Page 1 of 1

monster val í 400 lítra búr

Posted: 31 May 2008, 15:45
by rambo
Þar sem ég er kominn með brennandi áhuga á svona ljótum-fallegum fiskum sem verða frekar stórir hef ég ákveðið að spyrja ykkur sérfræðingana um hvaða fiskar hentar í þetta búr er reyndar eiginlega búin að ákveða að hafa senegalus í búrinu og örugglega knife fish en ég er að leita að tankmates sem ganga með þeim til frambúðar.
Ef það skiptir einhverju máli þá er búrið 150x50x50

Fyrirfram þakkir Jón

Posted: 31 May 2008, 15:52
by Vargur
Til frambúðar er svolítið afstætt hugtak með monsterfiska og þetta búr.
Senegalus er fínn og í einhvern tíma hnífafiskar eins og clown knife og black ghost.
Mér dettur í fljótu bragði ekkert annað í hug sem ég get ráðlagt með góðri samvisku. :)

Posted: 31 May 2008, 16:15
by rambo
já prufa þetta eftir sumar, en hvað eru svona fiskar að éta ?
Eru þessir fiskar mjög active á daginn(eins og myndi ég eitthvað geta séð þá á daginn eða væru þeir bara í felum og koma svo bara út um nótt ??)
Er senegalus actívur á daginn?
gæti alveg hugsað mér að hafa allnokkra þannig finnst þeir svo fallegir...

Posted: 31 May 2008, 17:08
by Vargur
Þessir fiskar éta bara venjulegt fóður sem sekkur, rækju- og fiskbita osf.
Flestir þessir hefðbundnu monster fiskar eru felugjarnir en það er hægt að gera ýmislegt til að gera þá sýnilegri, td. fækka felustöðum, hafa ekki mikla lýsingu og gefa minna þannig þeir séu meira á ferðinni.
Eytt af því sem er skemmtilegt við mörg monsterin er hvað þau sjást sjaldan, þá er svo gaman þegar maður sér þau. :wink:

Posted: 01 Jun 2008, 21:28
by Jakob
Mundi mæla með hnífum eins og Vargur segir en ekki Clown Knife til frambúðar, getur náð 50cm í búrum :)
Mundi fá mér Senegalus, mín 20cm kvk er mjög aktív á daginn en minni senegalusinn minn var ekki mjög aktívur en er alltaf að koma meira og meira fram :)

Lima Shovelnose, stækkar ekki hratt, skal láta þig fá 1x 25cm á 2000kr. :roll:

Walking Catfish en það er MJÖG erfitt að losna við hann, hann getur samt verið í búrinu til framtíðar.

Stonefish, étur samt allt sem að kemst uppí hann, verður ekki mjög stór en einstaklega ljótur, sá einn í dýraríkinu móti IKEA um daginn, getur örugglega pantað :wink:

Posted: 01 Jun 2008, 22:24
by Eyjó
Síkliðan wrote:Lima Shovelnose, stækkar ekki hratt, skal láta þig fá 1x 25cm á 2000kr. :roll:
er ekki málið að gefa hann áfram. Hann er nú eineigður og þar með verðlaus

Posted: 01 Jun 2008, 22:25
by Jakob
Hehe jú, gefins, Lima Shovelnose!
Á vargurinn ekki að reyna Shovelnose aftur :lol: