400L. Juwel

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

400L. Juwel

Post by Höddi »

Við keyptum okkur stærra búr um daginn og duttum niður á þetta fína 400L. Juwel.
Það var svart og okkur datt í hug að gera eins og við höfðum séð Kristínu F gera með hornbúrið sitt,
þ.e.a.s. líma svona viðaráferð á það. Ég verð að viðurkenna að þegar frúin stakk upp á þessu fyrst
þá hafði ég miklar efasemdir um þetta en þegar við vorum búinn að þessu þá fynnst mér allt annað að sjá búrið.

Svona leit það út áður
Image

Og svona núna
Image

Við ætluðum að setja á skápinn líka en vorum ekki með nóg af efni, ég verð bara að klára það seinna. Set þá inn myndir af því þegar það er búið.

En hvernig lýst ykkur á?
ZX-6RR
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

vá glæsilegt :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lítur mjög vel út á myndinni. Er þetta ekkert mál ?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Nei þetta er ótrúlega auðvelt, bara að skera/klippa efnið niður í rétt mál og svo bara að líma á eins og þú sért með stórann límmiða. Það verður kannski aðeins meira mál að líma á skápinn, en ég mæli alveg með þessu fyrir þá sem vilja breyta aðeins til.
ZX-6RR
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvar fást þessir límmiðar og hvað kostar fermeterinn eða sú eining sem seld er ?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

þetta fæst í Byko breiddinni. Er til með nokkrum mismunandi viðaráferðum, og er bara mjög ódýrt. Konan keypti þetta svo ég er ekki alveg með verðið á hreinu. Held að hún hafi borgað ca. 500kr fyrir örk sem var 50*200cm.
ZX-6RR
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

..ósköp ertu vel giftur Höddi :D
-frúin er greinilega skynsöm kona

Mjög flott hjá þér - fjósið breyttist hreinlega í höll - ha...

Hlynur, Viðarfilman fæst í Byko í Breidd - er inn í enda í búðinni þar sem hilluefni er. Filman er sjálflímandi og meðfærileg .. flugbeittur dúkahnífur er gott verkfæri til að nota ef þarf að snyrta til eftir að filman er límd á ;)
-man ekki verðið, en er frekar ódýr minnir mig.
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

það er alveg magnað hvað þetta gerir mikið fyrir búrið.
þetta er flott og til hamingju með 400 lítrana 8)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er ansi flott hja ykkur.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

takk fyrir það :wink:
ZX-6RR
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

djöfull er þetta töff, þetta myndi smell passa við húsgögnin hjá mér, en ég á nákvæmlega eins búr.

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Flott búr en vinsamlegast byggðu land ofan á búrið hjá þér og hækkaðu vatns magnið í búrinu og þar með gefðu RES-unum þínum sundplássið sem þær eiga skilið, þessi dýr lifa í vötnum og ám sem þær synda mjög mikið!

Bökurnar þínar munu vera mjög hamingjusamar ef þú gefur þeim meira sundpláss :)

Eins og búrið er núna er þetta góð uppskrift á offitu og slæmt heilsufar fyrir þær :( og aðalega mikill missir á búrinu sem þú hefur í höndum :)

Mikið um flottar leiðir til að búa til land á http://www.turtletimes.com/forums/
Kv. Jökull
Dyralif.is
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

ofan á búrið?? þeim fynnst alveg svakalega gaman að klifra, ég yrði nú soldið hræddur um að þær fara að klifra uppúr, ég var nú meira að spá í að fá mér fljótandi land, og hækka vatns magnið þannig, þetta er bara bráðarbirgða uppstilling hjá mér.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Fljótandi land heldur ekki held ég svona 2 fullorðnum res ef ég man rétt eftir minn lestur.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Rétt er það, svona fljótandi lönd duga bara fyrir baby turtles

Ekkert mál að sporna gegn því að þær nái að klifra upp úr landinu, setur bara upp veggi ;)

Hérna er mitt land sem ég var með á 170L búri fyrir 2x 10cm YBS
Image
Svo fljótlega færðar yfir í 600L
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Þetta er ekkert smá föndur hjá þér Squinchy og ekkert smá flott :D
var ekki land í þessu 600L?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Takk :) En jú það er lang, það er ofan á búrinu í miðjunni þar sem ljósið er
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

maður sér rampinn fyrir aftan hægri bökuna til að fara upp á landið :wink:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Já sé núna, hvað varð um Bökurnar? :P
Minn fiskur étur þinn fisk!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ekki að það skipti stórmáli en ég skil ekki af hverju Sindri var að tilkynna eitthvað sérstaklega að hann ætti eins búr og Höddi og setja þráðinn út af sporinu og í skjaldböku umræður sem að mínu mati ættu heima í sér þræði.
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

Akkúrat!
En aftur að aðal málinu... Nú bý ég úti á landi, myndi gjarnan vilja eignast svona viðar litaðan "lím-miða". Hringi ég bara í BYKO og bið um hann, eða heitir þessi vara eitthvað ákveðið?
Hef prófað byko.is en veit eiginlega ekki hvert á að leita þar :? (ef það sé þar yfir höfuð)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hringja í Byko í Breidd og spyrja um sjálflímandi viðarfilmu.
sindrib
Posts: 49
Joined: 30 Apr 2008, 22:03
Location: njarðvík
Contact:

Post by sindrib »

já ég var nú bara að syna stofuna aðallega að svona viðarlitur ætti heima vel í stofuni hjá mér, þar sem öll stofan hjá mér er í þessum litum
Post Reply