Ancistrur að hrygna?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Ancistrur að hrygna?

Post by Karen »

Ég er með tvær ancistrur í búrinu mínu (einn KK og ein KvK)
og mér dettur í hug að þær séu að hrygna í kuðunginn sem er í búrinu.
Ég sé þær sjaldan og ef ég sé þær þá koma þær eða fara undir kuðunginn.
Ætti ég að prufa að kíkja eða á ég að láta þær í friði?
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Láttu þær í friði,þær sjá bara um þetta :)
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Takk

En veit enhver hvað það tekur langan tíma fyrir hrongin að klekjast?

Ég er búin að vera að bíða eftir því að þær pari sig og er voðalega spennt yfir þessu. :dansa:
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ca vika.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok takk fyrir þetta pípó.

Þau eru búin að vera í einhvern tíma með þetta þannig það getur ekki verið mikið eftir. :wink:
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

kk ancistran sér um hrognin og seiðin þegar þau "klekjast" út. :)

ef þú sérð að kvk ancistran er farin af staðnum þar sem þú telur þau hafa hryngt og kk ancistran er þar, blakandi uggunum ótt og títt og hreyfir sig ekki frá staðnum, þá eru mjög líklega hrogn þar sem hann er.

kallinn "blakar" uggunum í þeim tilgangi að fá súrefnis ríkt vatn að hrognunum og halda vatninu hjá þeim á hreyfingu
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Takk Linda :D
Þetta á eftir að hjálpa mér mikið :wink:
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

og hvernig þekkið þið karl ancistru frá kvenn ancistru?
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

kallar eru með skegg ;)
jæajæa
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Post by siggi86 »

Fanginn wrote:kallar eru með skegg ;)
Sumar konur líka....
Image
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

ef þetta er ekki það ógeðslegasta sem ég hef séð þá veit ég ekki hvað
User avatar
gunnarfiskur
Posts: 298
Joined: 18 Jun 2008, 15:30

Post by gunnarfiskur »

siggi do not show your fantasy hear
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Þar sem þessi þráður þjónar engum tilgangi lengur, nema til sýnis, þá langar mér að varpa inn einni spurningu um ancistru-ræktun:

Albino-afbrigðið af ancistrum, eru þau sérræktuð eða kemur bara ein og ein svoleiðis í venjulegri ancistru-hrygningu?

Og ef tvær albino-ancistrur fjölga sér, koma þá bara albino-fiskar frá þeim(eins og með convict?) ????
jæajæa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Albino convict er sjaldséður, sennilega áttu við hvítan (pink) convict.
Undan tveimum albino ancistum eiga öll afkvæmi að vera albino.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

já, ég meinti, pink-convict. :roll:

en er það til að það komi albino-ancistra ef venjulegt par hrygnir?
jæajæa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég man ekki með fiska genin en það getur gerst hjá öðrum dýrum ef bæði í parinu eru með albino í foreldrum sínum.
Ég man þó að albino ancista pöruð við venjulega undan pari þar sem annað foreldrið er albino á að gefa af sér bæði albino og venjuleg afkvæmi.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

yes yes. þakka fyrir þetta.
jæajæa
Post Reply