Fjöldi seiða í hverju goti ?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Fjöldi seiða í hverju goti ?

Post by Toni »

Gott kvöld, ég var að spá... ég hef verið að lesa á netinu að í hvejru goti hjá gubby fiskum geta verið á milli 10 og 50 seiði... og ég skil þetta ekki ég tek kerlingarnar frá og set þær í fæðingarbúrið en aldrei koma nema svona 2-3 seiði... getur ekki verið að hún nái þeim áður en þau fara niður um sigtið ??

er þetta eðlilegt eða hvað haldiði að sé að hjá mér, (fyrsta gotið náði ég 2 seiðum og næsta 3 og í næsta 3)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta fer eftir stærð kerlingarinnar líka. Kerlingin getur líka verið stressuð og sleppt þessum fáu seiðum og svo haldið rest...

Svo geta kerlingarnar líka verið lengi að gjóta, kannski ertu of óþolinmóður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Ég er með sverðdraga og hef sett þá í svona gotbúr. Í fyrstu skildi ég ekkert í því það voru kanski komin 12 seiði en svo klukkutíma seinna voru bara 8 eftir. Þá fór ég að fylgjsat með þeim og sá að seiðin syntu upp um raufar sem eru á hliðunum og mamman naut þess að fá loksins almennilegt fóður. Núna fylli ég alltaf út í þessar raufar með tannstönglum.
Svo geta kerlingarnar líka verið lengi að gjóta, kannski ertu of óþolinmóður
En hversu lengi geta þær verið að gjóta, ertu að tala um klukkutíma eða einhverja daga ?
Last edited by Tappi on 23 Oct 2007, 17:41, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Tappi wrote: hvernig set ég þetta í svona ramma eins og þið eruð að gera þegar verið er að vísa í einhvern annan?
Í hægra horninu á hverju innleggi er hnappur sem heitir tilvitnun eða quote. Þú smellir á hann og hefur þá innan svigans það sem þú vilt láta standa.
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

Ég hef mest fengið um 80 seiði úr einu goti. þá var líka bara allt krögt í fæðingarbúrinu :p
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

:shock: :shock: hvernig fórstu að því ???????
ég fékk EITT og þú 80
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Dýragarðurinn flutti inn einhverjar risagúbbíkerlingar fyrir hálfu ári eða svo og ég fékk aldrei undir 100 seiði undan þeim kerlingum...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

já nákvæmlega :) ég fékk mínar þar, þá :) afkvæmin eru samt ekki að gefa eins mikið, sem betur fer :p
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

oki
en hvað tekur seiði langan tíma að verða kynþroska? :D
eru en til svo stórar kellingar? :wink:
hvernig komust þau fyrir í seiðbúrinu :shock:
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

Talað um á netinu að það taki um 3 mánuði en að minni reynslu er það bara svona 2 mánuðir.

Kellingarnar voru ekkert svo rosalega stórar miðað við aðrar, bara gjöfular.

Það var bara eins og ský í fæðingarbúrinu, fór í vinnuna um morguninn og kom svo heim í hádeginu því að ég var búin að sjá 2 fæðast um morguninn og þá voru bara komin 80 stk!! Svo lét ég aðra í annað fæðingarbúr og hún var mun spenntari en hin að éta seiðin og fjölgaði sínum fljótt í 50 stk.

Er samt eiginlega að fá ógeð af fjölgun núna :p mikil vinna þegar maður fær svona mörg seiði að koma þeim fyrir þegar þau stækka ;)
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

heyrðu ég fékk frábæra humynd villtu ekki bara lána mér hana í svona eitt got :D haha

þá vonangi fengi ég meira einn eitt hihih :D

vantar þér að losna við nokkur hihihi :lol:
hvernig færðu þær til að vera svona duglegar?
superlady
Posts: 12
Joined: 07 Nov 2007, 16:20

Post by superlady »

ég geri ekkert sérstakt susum. Hef þrifið búrið tvisvar síðan ég fékk það (des) en ég skipti samt um mest allt vatnið einu sinni í viku. Reyni líka að hafa ekki alltof marga í búrinu ;)
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

hvað ertu með marga og hvað er búrið þitt stórt?
Post Reply