Page 1 of 7

130 litra Sjávarbúrið mitt

Posted: 05 Jan 2009, 00:40
by Arnarl
Smá upplýsingar um búrið

Total system volume 130 liters (34 gallons)
Aquarium volume 110 liters (29 gallons)
Filter volume 20 liters (5 gallons)
Aquarium length 610 mm (24")
Aquarium width 500 mm (19.7")
Aquarium height 500 mm (19.7")
Total height 612 mm (24.1")
Glass thickness 8 mm (5/16")
5 outlet power center
Course mechanical media
Fine mechanical media
Skimmer volume 3.8 liters (1 gallon)
Skimmer pump 1,200 lph (320 gph)
Collection cup volume 1.5 liters (0.4 gallon)
Circulation pumps 2 x 550 lph (2 x 145 gph)
Ceramic bio-media 2 liters (0.5 gallon)
Activated carbon 200 g (7 oz)
Fan cooled hood
Lighting - 10,000K 55W
Lighting Actinic 55W
Electronic ballast
LED moonlights
24 hour programmable timer
Thermostat heater 150W

Image
Þæginlegt að kveikja og slökkva á öllum búnaði

Image
Svo helst lokið í uppréttri stöðu þegar maður er að laga til :-)

Posted: 05 Jan 2009, 02:01
by Squinchy
Snilld :D lýst vel á þetta!

Redda þér fötum fyrir vatn skipti og búnað til þess

Búnaðurinn minn er
2x 10 Lítra fötur sem eru með matvæla plasti
50W hitara
Hagen Powerhead 103
Hitamælir

Ég geri 10 lítra vatnskiptin mín svona

#1
set 10 Lítra af vatni í 10 lítra fötu nr.1, 50W hitara, hitamælir, Hagen Powerhead 103, og 2 og hálfan 100ml bolla af salti í fötuna

Læt þetta malla yfir nóttina

#2
Daginn eftir þríf ég glerið á búrinu að innan, róta aðeins í sandinum og nota Turkey Baster til að blasta drullu af LR (Mjög sniðugt að gera það, færð svona í byggt&búið kringlunni)

#3
Tek 10lítra fötu nr.2 og Soga 10lítra úr búrinu

#4
Set Nýja vatnið í búrið með því að dæla því upp með powerhead og slöngu

Best er að hafa föturnar af sömu gerð því að þá er auðveldara að sjá hvað maður er að taka mikið vatn úr búrinu

Posted: 06 Jan 2009, 17:08
by Arnarl
Nokkrar myndir

Image

Image

Image
Sést ekkert rosavel en svona er það á nóttuni með 2 bláum led ljósum

Afsakið gæðin tók þessar myndir með símanum :-)

fer svo vonandi á morgunn að ná í lífríkið í það

Posted: 06 Jan 2009, 17:23
by Kolli93
keyptiru þetta búr í fiskó??? :)

Posted: 06 Jan 2009, 17:26
by Arnarl
Dýragarðinum

Posted: 06 Jan 2009, 17:30
by Bob
Geggjað :) hvað á svo að fara í þetta?

Posted: 06 Jan 2009, 17:31
by Arnarl
Þetta verður sjávarbúr :D

Posted: 06 Jan 2009, 17:44
by Bob
næs. :) hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út hjá þér :D

Posted: 06 Jan 2009, 17:58
by Ásta
Þegar ég var að lesa listann í upphafspóstinum hélt ég að ég væri m.a. að lesa hvaða lífverur væru í búrinu :lol: Ég bara rétt rúllaði yfir þetta því ég vissi að ég vissi ekki hvað væri hvað.
Varð svo steinhissa að sjá ekkert nema sand. :oops:

Posted: 06 Jan 2009, 18:40
by Squinchy
Glæsilengt! :D, hefði þó viljað sjá svartan bakgrunn en þetta er þó alveg að gera sig :)

Mæli með því að taka svampana úr bakinu á búrinu, þeir enda bara sem Nitrat framleiðsla, sama með Bio bolta (Ceramic bio-media)

Og endilega kíktu á www.Nano-reef.com, lang besta Nano síðan á netinu, þar getur þú séð helling af mods sem geta bætt RSM-inn þinn

Posted: 06 Jan 2009, 18:40
by ulli
Ásta wrote:Þegar ég var að lesa listann í upphafspóstinum hélt ég að ég væri m.a. að lesa hvaða lífverur væru í búrinu :lol: Ég bara rétt rúllaði yfir þetta því ég vissi að ég vissi ekki hvað væri hvað.
Varð svo steinhissa að sjá ekkert nema sand. :oops:

:rofl:

Posted: 06 Jan 2009, 18:58
by Arnarl
held að svamparnir séu ekki lengur í filternum :)

Posted: 06 Jan 2009, 19:05
by Squinchy
Okei flott mál :P, er þetta ekki gamla búrið sem dyragarðurinn var með í búðinni ?

Posted: 06 Jan 2009, 19:12
by Arnarl
júbb silfraða, en mig langar soldið í kolkrabba eru til einhverjar litlar reef safe tegundir?

Posted: 06 Jan 2009, 19:17
by Bob
verð nú að játa það að það væri virkilega cool að hafa litinn kolkrabba þarna :shock:

Posted: 06 Jan 2009, 20:23
by Squinchy
Okei fannst þessi bakgrunnur kunnulegur :)

Minnir að það þurfi sérstakan hreinsibúnað fyrir kolkrabbana og spes inntök fyrir hreinsibúnaðinn, því þeir reyna að troða sér allstaðar!, og búrið þarf að vera vel lokað

Posted: 06 Jan 2009, 20:34
by Arnarl
Búrið er 100% lokað og ekki séns að hann komist inní filterinn nema hann
sé 2 mm

Posted: 07 Jan 2009, 00:10
by Andri Pogo
ég las ágæta grein um kolkrabba í TFHmagazine um daginn og þeir eru víst mjög lífstuttir, sumir verða t.d. aðeins 6-12mánaða gamlir

Posted: 07 Jan 2009, 00:36
by Bob
s.s. þú kaupir einn. og eftir 6 mánuði kaupir maður annan og so on so on.. þá ætti maður alltaf að eiga minst einn :D

Nei annars væri það mjög flott að vera með kolkrabba í búrinu. en spurning hvaða fiskar myndu ganga með honum... ættli það sé nokkur reynsla af því hér á landi? maður þyrfti allavega að leggjast soldið í bækurnar fyrst :)

Posted: 07 Jan 2009, 07:55
by Arnarl
já langar ótrúlega að fá mér kolkrabba og 2-3 sæhesta :) Er líka að pæla að fá ekki sjó bara blanda salt sjálfur og fá þennan "cycle time" til að fá einhverja reynslu í leiðinni :)

Posted: 07 Jan 2009, 08:44
by keli
kolkrabbar verða max 2ja ára gamlir, og litlu tegundirnar verða margar bara 6-12 mánaða gamlar... Ofaná það bætist að maður fær þá oft x mánaða gamla þannig að þeir eiga kannski bara 1-3 mán eftir þegar maður fær þá, og þeir éta sérhæft fóður, helst krabba og fleiri slík kvikindi.

Tómt vesen, sem er synd því þetta eru gáfaðar og flottar skepnur.

Algengustu og þægilegustu kolkrabbarnir, bimaculatus verða aðeins of stórir fyrir þetta búr held ég líka.

Sæhestar yrðu étnir fljótt af kolkrabba.

Posted: 07 Jan 2009, 21:35
by Arnarl
Fór áðann uppí Dýragarð og náði mér í góða skúringarfötu af LS úr stórabúrinu, Dass af LR úr því líka þarf samt að ná í meira held ég svo tók ég u.þ.b 60 lítra af sjó úr því þetta er allt komið ofaní búrið, kem með myndir um leið og vatnið er tært.

Selta:1,024-1,025 er það ekki fínt?
á eftir að taka ph og nitrite geri það á morgunn

Posted: 07 Jan 2009, 22:25
by ulli
Er Gunsi ekkert að asista þig með þetta? :o

Posted: 07 Jan 2009, 22:28
by Arnarl
Kiddi og Gunsi eru búinir að hjálpa mér mikið en ég vill líka reyna þetta einn :-) en Seltustigið er búið að vera soldið upp og niður mældi það og þá var það 1,025 svo áðann var það 1,016, hvað tekur langann tíma fyrir saltið að leysast upp í vatnið?

Posted: 07 Jan 2009, 22:35
by gudrungd
Þetta lítur meiriháttar vel út hjá þér! mér finnst bara sniðugt að spyrja sem flesta... það er fínt að hafa aðgang að tveimur spekingum en ennþá betra að hafa aðgang að hundrað spekingum 8)

Posted: 08 Jan 2009, 02:48
by Squinchy
1.025 er mjög gott

Skrítið að seltan detti niður þar sem hún ætti að hækka frekar en að lækka, bættir þú einhverju vatni við ?

Mæli með því að þú fáir þér Refractometer til þess að mæla seltuna, þessir swing arm eru nákvæmir, svo er Refracrometerinn miklu þægilegri hef ekkert notað RSM swing arm eftir að ég fékk Refractóinn minn, er að nota þennan http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=2753

Mæli samt með því að panta hann í gegnum Ebay og fá þér með innbyggðu ljósi, það er snilld!

Posted: 08 Jan 2009, 20:40
by Squinchy
Líka mjög sniðugt að fá þér 4 lítil handklæði sem þú notar bara fyrir saltvatns búrið, notar 1 í viku og tekur svo nýtt þegar vikulegu vatnskiptin eru framkvæmd, svo setja þau bara í þvottavélina með engri sápu þegar öll eru orðin notuð (Eftir 4 vatnskipti)

Svo líka mjög sniðugt að skrúbba á sér hendurnar og undir neglurnar með vatni og engri sápu áður en maður fer með hendurnar ofan í búrið, þetta er langt um viðkvæmara lífríki heldur en hið hefðbundna ferskvatn og svo allt of dýrt til að taka áhættuna á því að drepa eitthvað með smá sápu leifum eða leifar af einhverju öðru mengandi sem getur verið á höndunum 8)

Posted: 10 Jan 2009, 17:04
by Arnarl
Jæja tók endanlega ákvörðun í gær, Ætla að panta Kolkrabba sem verður eina lífveran í búrinu fyrir utan cleaning crew og kórala og einhvað skemmtilegt.

Posted: 10 Jan 2009, 17:14
by kiddicool98
hvar ættlarðu að panta kolkrabba?

Posted: 10 Jan 2009, 17:15
by Arnarl
Vinnuni :) Hann verður bara tekinn í næstu pöntun sem ætti að vera einhvern tímann í febrúar