CO2 tilraunir: Heimagert kerfi fyrir Juwel búr

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

CO2 tilraunir: Heimagert kerfi fyrir Juwel búr

Post by Hrafnkell »

Þegar CO2 er dælt út í vatnið í gróðurbúrum þarf að leysa CO2 gasið upp í vatninu svo það nýtist. Þetta er erfitt að gera vel. Ein leið til þess er að láta CO2 gasið fara í gegnum dælu þannig að spaðar dælunnar hræri vel í vatninu og brjóti stórar CO2 gas loftbólur upp í minni loftbólur.

Juwel búr hafa flest innbyggðan filter sem knúinn er af lausri dælu. Þessi dæla er tengd við restina af filternum með ákv. millistykki.
Image
Millistykkið sem tengir dæluna og síuna í Juwel búrum saman

Mér datt í hug að tengja CO2 inn á þetta millistykki þannig að gasið ferðist með vatninu í gegnum dæluna og svo út í vatnið í búrinu.

Ég keypti mér nýtt svona millistykki í gæludýraversluninni Trítlu. Á það boraði ég gat og setti loftslöngu í. Sömuleiðis setti ég hinn endan á loftslöngunni í tappan á 1L flösku undan Sól appelsínusafa. Slönguna festi ég í götin með sílikon kítti.
Í safaflöskuna set ég svo ger-sykur brugg sem býr til CO2. Nú puðrast CO2 sem fínar loftbólur um vatnið í búrinu.

Kostnaður við þetta CO2 kerfi er undir 1000kr. Svipað má örugglega gera við aðrar gerðir af dælum. Á sumum dælum dugar sjálfsagt að setja slönguna úr gerkútnum í gegnum ristina.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af framkvæmdinni.

Image
Slanga frá millistykki yfir í flöskutappa

Image
Dælan fest á breytt millistykki
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

lýst vel á þetta. Þrælvirkar þetta ekki?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Sven wrote:lýst vel á þetta. Þrælvirkar þetta ekki?
Langtímavirknin á eftir að koma í ljós. En drop checkerinn er farinn að verða pínu gulur. CO2 styrkurinn í vatninu hefur því hækkað svo eitthvað gagn er þetta að gera.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ertu með 4°kh vökva í checkernum?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Sven wrote:ertu með 4°kh vökva í checkernum?
Já. Vökvinn fylgdi með og skv. fyrirspurn til Cal Aqua Labs þá er þetta 4dKH vökvi með bromythmol bláu sem litavísi.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Hrafnkell wrote:
Sven wrote:ertu með 4°kh vökva í checkernum?
Já. Vökvinn fylgdi með og skv. fyrirspurn til Cal Aqua Labs þá er þetta 4dKH vökvi með bromythmol bláu sem litavísi.
?

svo er hægt að kaupa Power head sem er með svokölluðum nedle weels.sérstaklega hannað til að skéra loftbólur í proteinskimmerum extra smátt
Post Reply