Mjög rangar upplýsingar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Mjög rangar upplýsingar

Post by Jakob »

Íslenskt heiti:Hvítbletta lýrusporðs pleggi
Enskt heiti: White spotted lyre tail pleco
Latneskt heiti: Acanthicus adonis Tegund:
L-Ryksugur
Búrstærð:
300 lítrar
Stærð:
30cm.
pH:
6.0-7.0
Vatnshiti:
23-27°C

Þessi fallegi pleggi kemur frá Suður Ameríku og finnst allstaðar á Amazon vatnasvæðinu. Þessi pleggi getur verið aðeins aggressívur gegn öðrum pleggum af sinni tegund og því skal fylgjast vel með honum þegar hann er settur í búr með öðrum plegga.
Adonis 30 cm max. Hann verður metri :lol:

Endilega ef að fólk að pósta ef að þið finnið einhverjar kolrangar uppl. :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Eða kanski leita fólk bara á fleiri en einum stað og sér það sjálft að eitthvað er ekki rétt og gerir þá ítarlegri leit ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Re: Mjög rangar upplýsingar

Post by Birgir Örn »

Síkliðan wrote:
Íslenskt heiti:Hvítbletta lýrusporðs pleggi
Enskt heiti: White spotted lyre tail pleco
Latneskt heiti: Acanthicus adonis Tegund:
L-Ryksugur
Búrstærð:
300 lítrar
Stærð:
30cm.
pH:
6.0-7.0
Vatnshiti:
23-27°C

Þessi fallegi pleggi kemur frá Suður Ameríku og finnst allstaðar á Amazon vatnasvæðinu. Þessi pleggi getur verið aðeins aggressívur gegn öðrum pleggum af sinni tegund og því skal fylgjast vel með honum þegar hann er settur í búr með öðrum plegga.
Adonis 30 cm max. Hann verður metri :lol:

Endilega ef að fólk að pósta ef að þið finnið einhverjar kolrangar uppl. :D
ha?
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvaðan hefur þú þessar uppl. að hann verði metri að lengd?
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Á planetcatfish stendur að hann verður 100cm sem er víst mesta þekkta særð en þessir fiskar verða oftast um 60cm.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég get ekki ímyndað mér að þessi fiskur verði stærri en 30 cm í hefðbundnu fiskabúri.
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

gúgglaði hann aðeins harðar og það stendur sumstaðar 28-30cm í stærð.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Í þeim bókum sem ég á er talað um 25 - 30 cm.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er eitt sem er nokkuð slæmt með internetið að þar getur hver sem er sett inn hvað sem er og því ekki alltaf hægt að treysta á áreiðanleika upplýsinganna.
Fræðibækur eru hinsvegar oftast skrifaðar af fagmönnum eða reynsluboltum og því líklegra að upplýsingarnar séu nær raunveruleikanum.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vargur wrote:Það er eitt sem er nokkuð slæmt með internetið að þar getur hver sem er sett inn hvað sem er og því ekki alltaf hægt að treysta á áreiðanleika upplýsinganna.
Fræðibækur eru hinsvegar oftast skrifaðar af fagmönnum eða reynsluboltum og því líklegra að upplýsingarnar séu nær raunveruleikanum.
Akkúrat! Þess vegna er ég nánast hætt að lesa mér til fróðleiks á netinu því margt af þessu er þvílíkt bull.
Þegar maður les á netinu og það á fiskaspjalli (ekki þessu), að það sé fínt að gefa fiskunum franskar kartöflur þá er ekki allt alveg í lagi.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Það er ekkert nýtt að fólk trúi því frekar sem það sér skrifað.
Mér dettur hug rit sem heitir Lifandi vísindi, ekki það að ég sé að segja að það sé eitthvað bull sem í því stendur, en nafnið vísindi gæti gefið fólki þá hugmynd að þetta væri vísindarit og því væri óhætt að trúa því sem þar stendur. Því fer víðs fjarri að þetta sé vísindarit.
Það er líka hægt að segja um vísindarit, þau eru ekki hinn eini rétti sannleikur, enda held ég að þau gefi sig ekki út fyrir það, heldur það að þau birta niðurstöður, sem einhverjir hafa komist að með endurteknum tilraunum bendi til einhverrar niðurstöðu. Sú niðurstaða getur hæglega breyst í framtíðinni.
Farið varlega í trúnni :wink:
Post Reply