Að leysa CO2 upp í vatni

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Að leysa CO2 upp í vatni

Post by Hrafnkell »

Allir sem reyna að ná gróðri fallegum í fiskabúrum vita hve gott er að bæta koltvísýringi (CO2) í vatnið. Margir fara þá leið að "brugga", þ.e. láta gerjun í lokuðu íláti framleiða koltvísýring. Þetta er t.d. það sem er gert í "Nutrafin" kerfinu.

En eitt er að framleiða koltvísýring. Hitt er að leysa hann vel upp í vatninu.

Mér datt í hug í litlu búri hjá mér með lítilli dælu að einfaldlega bora gat á haldarann fyrir svampinn og stinga loftslöngu þar inní. Hinn endi slöngunnar er svo í tappanum á 1/2 L gosflösku þar sem gerjun fer fram í. Loftbólurnar lenda með þessu móti í spöðunum í dælunni og "höggvast í spað". Mér sýnist þetta leysa koltvísýringin mjög vel upp.

Gróðurinn tók þessu mjög vel amk :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

margir sem eru með tunnudælur láta kolsýruna bara í inntakið oní búrinu, virkar mjög fínt svo lengi sem maður er ekki að dæla inn mikilli kolsýru.
Post Reply