Page 1 of 7

Nano S3

Posted: 04 Dec 2008, 18:45
by Squinchy
Hérna ætla ég að vera með upplýsingar um stöðu 125 lítra sjáfar búrið mitt sem ég smíðaði frá grunni Hérna er þráður um uppbyggingu þess

En þar sem búrið er núna komið í gang ætla ég að hafa smá upplýsingar um íbúana og hvernig gengur með búrið

Settur var sjór í búrið þann 10/11/2008 ásamt Lifandi sand og Lifandi steinum
Image

Undan farna viku er ég búinn að vera hægt og rólega að færa íbúana úr 54 Lítra búrinu yfir í nýja 125 Lítra

Þeir sem komnir eru yfir eru
2x Clown fish
Image
Image
Candy Cane Kórall með 14 hausum
Image
Red People Eaters/Magicians morph Zoa Fragg með nokkrum clove polyps (Clavularia)
Image
Sveppur sem er svolítið óhress með flutninginn
Image
Bubble Anemone sem er í stanslausum "feluleik", er að reyna finna besta staðinn sem hentar henni
Image
Mynd úr 54L búrinu

Og einnig er hreinsi rækjan komin yfir :)
2x sniglar
2x Hermit krabbar

Og svo heildar mynd af búrinu í mismunandi WB
Image
Image

Tæmdi prótein skimmerinn um daginn og hann er að skila sínu :)
Image
Hverjum langar í prótein shake ? :lol:

Það sem eftir á að fara í búrið er
2x Yellow tail Blue Dampsel
Fleiri sniglar
og fleiri kórallar

Búnaður sem ég nota er
Koralia 2 straumdæla
Aquarium system 600L/h fyrir hreinsi kerfið (Áætlað að maxi jet 1200 taki við bráðlega)
Hydor Flo
V2 Refractometer til að mæla seltu
og einhver önnur test :)

Re: Nano S3

Posted: 04 Dec 2008, 19:20
by Elma
Squinchy wrote: Og svo heildar mynd af búrinu í mismunandi WB
Image
svolítið evil looking corallinn þarna efst til hægri, lítur út eins og hauskúpa :P

annars lookar búrið þitt bara mjög flott! :góður:

Posted: 04 Dec 2008, 19:20
by JinX
ótrúlega flott.. stílhreint og fínt 8)

Posted: 04 Dec 2008, 19:29
by keli
Getur alveg tjúnað skimmerinn aðeins til, drullan á að vera miklu þykkari sem safnast í honum :) Þá þarftu líka að tæma sjaldnar.

Posted: 04 Dec 2008, 22:43
by Squinchy
Takk :)

Já ég er búinn að vera prufa að stilla skimmerinn eitthvað smá :)

Gleymdi að þessi er líka kominn í búrið

Image

Svo var Bubble Anemone svo skemmtileg að koma út og posa :D
Image
Spurning hvort Candy-inn og Anemone sé og nálægt ?, sé til hvort eitthver biturleiki komi upp, þá færi ég bara Candy-inn

Og svo heildar mynd með Anemone inn á myndinni :)
Image

Posted: 05 Dec 2008, 10:02
by Sven
Búrið er alveg stórglæsilegt hjá þér, ég er virkilega að fíla hvað þetta er stílhreint og einfalt, ótrúlega vel heppnað lúkk. Gerir það örugglega enn skemmtilegra að hafa gert þetta að mestu leyti sjálfur.

Posted: 05 Dec 2008, 10:56
by gudrungd
Rosalega flott :góður:

Posted: 05 Dec 2008, 11:57
by Squinchy
Takk fyrir :), ég er ótrúlega sáttur hvernig búrið kemur út og allt er að virka rosalega vel, vatnið er alveg ótrúlega tært og ljósin eru alveg að vinna fyrir allan peninginn :)

Já það gerir þetta mun skemmtilegra að hafa smíðað þetta sjálfur :)

Posted: 05 Dec 2008, 20:57
by Squinchy
Mældi búrið rétt áðan

Selta V2 Refractometer: 1.025
No2 Tetra test: 0
No3 Tetra test: milli 0 og 12.5mg/l
PH Tetra test: 8
Red Sea Alkalinity pro test: 2.0meq/l

Var að velta því fyrir mér hvernig ég breyti meq/l yfir í ppm, ef einhver kann það :)

Posted: 05 Dec 2008, 22:09
by Birgir Örn
Það virðist vera 1 meq/l = 50 ppm eftir því sem finnst með google allaveg tvær síður sem segja það

Posted: 05 Dec 2008, 22:13
by Squinchy
Okei takk :), ekki alveg bestu leiðbeiningar sem ég hef séð á svona test hlutum sem komu með þessu Red Sea test

Finn ekkert um hvað á að setja mikið út í vatnið til að fá Alk upp í búrinu

Posted: 08 Dec 2008, 18:36
by Squinchy
Nælti mér í Calcium test í dýragarðinum og mældist Calcium 400ppm sem er ekki slæmt, mætti vera örlítið hærra

En þetta test er mun auðveldara að lesa en alkalinity testið :D

En búrinu sæmir vel :), hélt að anemonean væri búin að finna sér góðan stað en svo var ekki, núna er hún búinn að fara 2 hringi í kringum steinana

En hún virðist vera frekar sátt við staðin sem hún er á núna, get nú ekki varið á sama máli og hún þar sem hún mætti nú vera meira miðsvæðis að mínu mati en ég fæ víst litlu ráðið um það :P

Hún blæs sig betur út núna en hún hefur áður gert og er með fínar Blöðrur á öllum endum :)

Posted: 12 Dec 2008, 23:54
by Squinchy
Jæja Anemonean tók loksins við smá rækjubita :D einnig tók ég eftir því að candy cane var eitthvað að sperra varirnar þannig að ég náði í mysis rækjur, hakkaði og setti í sæmilega sprautu og sprautaði í áttina að þeim og þá voru hausarnir ekki lengi að opna sig og gat ég gefið þeim líka að éta :)

Posted: 13 Dec 2008, 01:30
by gudrungd
Magnað þetta sjávardæmi! hefði svo ekki úthald í þetta! (rosalega flott samt!) :)

Posted: 13 Dec 2008, 03:03
by Squinchy
Takk :), þetta er bara svo skemmtilegt og spennandi að maður getur ekki slitið sig frá þessu þegar maður byrjar :D

Posted: 17 Dec 2008, 18:25
by Squinchy
Fór í dýragarðinn á mánudaginn og nældi mér þar í 2 nýja gripi

Eina Scallop og Grænan Toadstool

Hérna er mynd af Scallop
Image
Prófaði að staðsetja hana ofan á þessum stein en hún var ekki lengi að færa sig :P, einnig sést í Candy cane þarna fyrir neðan og er hann núna byrjaður að opna sig vel á kvöldin og tekur við fóðri, bara möst að gefa rækjunni eitthvað áður því annars rænir hún öllu hehe :D
Image

Toadstoolinn er ennþá lokaður og er að skipta um ham, en hann er búinn að sína smá meiri grænan lit eftir að hann komst undir ljósin hjá mér sem er mjög gott :D
Image

Anemonean er búinn að koma sér fyrir hálfpartinn á bakvið grjótið þannig að ekki sést mikið í hana, er að spá í að færa Koralia straumdæluna (Vantar bara að fá segulinn sem á að fylgja dælunni frá Gudnym treysti ekki þessari sog skál alveg næginlega vel, sérstaklega ekki nálægt anemone) svo að Anemone finni sér betri stað þar sem hún sést betur :)
Image

Posted: 17 Dec 2008, 20:07
by Jakob
...

Posted: 19 Dec 2008, 21:24
by Squinchy
Takk Jakob :)

Ætlaði að bæta við Ricordiu en fannst hún vera svo litlaus og ekki að blása sig upp þannig að ég fékk mér Furry Green Mushroom :) Einnig fylgdi einhver polyp með, á eftir að finna út hvaða tegund það er

Svona að ganni þá mældi ég vatnið sem ég fékk með kórallinum og er ekki alveg að fýla það sem kom úr því þar sem Nitrate (No3) var fáránlega hátt
ImageImage
vinstra meginn er vatnið úr pokanum og hægramegin er úr búrinu mínu, þannig að kórallinn ætti að vera mjög ánægður í nýja búrinu :)

Seltan var einnig alveg úti á túni, heil 1.029 í staðinn fyrir 1.025

Hérna er FGM
Image
Hérna er flakkarinn sem fylgdi með mér til mikillar hamingju er hann skær grænn á litinn, er eitthvað rosalega mikið fyrir svona skær græna liti þessa dagana hehe :)
Image
Svo tók ég eftir því að pínulitlir feather duster voru komnir aftur, en ég hélt að peppermint shrimp hafi kálað þeim en sem betur fer ekki :)
Image
Rauði sveppurinn er búinn að fjölgasér um einn :)
Image
Svo er Toadstoolinn byrjaður að opna sig
Image
svo er búinn að bætast einn haus við í viðbót á candy cane, eru þá orðnir 15 talsins
Image

Posted: 19 Dec 2008, 21:28
by Jakob
...

Posted: 19 Dec 2008, 21:31
by Squinchy
Já það er eitthvað til í því en sem betur fer er bara hægt að taka sérstakt lím og líma fyrir pípurnar þeirra og þá drepast þeir :D

yrði samt mjög sáttur ef að þessir myndu fjölga sér því þeir eru alveg neon grænir og mjög flottir

Posted: 19 Dec 2008, 22:45
by jeg
Flott.
Gaman að þessu.

Posted: 19 Dec 2008, 23:18
by Agnes Helga
Þetta er æðislegt búr hjá þér

Posted: 20 Dec 2008, 00:24
by ulli
þetta er farið að líta helviti vel út.

var sjálfur að finna Anemoniu í lr sem ég fekk með 200lt búrinnu.

verður gaman að sjá hvaða tegund það er :D

Posted: 20 Dec 2008, 03:15
by Squinchy
Takk fyrir allir :)

Ulli: endilega koma með myndir af henni :)

Posted: 20 Dec 2008, 10:12
by ulli
Squinchy wrote:Takk fyrir allir :)

Ulli: endilega koma með myndir af henni :)
frekar erfit að ná mynd með þessu drasli sem ég er með.but il try.
ps u got mail.

Posted: 04 Jan 2009, 20:49
by Squinchy
Auto Top Off kerfið er hálfpartinn komið upp, á bara eftir að koma flotrofunum fyrir og tengja allt við spólurofann

Er með 8L tunnu undir búrinu
Image
Í tunnunni er Hagen Powerhead 402 og loftsteinn til að halda vatninu góðu
Image
Tengdi loftsteininn við sömu pumpu og skimmerinn, þá kom of mikið loftflæði að skimmernum og hann fór að froðufella eins og api, þannig að smá breyting á slöngunum var gerð
Image
Image

Svo nokkrar heildar myndir af búrinu
Image
Image
Image

2 Sniglar eru búnir að bætast við

Posted: 04 Jan 2009, 20:51
by Arnarl
Ekkert smá flott búr :-)

Posted: 04 Jan 2009, 20:54
by Kolli93
vá flott búr til hamingju og mjög góð smíði :D

Posted: 13 Jan 2009, 23:41
by Squinchy
Hérna er stutt myndband af búrinu
http://www.youtube.com/watch?v=5y1PAxEjAJA

Posted: 13 Jan 2009, 23:50
by diddi
eru þetta 2 viftur á hliðunum?