Fóðrun - hvernig gerið þið?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Fóðrun - hvernig gerið þið?

Post by Birkir »

Sæl. Væri til í að heyra hvernig þið berið ykkur að. Fólk er misjafnt og sama má segja um fóðrunaraðferðir þeirra.

Væri gaman að sjá lýsingar hjá ykkur. Ég er ekki með þetta niðurnjörfaðþví að flestir fiska minna eru mjög ungir enn sem koið er.
Hjó samt eftir því í dag að það væri betra að gefa þeim tvisvar í einu í staðn fyrir að gefa eina gommu í einu þar sem að mikið af matnum endar beint á botninu. Frekar gefa minna í fyrra skiptið. Láta þá klára. Gefa svo strax aftur jafn mikið og láta klára.

Ég geri þetta tvisvar á dag. Ætti ég að gera þetta oftar?

Spurning: sumar síkliður hjá mér eru það ungar að mér sýnast þær ekki eiga jafn mikinn möguleika á að éta sig saddar og þær stærri. Get ég gert eitthvað í þessu annað en að setja þær í annað búr?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég gef frekar oftar og minna, gef 2-4 sinnum á dag og vil helst ekki sjá neitt fóður lenda á botninum.
Þegar þær stóru eru komnar með fullan kjaft eiga þær litlu möguleika á restinni, það er því ágætt að gefa smá slummu í búrið og svo aðeins meira 1-2 mínútum síðar.
.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég gef bara 1x á dag, tek slummu og skutla í búrið.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hugsa að ég muni gefa þeim svona 2svar á dag með þessi móti.

Fann hamborgara í frystinum. Eru þeir nógu pure til að gefa fiskunum?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það hljóta að vera einhver rotvarnarefni og allskonar drullumix í hammaranum.
Er ekki innihaldslýsing á umbúðunum?
Oft er líka svo rosalega mikil fita í þessu kjöti, það gæti verið varhugavert fyrir einhverja fiska.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Í ruslið með þetta helvíti. Takk elskan.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Birkir wrote:Hugsa að ég muni gefa þeim svona 2svar á dag með þessi móti.

Fann hamborgara í frystinum. Eru þeir nógu pure til að gefa fiskunum?
nei alveg bannað að gefa hamborgara alltof mikil fita í þeim. . fiskarnir geta ekki melt dýrafitu svo auðveldlega . ekkert feitara en hjörtu takk. sliplips gæti átt eitthvað handa þér. svo er til í betri bónus verslunum lambahjörtu frosin td. í bónus lóuhólum..:) .. .. en mæli samt frekar með nautshjörtum
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

JÁ, ég á nokkur nautshjörtu í frystinum sem ég skal gefa þér litli kútur.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

gef ca 10 x í viku en læt þá samt fasta í einn dag í hverri viku. . .

eftir vatnaskipti gef ég minna og eyk síðan við skammtinn þegar styttist í næstu vatnaskipti .. og fóðrið verður þyngra (meira prótein).. grænmeti og ávexti fyrri part viku og svo rækjur - kjöt - blóðorma - fisk seinni part. fjölbreytileiki er hollur fyrir þá líkt og okkur ..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

nei alveg bannað að gefa hamborgara alltof mikil fita í þeim. .
...er ekki bara málið að henda borgaranum á George "I like money" Forman grillið ? :lol:
og ávexti fyrri part viku
Hvaða ávexti gefur þú Nebbs?
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég gefur 1-2 sinum á dag , þá bara svo mikið það þau klára mest áður það sigur niður.
Enn ég er með smá vandræði, Moenkhausia sanctaefilomenae þau er svo graðugar , á meðan hinnar eru borða eðlilega þá er þau gjörsamlega hamast í þíg og stækja (fitna) lika svoleiðis. Erfitt að halda þeim frá foðrum :D
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

bara það sem er til hverju sinni . klementínur í des. melónur - appelsinur - kiwi -vínber- bláber. það er alltaf einhver sem lætur sig hafa það að smakka. .
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

nebbi wrote:bara það sem er til hverju sinni . klementínur í des. melónur - appelsinur - kiwi -vínber- bláber. það er alltaf einhver sem lætur sig hafa það að smakka. .
hvernig undirbýrðu máltíðina? maukarðu þetta, skerð í bita :?: ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

og er eitthvað sérstakt sem þeir eru xtra hrifnir af ?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

sker bara í bita. . . stundum vilja þeir ekki sjá svona mat og svo næstu viku þá alveg ólmir . .fara létt með eina klementínu ..

klementínur og appelsínur ganga best í fjöldan.. rúsínur og vínber virka litið . .

hef reyndar lítið gefið þeim af ávöxtum í des. .
bara grænfóður einsog spirulina og koi mat. . .og auðvitað rækjur og venjulegar síkliðu pillur. .
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég fór beint í það að rífa utan af einni mandarínu og fleygði í smá búrið hjá Óskurunum, þeir voru nú ekkert spenntir en gerðu samt nokkrar tilraunir, prófaði þá að setja bút hjá malawi fiskunum og þar voru viðtökur öllu betri, þeir hreinlega slitu mandarínuna í sig.
Við Skotta (páfagaukur) skiptum svo með okkur restinni.
mundivalur
Posts: 58
Joined: 20 Sep 2006, 17:06

Post by mundivalur »

Hafið þið prufað að gefa spagetti það er frábært að sjá það,allavegna með Conv. og skalla prufið það!!!
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Jack Dempsey voru grimmastir í mandarínurnar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Menn er alveg að ganga af göflunum í fóður nýungum, hvað verður það næst rjómaterta, kaffi og konfekt. :wink:
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Vargur wrote:Menn er alveg að ganga af göflunum í fóður nýungum, hvað verður það næst rjómaterta, kaffi og konfekt. :wink:
hehe
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég er að spá í jalapeníó og eggaldin..
Post Reply