Síkliðu spurningar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Síkliðu spurningar

Post by Jakob »

Hæ öll,
Var að spá, hvað kem ég mörgum 20-30 cm Frontosa Burundi í 400l?
Er með Brikka par, hvernig sé ég kynjamun?
Hvað verða Brikkarnir stórir?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ég er með núna 8 frontur í 400 ltr og það er allt of mikið en gæti trúað að 1 karl og 3 kerlur mundu sleppa en búrið samt lítið fyrir þessa fiska
bricki er vonlaus í kyngreiningu en þeir eru svona 8-10 cm
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með 13 frontur í 500 og það mætti ekki vera einni meira, þyrfti helst að vera aðeins minna svo ég myndi segja svona 6-8 stk.

Brikkarnir verða um 12 cm.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Due to its size C. frontosa needs a relatively large aquarium, however, it behaves relatively sedately and is tolerant of both con- and heterospecifics. A trio of 1 male and 3 or 4 females could be adequately housed in a 200-400 litre.

Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/Cyphotilapia_frontosa
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eru brikka karlarnir ekki aðeins stærri en kerlurnar og fá smá misfellu á ennið með aldrinum?
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Brikka hængarnir eru stærri en hrygnurnar auk þess sem aftasti parturinn á bakugganum er lengri, þ.e. teygir sig nær sporðinum. Besta leiðin til að kyngreina hrygnandi par er samt atferlið. Hrygnan er á svæðinu sem hún hrygndi á en hængurinn vaktar svæðið um kring.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Takk fyrir,
Ég sé að 1 Brichardi (sá stærri) er með meiri hnúð á enninu, lengri ugga.
S.s. kallinn :D Þau höfðu hrygnt nokkru sinnum í búðinni sagðio afgreiðslukonan í Trítlu (Vigdís hér á spjallinu).
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hef hvergi lesið þetta með brikkana, finnst þetta bara á mínum fiskum og varðandi stærðina fletti ég upp í bók, er reyndar búin að fletta í 3 bókum núna og það er talað um 10 og 12 cm.

Það eru heldur engin geimvísindi með það sem ég sagði um fronturnar, var að miða við magnið hjá mér og reyna að slumpa niður.
Post Reply