Dvergsíkliða - furðuleg hegðun

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Dvergsíkliða - furðuleg hegðun

Post by Anna »

Nannacara anomala karlinn er að haga sér meira en lítið furðulega. Hann húkir útí horni, uppundir yfirborðinu og er alveg kolsvartur og með bakuggan sperrtan. Ef kellan finnur hann þá verður hann alveg ljós. Hún sveigir sig og reigir fyrir hann og sýnir svaka flotta liti, en hann bara stirðnar og svo þýtur hann í burtu til að finna annan felustað þar sem hann getur húkt og verið svartur áfram.

Svo lætur hann sig stundum reka eftir botninum og syndir svo upp undir yfirborð þegar hann er kominn í hornið sitt eða kemst uppá rótina (alveg undir yfirborð).

Hann étur mat.

Getur verið að hann vilji ekki kerlinguna? Eða ætli hann sé lasinn? Það er ekkert að sjá á honum lítur bara fínt út, engin sár eða blettir, ekkert þaninn eða andar ekki óeðlilega, bara þessi furðulega hegðun.

Hvað er til ráða?? Þarf ég að fá annan karl?
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Never mind, hann er dauður.

RIP - fyrsti fiskurinn :moping:
User avatar
Benzmann
Posts: 63
Joined: 20 Aug 2007, 22:39
Location: Reykjavik , Iceland

Re: Dvergsíkliða - furðuleg hegðun

Post by Benzmann »

Ef kellan finnur hann þá verður hann alveg ljós.
ræður hann ekki við kellinguna ?

hljómar eins og þegar kellingin lemur karlinn
borðar ísbirni í morgunmat !!!!
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Re: Dvergsíkliða - furðuleg hegðun

Post by Anna »

Benzmann wrote:
Ef kellan finnur hann þá verður hann alveg ljós.
ræður hann ekki við kellinguna ?

hljómar eins og þegar kellingin lemur karlinn
Mig grunar það. Það var ekkert að sjá á fiskinum þegar ég tók hann uppúr - bara dauður :shock:

Allir hinir fiskarnir eru kátir. Núna er reyndar verið að bullya kerlinguna sem er eftir af kribba parinu, þannig að ég er að hugsa um að fara að setja hita á gullfiskabúrið og flytja kerlinguna þangað. Þetta búr virðist ekki vera nógu stórt fyrir 2 dvergsíkliðupör :?
User avatar
Benzmann
Posts: 63
Joined: 20 Aug 2007, 22:39
Location: Reykjavik , Iceland

Post by Benzmann »

hvað er þetta stórt búr sem þú ert með ?
borðar ísbirni í morgunmat !!!!
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Búrið er 160l - með fullt af felustöðum, gróðurinn er aðeins að taka við sér.

Image
Post Reply