Hringormavesen, hjálp?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Petrún
Posts: 71
Joined: 14 Dec 2006, 10:58
Location: Mosó
Contact:

Hringormavesen, hjálp?

Post by Petrún »

Jæja. Ég leita hérna ráða frá ykkur út af hringormum (Nematoda) sem eru að skjóta upp kollinum af og til í fiskabúrinu hjá mér síðastliðið ár. Þeir hafa drepið hjá mér tvo fiska hingað til.
Núna eru allavegana tveir sýktir fiskar, kannski bara einn, kannski eru þeir allir sýktir en ekki sýnilega. Stóri svarti skalinn minn hefur verið með þetta í hálft ár, reyndar sé ég ormana ekki núna, en ég sá þá vel hérna fyrr í vetur. Núna sé ég að gúbbí kerlan mín er með þessa orma og lítur hún alls ekki vel út. Hún er grindhoruð og stökkbólgin á afturendanum út af ormunum sem stingast þar út úr henni.
Fiskarnir borða vel þrátt fyrir ormana, allavegana skalinn, gúbbí kerlan borðar ekki eins vel. Ég hef ekki mikla trú á að hún muni lifa lengi í viðbót, en hver veit, ég hélt skalinn svarti myndi deyja, en hér er hann enn.

Hér er gömul mynd af skölunum mínum tveim þegar þeir voru með hringormana (marmarinn drapst út af þeim)
Image

Hefur einhver lent í því að þurfa að takast á við þessu vandamáli hér áður? Þetta er ekki algengt hér á íslandi svo ég viti, en ég veit ekki alveg hvar ég geti hafa fengið þetta.
Veit einhver um gott lyf eða eitthvað við hringormum, eða þarf ég bara að slátra öllu hjá mér og sótthreinsa búrið?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hef ekki hundsvit á þessu en hefur þó prófað að hringja í dýralækni? Ég held líka að ég eigi einhverja linka á dýralyf og við hverju þeir virka, það er kannski hægt að finna einhverja lausn þar.
Skjalið er reyndar í vinnutölvunni minni og þangað fer ég ekki fyrr en eftir áramót.
Skal reyna að muna eftir að finna þetta, þú ýtir kannski við mér ef ekkert skeður hjá mér
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

talaðu við tjörva hann á lyf við þessu . . og ef ekki þá minnir mig að hann heiti gísli gaurinn sem kann ráð við þessu og vinnur uppi á keldum.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Petrún, varstu búin að fá eitthvað við þessu?
Petrún
Posts: 71
Joined: 14 Dec 2006, 10:58
Location: Mosó
Contact:

Post by Petrún »

Ég leitaði aðeins á netinu og fann að lyf sem heitir Metrodinazole á að vera gott að nota við þessu, fékk þannig hjá Tjörva og byrjuð að setja það í búrið og með matnum.
Gúbby kerlan er annars dauð, hef ekki séð ormana í neinum af hinum fiskunum nýlega.
Post Reply