Skrýtið got hjá black molly

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Skrýtið got hjá black molly

Post by evaolafs »

Hæ. Ég var með kasólétta black molly kerlingu sem er búin að vera alveg hreint að springa. Ég setti hana í gotbúr og í morgun hafði hún gotið 20-30 seiðum en þau voru öll dauð og litu mjög skringilega út. Líktust ekkert black molly seiðum heldur voru þau ljós-brúnleit og furðuleg í laginu.

Ég er með nokkrar tegundir af gotfiskum í búrinu, er séns að þarna hafi orðið eitthvað litninga mix-up?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kerla hefur sennilega verið stressuð á bröltinu hjá þér og gotið of snemma.
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Post by evaolafs »

Vargur wrote:Kerla hefur sennilega verið stressuð á bröltinu hjá þér og gotið of snemma.
Það var samt ekkert brölt enda hefur hún gotið áður í þetta búr og allt verið eðlilegt. En seiðin voru stærri en venjuleg black molly seiði ef eitthvað er.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Seiðið virðast eimitt stærri og asnaleg í laginu ef þau koma of snemma vegna þess að þau eru enn með kviðpokan og ekki fullmótuð.
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Post by evaolafs »

Ok, takk. Það hefur þá líklega verið ástæðan.
dragonfly
Posts: 86
Joined: 20 Nov 2008, 09:09

Post by dragonfly »

premature molly babies :( once, i had premature puppies :(
Post Reply