Botn-ryksugur (ekki fiskar)

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Botn-ryksugur (ekki fiskar)

Post by Fanginn »

Sæl

Einshversstaðar las ég hér, en man ekki hvar, ráð um það hvernig maður getur gert heimatilbúna ryksugu. Getur einhver miðlað þeim ráðum sem kann.

Gruna þar að flaska,teip og slöngubútur komi við sögu, en er einhver sérstök aðferð?

Með fyrirfram þökk,
kærar kveðjur.
jæajæa
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

skerðu botninn af flöskunni, teipaðu slönguna við flöskuhálsinn og þú ert ready!
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

ég er kannski voða blondy en ég skil ekki alveg hvernig það virkar... :oops:
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Akkurat það sem mér datt í hug ;) En oft eru hlutir sem virka einfaldir aðeins flóknari, en þá greinilega ekki í þessu tilviki ;)

Takk fyrir.
jæajæa
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Hanna:

Þá seturu flöskuna við botninn í búrinu og byrjar að sjúga eins og þegar þú ert að skipta um vatn, og drullan á botninum er léttari en steinarnir þannig að drullan fer en steinarnir verða eftir.
jæajæa
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

já ok... þá veit ég það :P
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

það þarf ekki endilega að sjúga slönguna, það má líka "rúnka" flöskunni upp og niður að og frá botninum þar til að vatnið byrjar að sogast ofaní niðurfall/fötu. Sá endi sem óhreina vatnið á að koma úr þarf að vera neðar en sá sem er ofan í búrinu svo þetta virki betur (vonandi skilurðu þessa lýsingu :)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

og já, fiskabúrs vatn er ekki sérlega geðslegt, ógeð að fá þetta upp í sig, svo er það er notað sog aðferðina skal passa sig á að vera nógu fljót að hætta sogi og setja ofan í niðurfall/fötu :wink:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það eru bara aular sem fá vatnið upp í sig.
Anars er ekkert að því að fá sér smá sopa, mér finnst vatnið úr búrunum mínum ekkert vont. :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Sammála Vargi það er ekkert slæmt enda bara vatn :)
ok það eru fiskar í vatninu líka :P
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Til hvers í ósköpunum að sjúga. Þyngdarlögmálið dugar ágætlega.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Það er líka mjög auðvelt að sjúga 2svar eða 3svar ;)
jæajæa
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Hrafnkell wrote:Til hvers í ósköpunum að sjúga. Þyngdarlögmálið dugar ágætlega.
Úú ég verð að prófa þetta næst :D finnst sjúgudæmið ekkert svo girnilegt ef að maður svo óheppilega fær eitthvað upp í sig :P Finnst fiskakúkur ekkert svo girnilegur :P

Vissi ekki að maður gæti bara gert þetta, svona ef að þetta virkar í alvörunni :P
200L Green terror búr
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

þetta virka var að skipta um vatn áðann þetta er svo miklu betra en að sjúga eða rúnku aðferðin hans Piranhaa verður bara að setja endann ofan í vatnið áður en það fer loft í slönguna annars virkar þetta ekki;)
Minn fiskur étur þinn fisk!
Post Reply