Eru allir sniglar með vesen?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Hraunið
Posts: 3
Joined: 21 Mar 2007, 21:01

Eru allir sniglar með vesen?

Post by Hraunið »

Heil og sæl fiskafólk,

Við hérna félagarnir vorum að spá hvort að allir sniglar væri bara tómt vesen. Við fengum tvo svoleiðis í dag og eftir að hafa skannað umræðurnar hér í dag þá erum við doldið hræddir um að sniglafaraldurinn komi í búrið okkar. Kannski aulaspurning en við erum rookie í þessum bransa og viljum ekki kúka upp á bak...

Spurning er því þessi: Verða allir sniglar að einhverjum faraldri eða eru það bara sumir?

kveðja,

Hraunið
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ég hef aldrei lent sjálfur í þessum faraldri, ef þið lendið í honum þá ætti að nægja að kaupa eitt stykki bótíu
Ég er reyndar alltaf að heyra að þessir litlu brúnu verði oft að faraldri, hef ekkert heyrt um eplasniglana, þeir eru nú að verða frekar margir hjá Ólafi :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þið hraunarar eruð með eplasnigla og þeir teljast til góðra snigla. Sniglar sem oft koma með plöntum geta sumir hverjir verið argasta plága.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fúlt líka að fá snigla í búr sem maður getur ekki losnað við þá úr... Ég er t.d. með HELLING af trumpet snails í piranha búrinu mínu, en það böggar mig ekki þar sem þeir eru alltaf bara í sandinum.

Ef þetta væru venjulegir sniglar þá væri ég ekki sáttur... Og ekki einfalt að losna við þá, því ekki bætir maður bótíu í búrið :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þið kúkið ekki upp á bak með eplasniglana en með þessa litlu fjanda sem einmitt koma oft með gróðrinum gætu þið kúkað upp á hnakka.
Eins og Guðjón segir eru bótíurnar besta lausnin ef hægt er.

Hvað eruð þið annars með í búrinu?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Ég hef ekki haldið neinum sniglum á lífi hjá mér, síklíðurnar eru nokkuð duglegar við að narta í þá.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Afrísku síkliðurnar tóku alltaf Sniglana hjá mér, en Amerísku líta varla við þeim
Hraunið
Posts: 3
Joined: 21 Mar 2007, 21:01

Post by Hraunið »

þökkum góð svör... Gaman að þessu spjalli.

Við erum því miður ekki orðnir það góðir að vita hvað þessi fiskar heita. Erum með eitthvað bland í poki í búrinu okkar til að byrja með. Allavega 3 kellingar sem eru að fara eiga og það er voða spennandi...allavega til að byrja með og stefnum á að verða ræktunarkóngar Íslands :lol:

Vargur gæti kannski sagt ykkur hvað við erum með og þá okkur í leiðinni svo við vissum hvað er í búrinu :)

kveðja,

Hraunið
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Það væri nú gaman að fá að sjá myndir af búrinu ykkar og íbúum þess.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þá skora ég á Varginn að segja frá.

Vegna áskorunar Varlamanns er mér spurn hvort þið megið hafa myndavél þarna inni?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Hraunið
Posts: 3
Joined: 21 Mar 2007, 21:01

Post by Hraunið »

Kæra sliplips

Til að koma í veg fyrir misskilning þá erum við ekki á Litla-Hrauni heldur Hrauninu (félagsmiðstöð í HFJ). Kannski að þetta sé bara fyrst stopp fyrir Litla-Hraun hehe...

Við erum að vinna í því að fá einhverjar myndir af íbúum búrsins okkar.

kv,

Stóra-Hraun :lol:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ohhh, hehe :oops:
Eins gott að hafa það á hreinu... hitt Hraunið var mér ofarlega í huga vegna vinnu minnar.

Vona að enginn af ykkur lendi þar :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

LOL :lol:
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Ég líkti og Slippý hélt líka að um Litla hraun væri að ræða. Mikið var þetta skemmtilegt. :) Svona getur misskilningur verið.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

hehe Image

Fyrir mína parta þá geta sniglar verið æðislegir Image

Í raun eini gallinn er að það gengur ekki að hafa bódíur með þeim :mrgreen:

Hér eru nokkrar tegundir sem ég er með og bara ekkert vesen ...


Image
Nerita snigill sennilega Neritina coromandeliana
Rosafallegir nánast ómuglegt að fjölga þeim samt :(
Verpa endalaust eggjum ofan í vatninu ýmist á gróður eða steina en ekkert
gerist, veit ekki til þess að hægt sé að þekkja kynin (á þrjá) til að
vita hvort eggin séu eftil vill bara ófrjó...

Image
Hvítu dílarnir tveir á plöntunni eru svona egg eftir þá...
---------------------------------------



Image
Hornsnigill Þeir eru líka af ættinni Neritoidea
held þeir heiti Theodoxus corona en er ekki viss gæti líka verið Theodoxus coronatus
Enda frekar líkar og skildar tegundir :mrgreen: veit alltof lítið um þá...
frekar lítið lesefni í boði fyrir greyin en ég á 3 stk af þessari tegund,
enginn eins :mrgreen: Hér eru annar

Image
---------------------------------------


Image
Eplasnigill Ampularia australis gold
Rosa fínn :) Þessir verða frekar stórir og gaman er að dúlla í þeim :D
Image
Þvílíkt fyndið að setja þá á lófan á sér og bíða, þegar þeir byrja að skríða
finnur maður alveg fyrir skráptungunni :mrgreen: bara skondin tilfinning :)

---------------------------------------


Image
Viviparus ?
Er bara ALLS ekki klár á latneska heitinu hér, sem er bara pirrandi,
mjög mikilvægt að kunna latneska heitið á öllum mínum gæludýrum :(
En þetta er sennilega gotsnigill sem gítur lifandi afkvæmum en
bara fáum í senn... Grunar að þetta sé því af ættkvíslinni Viviparus
(sem eru oft kallaðir mysteri snails) Þar sem þeir voru í tómubúri
hjá seljandanum og höfðu þar birst nokkur afkvæmi án sýnilegs eggjaklasa...

---------------------------------------

Þessi er reyndar í minnstu uppáhaldi hjá mér...


Image
Hrútshorn Marisa cornuarietis
Þessum er mjög auðvelt að fjölga og eru þeir stundum pest í fiskabúrum,
þess vegna er ég bara með einn :D Hann étur líka ALLT alger villingur,
ótrúlega duglegur að narta í gróðurinn minn ef ég var ekki dugleg að færa honum
gúrkubita :lol: nenni ekki að eiga svona núna :oops:

---------------------------------------



Næsta mynd er stolin af netinu :mrgreen:
ákveðin hæfileiki sem ég hef :oops:


Image
Melanoides tuberculata þessir eignast lifandi afkvæmi, mjög
þreytandi, maður getur haldið svona samt vel í skefjum með réttri matargjöf,
um leið og maður ofgefur aðeins þá verður botninn iðandi *hrollur*
---------------------------------------
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Væri ekki málið að fá þennan sniglafróðleik Vigdísar í fræðsluna hér.

Þeir Hraunarar (já ekki Litla-hrauns menn, það má ekki vera með tölvur, myndavélar eða fiska þar) eru með eitthvað bland í búrinu.
Ef ég man rétt.
3 Indjána-platy (gula)
3 Sverðdragara
2 Perlugurama
2 Rubripinnis tetrur
2 Neon tetrur

Þið getið litið hér yfir og séð hvort eitthvað vanti hjá mér eða mig mismynni.
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... lokkar.htm

Það væri gaman ef þið settuð inn þráð um búrið ykkar hér á spjallið, einkonar dagbókar form um hvað er að gerast í búrinu.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

best að ég geri bara nýjan póst þar, en þetta er eiginlega svo
lítill fróðleikur :oops: meira svona mont myndir ,,vú hú ég á flotta snigla" dæmi :oops:
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvað er búrið stórt?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply