, vandinn er bara hvað tollurinn getur alltaf tafið þetta mikið. Ætli það kosti alltaf einhverjar fúlgur að fá sent með UPS? Þeir tollafgreiða fyrir mann, er það annars ekki?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sven wrote:Ætli það kosti alltaf einhverjar fúlgur að fá sent með UPS? Þeir tollafgreiða fyrir mann, er það annars ekki?
Ég pantaði cameru á miðvikudagskvöldið seinasta með UPS.. Hún var komin til mín á föstudagsmorguninn, tollafgreidd og fín. Sendingarkostnaðurinn var $48 og svo taka UPS hérna ~2000kr fyrir tollskýrslugerð.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Finnur
Posts: 12
Joined: 13 Dec 2007, 20:46
Location: Reykjavík

Post by Finnur »

Vantar líka Ricciu ef þið eruð að hugsa um að panta...
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

er komið upp gróðurbúr hjá þér Finnur?
Finnur
Posts: 12
Joined: 13 Dec 2007, 20:46
Location: Reykjavík

Post by Finnur »

Nei, ekki ennþá. Búinn að smíða skáp undir búrið og svona en bíð eftir gróður-möl áður en ég fylli það af vatni.
Post Reply