***Búrin mín - BRYNJA ***

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Í gær fór ég í bíltúr í Hafnarfjörðinn til Vargs og keypti síkliðupar til viðbótar.. en þó það ætti að drepa mig þá man ég ekki hvað þau heita...
Ég á svo erfitt með að muna öll þessi síkliðunöfn.. Gullfiskurinn ég :)

Hvað heita þau greyjin, Vargur?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Geopagus brasiliens. :)
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Vargur wrote:Geopagus brasiliens. :)
Thanx :knús1:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Jæja... núna í þessu er Convict parið mitt að hrigna.. ég er búin að sitja hugfangin við búrið að horfa á þessi krútt..

Hrognin eru á þannig stað að það er erfitt að ná góðum myndum af þeim en ég er samt búin að reyna og ég set þær bestu inn hérna í kvöld...

núna er spurning um hvort næsti nágranni Convictana, humarmamma sendi sína orma í mission og hreinsi burtu litlu ömmubörnin mín...

þetta kemur allt í ljós..

Pósta myndum í kvöld..
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

er eitthvað sem ég á að gera sérstaklega til að hjálpa þeim? þarf að gefa sérstakt fóður eða eitthvað...

Langar svo að koma upp allavega nokkrum seiðum..

Verð ég að fara varlega með vatnsskipti eða eitthvað..

þið fróða fólk.. endilega segið mér hvað skal gera.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég skipti alltaf um vatn eins og venjulega þó séu hrogn.
Ef þú vilt ná nokkrum upp er betra að setja þau í sér búr því það er mjög líkleglegt að þeir týni tölunni á nokkrum dögum.
Seiðin þurfa ekki sérstakt fóður ef þau eru í aðalbúrinu en í sér búri þarf að mylja fiskafóður smátt eða kaupa sérstakt seiðafóður.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

ok takk Ásta..

Ég... sé kannski hvernig þetta gengur núna og athuga svo með að skella þeim í sér búr í næstu hrygningu..
Gaman væri að koma nokkrum krílum á legg.. :wub:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fyrst þau eru byrjuð að hrygna hjá þér eiga þau eftir að gera það aftur.. og aftur.
Já, sjáðu bara til hvernig tekst til í fyrsta kasti og svo getur þú leikið þér.
Það væri nú gaman að sjá fullt búra af stórum Convict, ég held að flestir séu bara með par eða tvö.
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

Post by Hafrún »

Ég er með 180 L búr fullt af convictum (9 stikki) allir kallarnir orðnir vel stórir með kúlu á hausnum en kellurnar aðeins minni. :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hver eru hlutföllin Hafrún af kk og kvk og eru þeir mikið að slást?
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

Post by Hafrún »

ég er með 4 kalla og 5 kellur, nei þeir eru ekkert að slást, mér finnst þetta mjög skemmtilegir fiskar í hóp.
sá minnsti er ca. 5 - 6 cm
og stærsti ca. 10 cm
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

takk stelpur..

Mig langar ofsalega í búr fyrir parið mitt og kannski eina glersugu..

Hvað myndu þið segja að væri minnsta búr sem hægt væri að hafa þau í?

Gaman væri að hafa þau á eldhúsborðinu :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

60 lítrar duga til einhvers tíma, sérstaklega ef parið er lítið.

100lítrar ættu að duga til frambúðar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

ok.. takk..

Þau eru frekar lítil greyjin.
kallinn kannski 3-4cm og kerlan 4-5cm
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Jæja ég gerðist ljósmóðir um daginn og fylgdist með Convictunum mínum á meðan þau hryngdu..

Ég reyndi eins og ég gat að ná góðum myndum af þessu en það var mjög erfitt...

Hérna er það skársta sem ég náði..

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Er þessi hvíti kk?
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

já hann er pabbinn
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með par sem snýr akkúrat öfugt, þ.e. hvít kvk og kk röndóttur. Svo er ég með annað röndótt par og hef hugsað mér að losa mig við annað parið, get bara ekki ákveðið mig hvort það skal vera.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

mér finnst ofsalega gaman að hafa sitthvoran litinn.. ofsalega skotin í þessum fiskum
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gaman af þessum convictum, ég sakna þess aðeins að vera ekki með convicta, þetta eru svoddan skemmtikraftar þó þeir geti verið þreytandi á köflum vegna þess hve ákveðnir þeir eru.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

já þeir eru alveg meiriháttar...
Þú verður bara að koma og heimsækja þau :wink:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

nokkrar fréttir úr búrinu..

*Annar Nigaraguensis fiskurinn dó á aðfangadag.. hann var ekkert búin að vera veikur eða neitt.. alveg óskiljanlegt!..
Ég verð að sækja nýjan í Hafnarfjörðinn til Vargsins...

*Convictarnir eru búnir að vera að standa í flutningum á ungviðinu.. Við höldum að það sé útaf því að við vorum alltaf að skoða þau með vasaljósi.. og hafa þau ekki þolað þessa forvitni.. en þau völdu sér ekki betri stað.. því að þau eru búin að grafa undir sömu rót á öðrum stað og eru þau að grafa göng sem liggja að Humramömmunni.. ekki beint sniðugur staður.. ætli hún verði ekki bara rekin í burtu..
Spennandi að sjá hvernig þetta fer.

*ég ætla að reyna að ná sem fyrst myndum af humrabörnunum og Convict-börnunum...
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ég er í smá vandræðum með gróðurinn í búrinu.. hann er ekki alveg upp á sitt besta og verða bara myndirnar að tala sínu máli...

bæði langar mig að vita hvað ég get gert til að hafa þetta betra og svo langar mig að vita afhverju kemur þessi þörungur á plönturnar og toppinn á rótunum... :?

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Risa valisnerian er ágæt með það að hún vex hratt og þess vegna þarf maður lítið að hafa áhyggjur af því þó hún skemmist, bara klippa skemmdu blöðin.
Götin og skemmdirnar eru sennilega eftir humrana og jafnvel pleggan.
Brúnþörungirinn sem er farinn að myndast er algengur í ameríkubúrum og getur verið leiðinlegur en plantan vex yfirleitt nógu hratt svo það verður ekki vandamál. Ég held þessu niðri með stórum og örum vatnskiptum og reyni að fóðra hóflega.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Takk takk...
Humrarnir verða ekki lengi í þessu búri.. annaðhvort enda þeir sem fóður eða þeir fara í Hafnarfjörð og bíða þar nýrra eigenda.
Gibbinn fer aldrei úr búrinu á meðan hann lifir, ég verð bara að tala aðeins við hann og segja honum til sindanna.
Ég er búin að minnka gjöfina mikið og við skiptum út vatni ca.50% einu sinni í viku.
Við reynum að fjárfesta í nýjum perum á nýju ári...

Takk takk fyrir þetta Vargur! :knús1:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessi brúnþörungur er ansi hvimleiður og fátt hægt að gera til að losna við hann. Ég held það endi með því að hann komi í flest búr með einum eða öðrum hætti, í misjöfnum mæli þó.
Það sem ég hef gert til að halda honum niðri er að klippa meðfram blöðunum og tek svo steinana annað slagið og nudda þá sem sápulausri stálull.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ásta wrote:Þessi brúnþörungur er ansi hvimleiður og fátt hægt að gera til að losna við hann. Ég held það endi með því að hann komi í flest búr með einum eða öðrum hætti, í misjöfnum mæli þó.
Það sem ég hef gert til að halda honum niðri er að klippa meðfram blöðunum og tek svo steinana annað slagið og nudda þá sem sápulausri stálull.
Sniðugt þetta með stálullina... þarf að ná mér í svoleiðis.
getur maður ekki strokið þetta af blöðunum með fingrunum? er þetta alveg pikkfast? prufa það í næsta sulli.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já þessi þörungur er hundleiðinlegur!
þetta er viðráðanlegra á vallisnerunni því það er svo lítið mál að klippa af henni en leiðinlegt þegar þetta kemur á hægvaxta plöntur einsog anubias, það virkar nánast ekkert að reyna að nudda það af, a.m.k. ekki í mínu tilfelli.
Svo fer þetta að setjast á ræturnar og veldur almennum leiðindum :P
-Andri
695-4495

Image
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

eruð þið að tala um þennann þörung???

Image

Ef svo er þá átti ég einusinni fiska sem hámuðu þennann í sig með bestu list, verst að þeir geta ekki verið með hvaða fiskum sem er

Balloon molly
Image
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ja Stebbi, það er þessi þörungur.

Það gengur ekki að nudda hann af, hann virðist alveg pikkfastur.
Ég hef heyrt að það sé einna helst SAE sem etur hann. Hef ekki heyrt áður um þennan molly.
Post Reply