Page 1 of 1

Vargur@MonsterFishKeepers

Posted: 31 Jan 2007, 16:05
by Vargur
Ég setti inn nokkrar myndir á Monsterfishkeepers.com sem er ein af mínum uppáhalds erlendu fiskaspjallsíðum og fékk aldeilis frábærar viðtökur, á innan við sólarhring eru um 200 búnir að skoða þráðinn og fullt af góðum kommentum. Það er svaka gaman að fá svona gott feedback frá öllum monstergaurunum.
Hér má sjá þráðinn.
http://www.monsterfishkeepers.com/forum ... hp?t=53677

Posted: 31 Jan 2007, 16:18
by Mr. Skúli
mér langar svoo í eitthvað monster!!.. :roll:
Hlynur, hefurðu einhvern grun um hvenar skóflunebbi kemur aftur?..

Posted: 31 Jan 2007, 16:21
by Gudjon
Þú veist að shovelnose verður metri á lengd
gaman að sjá hvað þeir taka vel í þetta hjá þér, ég var að skrá mig

Posted: 31 Jan 2007, 16:26
by Mr. Skúli
já ég veit það..;)

Posted: 31 Jan 2007, 16:26
by Vargur
Skúli á búr sem er 120 cm, þannig hann passar ofan í. :D
...annars þurfa menn ekkert að hafa áhyggjur af því að fiskarnir verði stórir, þá er bara að fá sér stærra búr. :wink:

En ég veit ekki hvenær við fáum shovelnose aftur, hann getur þó vel dottið inn einhverntímann.

Posted: 31 Jan 2007, 16:44
by Gudjon
Ertu kominn með nýtt búr Skúli??
mig minnir að þú hafir bara verið með 60 lítra búr um daginn

Posted: 31 Jan 2007, 16:46
by Ásta
Ekki slæm ummæli sem þú færð þarna félagi.
Enda flottir fiskar og vel teknar myndir.

Posted: 31 Jan 2007, 17:00
by Mr. Skúli
já ég er kominn með eitt 300l juwel.. er búinn að vera liggur við meira uppí fiskabúr.is heldur en Hlynur núna síðustu viku :lol:

ég var nefnilega að flytja í bæinn og er ekki kominn með netið þar sem ég bý núna þannig að ég hef ekki gteað póstað myndum af því..:/ en það er allt ready í því og ég sæki litla búrið í grindavík um helgina og færi á milli alla nema þetta gula leiðindar skrípi..:/

b.t.w. Hlynur.. get ég sett hana uppí óskar hjá þér og borgað svo mismuninn?.. :lol:

en já.. ég fer að koma með myndir :wink: