1/2 tonn

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Magnaðar frontur! Kannski spurning um að fá eina heildarmynd?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

acoustic wrote:magnað rosalega flott. hvað eru frontosurnr orðnar margar ?
Ég held þær séu 12 talsins, gætu verið 13.

Svo skal ég keli smella af einni heildarmynd
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Gégjað flott :D, eru þetta allt 6 randa frontosur ?, hvar ertu að fá þínar og hvað hafa þær verið að kosta ? ef ég mætti forvitnast :lol: , langar svo í félagskap fyrir mína sem ég fékk í dag :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hér er mynd en mér gengur nú ekki og vel að ná góðri heildarmynd, ljósið í búrinu er auðvitað algjör skömm.
Ætti ég að prófa flass, á SPEEDLITE 430 EX við Canon?
Image

Squinchy, ég hef fengið þessar frontur hér og þar. Þá fyrstu fékk ég hjá Guðjóni í skiptum fyrir eitthvað, svo keypti ég nokkrar litlar í fiskabur.is og aftur seinna 2 stórar. Þá keypti ég 7 í dag af Gilmore og borgaði 15.000.- fyrir þær sem voru mjög góð kaup, fallegir og stórir fiskar.
Ég held að það sé til ein fronta í Hafnarfirðinum, kostar sennilega ekki mjög mikið, kannski rúmlega þúsundkall.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að það sé til ein fronta í Hafnarfirðinum, kostar sennilega ekki mjög mikið, kannski rúmlega þúsundkall
What ?! 1000 kall, sénsinn ! :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ó :oops: nei, ég veit ekkert hvað hún kostar enda er hún orðin talsvert stór. Best fyrir þig að hringja þangað á morgun og kanna málið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei :) kíki á það þegar ég fer í fiskabúr.is á morgun :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Gullfallegir fiskar!

Þú ert líklega með amk 2 afbrigði þarna, blue zaire (líklega) og svo eitthvað annað...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er ekki ólíklegt að þetta sé blandað, þetta kemur úr sitthvorri áttinni.
Ég er ekki alveg nógu klár að segja til um hvaðan þær koma en tel mig sjá mun á sumum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Þetta er allt Burundi afbrigði, en það er það sem er til sölu í flestum búðum hérna og er lang algengasta tegundin og sú "ódýrasta". Flest önnur afbrigði eru miklu dýrari og eru oftast sérpöntuð. Blue Zaire kostar hátt í 20.000 kall stk í minnstu stærð. Dýraríkið var einhverntíman með Mbimwe afbrigði og stk kostaði hjá þeim 8000 kall í minnstu stærð.

Samt er ein af þessum Frontum sem þú fékks hjá mér sem stendur útúr hvað varðar fegurð, gæti verið að það sé einhver spes tegund, en samt keypti ég hana nú sem common Frontu. En það sem einkennir Burundi er a ein svarta röndin liggur þvert yfir augun, en flest önnur afbrigði er eins og fiskurinn sé með grímu yfir andlitinu. Og svo er Burundi með laaang stæsta hnúðinn á höfðinu.

Hérna er mjög góð síða sem fjallar um allar tegundir af Frontosum.

http://www.cyphos.com

Persónulega finnst mér Burundi ekkert síðri en dýrari tegundirnar, en ef maður les spjallþræðina þá finnst manni eins og það sé litið niður á þá tegund. En þetta er svo sem allt sami fiskurinn bara mismunandi hvaðan þeir koma úr Tanganyka vatni. Sumar tegundirnar eru sjaldgæfari og erfitt að sækja þær og verðlagningin er sjálfsagt eftir því.

En sama hvernig þetta er allt saman, þá er búrið alveg glæsilegt hjá þér Ásta og til hamingju með þetta, ekkert flottara en stór hópur af Frontum í búri. Á ekki annars að fá sér risa búr undir þær í framtíðinni þegar þær fara að stækka?? :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, sama hvaðan þær koma þá eru þær þrælflottar.
Ég er búin að adda þessari síðu á listann hjá mér svo skoða ég þegar ég fæ frí frá uppvaskinu.

Ég var aldeilis ekki farin að velta fyrir mér stærra búri, en þegar þú segir það Gilmore líst mér vel á. Þarf bara að sannfæra karlinn (sem er ekki erfitt þegar maður setur upp puppy facið.. hehh)

Mér finnst þær ekki taka vel í fisk, reyndi stundum áður en fjölgaði í hópnum og reyndi aftur áðan en lítil fagnaðarlæti.
Ætla að prófa að gefa orma, hef gefið blóðorma og virkað fínt. Annað sem ég hef ekki framkvæmt ennþá en ég er alltaf á leið niður í fjöru að tíma marflær, hefur einhver prófað að gefa þær?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég átti 10 blue zaire (fékk pínu afslátt ;)) fyrir um 7 árum en þær voru frekar leiðinlegar. Mjög fælnir fiskar, jafnvel eftir 2 ár í búrinu, en vá hvað blái liturinn er BLÁR

Mpimbwe þykja ansi nálægt blue zaire í bláa litnum, og þykja næstum jafn gæfar og óskarar... Skemmtilegustu frontosurnar vilja einhverjir meina - ég hef ekki verið með slíkar.


Ég hef ekki hugmynd um hvernig maður þekkir afbrigðin í sundir nema sum hafa 6 og aðrar 7 rendur, og eru misbláar og aðeins mismunandi í laginu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég á einhverja bók þar sem eru myndir og sést glögglega munur.
Þarf að finna bókina og skoða betur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Munurinn sést nefnilega helst á myndum og í bókum en þegar maður er kominn með frontuna í búrið er oft erfitt að greina týpuna.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Svo má ekki gleyma að maður er ekki endilega með neitt sérstakt afbrigði þar sem þau fjölga sér alveg í kross ef þau fá tækifæri til þess.. Gæti alveg verið einhver blendingur og maður er engu vísari :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er nú líka málið.
Maður fær engin ættbókarvottorð með fiskunum eins og þeir sem eru að kaupa sér rakka fá.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég held ég verði að fá mér Frontu, þær eru svo hjálmfagrar!
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég hef ekki prófað marflær, en þær tóku alveg rækju hjá mér. Ýsu eða þorsk vildu þær hinsvegar ekki.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það hafa verið smá læti í búrinu, bara svona stráka eitthvað... allir vilja þeir ráða en eiga eftir að koma sér saman um það.
Ég hef ansi gaman af því að fylgjast með þeim opna á sér ginin og læsa saman kjöftunum, er alltaf að reyna að ná góðum myndum en frekar erfitt.
Spurning um að fara að pússa rykið af einhverju sem heitir þolinmæði.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Image
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

úúú herra fýluz :D en hann er samt mjög flottur! :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Maður hefur séð þá glaðlegri
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Var á ferð um landið og kippti með mér rekaðviðarbút sem ég ætla að setja í búrið, á ég að láta hann liggja í vatni eða bara dúndra honum í?
Hann lá í fjöru og ekki neina mengun að sjá.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er góður siður að skola allt með heitu vatni.
Hvernig ætlar þú að sökkva honum, á hann kannski bara að fljóta í búrinu ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Góður punktur, ég hafði ekki hugsað útí það. Ég verð líklegast að festa drumbinn við grjót.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

sumir hafa líka notað rústfría plötu borað gat og skrúfað rótina fasta í plötuna og sökt henni síðan í sandinn og þá ætti drumburinn að vera til friðs
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hugsa að það gæti verið smekklegra að bora, það yrði líklegast leiðinlegt að sjá spotta um lurkinn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nú er í deiglunni að smíða lok, ég get lítið sagt frá því ennþá þar sem ég "læt" karlinn smíða það fyrir mig.
Ég er alveg að verða vitlaus á þessum glerplötum ofan á búrinu fyrir utan hvað það ryðgar þegar rakinn safnast á milli glers og rammans.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er lítið um að vera í mínum búrum þessa dagana, ég er almennt sátt við fiskana og hygg ekki á breytingar á næstunni (nema smíða lok).
Þarf að taka mig á við vatnsskiptin :oops: og dæluhreinsun :oops:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Var að flakka um á netinu og sá það að þessir Calvus er víst mjög lúmskir í því að stela eggjum frá frontosum, myndi hafa það í huga ef það byrja að koma egg hjá þér ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply