Sorgardagur

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Sorgardagur

Post by Atli »

Ég get svo svarið fyrir það, ég gæti grátið. Þannig er mál með vexti að ég er með 1x 70L búr undir gubbý og þegar mér var litið í búrið rétt fyrir svefn í gær var búrið ein fjöldagröf. ég var nýbúinn að gefa þeim pínulítið af blóðormum og fyrr um daginn gaf ég smá af grænfóðri. Ég skipti ekki oft um vatn en hreinsa svampinn í dælunni reglulega undir köldu vatni.

Eftirlifendurnir voru
2x fancy-tail gubby (kk),
1x rauður gubby (kk)
1x cardinal tetra (veit ekki kyn)

Ég skipti um vatn ca. 10 - 12 daga fresti og svampinn ca. 5-6 daga fresti.

Hvað ætli hafi skeð hjá mér? Er ég að gera eitthvað vitlaust? Ég er kannski ekki harðasti í fiskunum, en ég vill auðvitað sýna börnunum mínum virðingu og allt það. HJÁLP!!!!

Ps. Ég tók til í búrinu og endurnýjaði flóruna í því með því að tæma það og skola aðeins yfir mölina og raða gróðrinum aftur í en þar sem ég var nýbúinn að þrífa svampin í dælunni.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

ef einhver er að rækta gubba eða á slatta af gubbum og getur séð af örfáum kvk og kk.

Ég skal gefa sá himum sama slatta af frosnum þorsk sem ég handflakaði sjálfur (beinhreinsaður og roðlaus). Þetta er 9kg askja, en ég væri til í að ná mér í nokkur flök sjálfur, restina má hann taka. ÉG skal lofa ekki minna en 5 kg (ca. 15 flök)
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta hlýtur að hafa eitthvað með vatnsskiptin að gera.

Þú hefir ekki sett bara heitt eða kalt vatn í búrið? Settir þú nokkur efni í búrið, t.d. fyrir gróðurinn eða eitthvað slíkt?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ok skal reyna að hjálpa hérna...

Til að byrja með, þá borgar sig að þrífa filtergræjur með vatni úr búrinu (taka s.s. vatn úr búrinu, setja í skál og þrífa uppúr því), eða amk uppúr volgu vatni. Þannig forðast maður að drepa bakteríuflóruna sem eru í filterunum.

Hvað var mikið af fiskum fyrir í búrinu?

Af lýsingum þínum að dæma, þeas að allir hafi bara drepist í einu þá grunar mig að það hafi komið einhverkonar eiturefnasprengja, búrið hefur ekki verið "cyclað". Ef þetta hefði verið sjúkdómur, þá hefðu dauðsföllin líklegast dreifst yfir lengri tíma. Tókstu annars eftir einhverjum einkennum á fiskunum fyrr um daginn?

Mín reynsla er að gúbbar eru þvert á móti harðgerðir fiskar, það er búið að rækta allt slíkt úr þeim í gegnum árin og því þarf að huga að vatnsgæðunum svo þeir lifi vel og lengi.

Ég á því miður bara ca. vikugömul seyði þannig að það er lítil hjálp í mér með að fá líf í búrið aftur.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

já ég var nýbúinn að setja 2 tappa (ca. 10ml) af Nutrafin PlantGRO með nýrri formúlu sem inniheldur meira magn af járni (0.26%).

Mælt með að gefa þetta á vikufresti. Að vísu var ég með einhverja plöntu í búrinu sem var öll löðrandi í hárþörung, held að það flokkist sem brúnþörung. Ég ákvað að fjarlægja hana úr búrinu, þegar ég skipti um í því
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Hvernig er best fyrir mig að "cycla" þetta búr sem ég með. einhver spes mikil vatnaskipti eða þar fram eftir götunum.

Svo er það með þessi efni. Ég trúi því að vatnið hér á íslandi sé allveg nógu hreint og gott fyrir fiskana okkar. Nema þegar maður er að starta búri, að fá ekki þetta "New tank syndrome", og það skil ég vel. Er maður ekki að gefa sér falskar vonir með að vera með svona "vatns næringar efni" í búrinu hjá sér.

Segiði mér svo eitt annað, ég á 2x18l búr sem ég get notað sem seiðabúr og svo er það bara þetta 70L. sjálfur á ég 2x litlar loftdælur og 2x litlar hreinsidælur þar sem útgangurinn á að vera við vatnsborðið til að hreyfa aðeins við yfirborðinu.

Get ég byrjað að með mína eigin "mini-gubby-rækt" ?

Það væri ekki leiðinlegt að fá smá "step-by-step" eða svona gubby-ræktun for "dummies" kennslu. Hvað segir til dæmis Forsetinn um það?
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er spurning hvort megi setja svona efni í glænýtt vatn?? Stendur eitthvað um það á leiðbeiningunum?
Ég ætlaði einhvern tímann að vera dugleg að nota svona og held ég hafi þurft að bíða í einhvern x tíma eftir að vatnið "cyclaði" sig.

Ég myndi skjóta á einhverja eitrun útaf þessu efni, svona til að segja eitthvað.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Ég reyni að forðast að nota öll efni - nota mest salt.
Ég hef fengið costiu i búrin hjá mér og nota þá formanol til þess að losa mig við það vesen....svo hef ég fengið Dropsy í búr hjá mér....þá slátra ég öllu úr búrinu - sótthreinsa það og byrja nota það aftur.

Þú þarf ekki svona ör vatnaskipti nema á seiðunum hjá þér....aldrei skipta vatni og dælu út á sama tíma....

Og já þú getur byrjað með þetta í litla guppyrækt kikkaðu hérna
www.iceguppy.tripod.com
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er löngu uppsett búr er það ekki ? Þá hefur þetta hefur sennilega bara verið nitrat bomba, ef ekki er skipt oft oft út vatni safnast smám saman upp nitrat í vatninu og svo getur það hafa toppað vegna óétinna blóðorma..
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Re: Sorgardagur

Post by Ásta »

atlithor wrote:Ps. Ég tók til í búrinu og endurnýjaði flóruna í því með því að tæma það og skola aðeins yfir mölina og raða gróðrinum aftur í en þar sem ég var nýbúinn að þrífa svampin í dælunni.
Þetta er löngu uppsett búr er það ekki ?
Er ekki rétt skilið hjá mér að þú varst að skipta um 100% vatn og skola mölina?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég skil það þannig að hann hafi gert það eftir að fiskarnir hrundu niður.
En....?
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Jú, ég var búinn að vera með þetta búr uppsett og búinn að vera með síðan í desember. Þegar ég flutti núna í janúar, þá tæmdi ég ekki allt vatnið (skildi eftir cirka innan við 10l. og mölina til að viðhalda "flórunni" í botninum. Svo fylti ég búrið og kom öllu á sinn stað.

Það gekk vel með búrið þar til núna um sl. helgi. þá fannst mér búrið vera að veikjast og ég einhvern veginn réð ekkert við það. Hvað það var sem tók ákvörðun um að starta því aftur veit ég ekki. en ég lét bara á það vaða.
Þar fyrir utan þá var búrið eitthvað svo 'sjabbí' orðið. Ég fékk smá þörung eftir að ég flutti en lagaðist fljótt eftir að búrið cyclaði sig eftir flutning. En svo fór allt á annan endan. Ég vissi ekki hvað ég átti að taka til bragðs svo ég tæmdi og 'skolaði' yfir búrið og setti vatn í það. Ég tók ca. 15 lítra úr stóra búrinu mínu til að koma flórunni fyrr af stað.

Það má kannski fordæma vinnubrögð mín, en lát þá heyra. Ég vissi ekki betur.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Post Reply