Í smá vandræðum.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Í smá vandræðum.

Post by guns »

Ég hef áhyggjur af Brichardi fiskunum mínum. Síðustu daga hafa tveir þeirra fiska sem hafa verið hvað fyrirferðamestir í búrinu gefið upp öndina. Þeir hafa hagað sér mjög undarlega, eins og þeir hafi yfirgefið "svæðið sitt" og halda sér nú alveg hinu meginn í búrinu. Þeir héldu sig alveg við yfirborð vatnsins í stað þess að koma sér fyrir í hellum eins og áður. Ég fór yfir margt í búrinu. Lækkaði hitann í vatninu á hitastig sem á að henta þeim betur, hafði verið aðeins hærra út af Malavi síklíðum sem voru með þeim, en allt kom fyrir ekki. Hreinsaði búrið einnig aðeins. Hinir fiskarnir, sem eru Demosoni og einhver önnur mjög svipuð tegund, bara stærri og öðruvísi á litinn hefur hegðað sér eðlilega, nema þeir virðast stundum fara upp að yfirborðinu og reka kjaftinn uppúr, oftar en áður. Getur verið að það vanti orðið súrefni í vatnið eða hvað gæti verið skýringin á þessu? Þetta er fyrsta sikliðu búrið mitt og geri ég mér vel grein fyrir því að ég gæti verið að gera eitthvað vitlaust, þannig endilega treatið mig bara þannig og gefið mér þess vegna alger byrjenda ráð. Allt hjálpar því ég vil ómögulega missa hina tvo Brichardi fiskana.

Góð ráð, vel þegin.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Byrjaðu á að mæla no2 og no3 og ph hjá þér.
Annars er Vargur algjör sérfræðingur í síkliðubúrum, reyndu að blikka hann :wink:
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég er með test til að mæla ph hjá mér og geri það um leið og ég kem heim. Gott væri að fá að vita hvað no2 og no3 er þannig ég geti farið og keypt það sem mig vantar til að mæla það.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta hljómar eins og súrefnisskortur, hvernig dæla er í búrinu ? Það getur verið að dælan sé ekki að dæla af nógum krafti eða sé of neðarlega í búrinu, best er að hafa affalsstútinn á dælunni þannig að yfirborðið gárist, svona þannig að vatnið nái að sullast aðeins. Einnig getur verið gott að bæta við loftdælu í búrið.

Nú mundi ég samt skipta um ca 30% af vatninu til öryggis.
Þú ættir ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur að no2 og no3 ef þú skiptir reglulega út vatni og með þetta fáa fiska. Hvernig er vatnsskiptum háttað hjá þér ?

Hér er mjög góð grein um no2 og no3 eftir hana Vigdísi.
http://www.tritla.is/forum/viewtopic.php?t=8919
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég hef miðað við vatnaskipti vikulega, en fara þó ekki yfir 10daga. Er þá að skipta út.. kannski 15-20% af vatninu. Er það of lítið/sjaldan?

Ég er að nota tunnudælu, en fundist krafturinn vera ekki mikill í henni, en þetta er fyrsta og eina slíka sem ég hef verið með og því ekki viss með það. Hugsa að það gæti verið góð hugmynd að setja loftdælu að auki.

Ég mun mæla ph og skipta um 30% af vatni í búrinu í fyrramálið (vinna langt fram á kvöld í dag). Síðan mun ég á morgun skreppa og kaupa eitt stk loftdælu og stærri hitara, sá sem ég hef notað á að vera fyrir 10-80lítra og því kannski betra að fá sér betri slíkann líka.

Ég þakka kærlega snör og góð svör.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsskiptin hljóma ágætlega.
Hvaða tegund og týpa af tunnudælu er þetta ? Ef hún er hálfkraftlaus getur verið að svamparnir séu hálfstíflaðir af drullu, hvað þrífur þú dæluna oft ?
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Þarna er ég bösted... ég hef ekki verið duglegur við það. En því miður man ég ekki hver týpan var, keypti hana í F&F, átti að vera ágætis dæla. Kíki á hana þegar ég kem heim og set hérna inn hvað hún heitir. Ég fékk vin minn til að hjálpa mér að púsla henni saman, strák sem vann í soldið tíma í F&F, þannig ég hefði haldið að hún ætti að vera ok... en ég kannski er að klúðra því að hafa ekkert þrifið úr henni :S
Post Reply