Ormasaga......

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Ormasaga......

Post by gudrungd »

Mér til lítillar skemmtunar þá sá ég fyrir 3 dögum að tvær fiðrildasíkliðurnar mínar eru með orma, annar er með marga enda út úr þarminum og er rauður í kring og hinn bara með einn orm. Ég þorði ekki öðru en að ormahreinsa allt búrið, discusana með :?

ég fékk panacur fyrir hunda og ketti í apótekinu (án lyfseðils) og las mér til á netinu, en fékk hvergi skýrar upplýsingar upp magn svo að ég endaði með að taka ca. 1,5 matskeið af hjartamixi, þíða það upp, muldi 1/4 af 250 mg töflu (= 62,5 mg) og blandaði því saman við hjartamixið. ég lét þetta standa í ísskápnum í ca. klst. síðan gaf ég í búrið u.þ.b. eins og teningur í frosnu fóðri er stór. Fiskarnir átu þetta alveg upp, allir nema fiðrildasíkliðan sem lítur sem verst út. afganginn skipti ég niður í bita og frysti aftur og er búin að gefa 3svar á tveim dögum og blanda fyrir 2 gjafir í viðbót. sá með mestu ormana hefur komið mjög áhugasamur en ekki étið neitt og er alveg jafn "sýktur" og fyrir. Ég endaði með að veiða hann uppúr og var að spá í að aflífa hann en ákvað að gera eina lokatilraun.

Ég setti greyið í stóra krukku og muldi 1/4 af panacur útí. Það leysist ekki upp heldur liggur á botninum og eitthvað á yfirborðinu en hann er neyddur til að innbyrða eitthvað af því. Þetta var fyrir ca. 2 tímum síðan, hann er enn lifandi og ótrúlega hress og ég er ekki frá því að ormarnir séu að visna og koma út. það verður bara að koma í ljós hvort hann lifir nóttina.

Bláu upplýsingarnar um meðferðina á panacurinu fékk ég á Discus Page Holland (líka að það megi frysta hjartamixið aftur) en þeir virðast hafa það í öðru formi en hér. Annað er eftir eigin hyggjuviti eða vanviti! Ef ég klúðra þessu ekki alveg og mennirnir í hvítu sloppunum koma að sækja mig þá fáið þið framhaldssögu!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

æjæj, ég vona að þeir hressist svo kallarnir í hvítu sloppunum nái ekki í þig :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

:omg: :sjúkrabíll:
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég lenti í þessu með skala sem ég átti, en ég var of seinn að átta mig á þessu svo þeir drápust.

Þegar ég var búin að redda lyfinu og mixa kokteil þá vildu þeir ekkert borða.

Hann Animal hér á spjallinu veit allt um þetta, hann getur örugglega ráðlagt þér eitthvað.

En vonandi sleppa diskusarnir hjá þér. Gangi þér svo vel :wink: [/code]
ZX-6RR
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

sem betur fer eru discusarnir einkennalausir en full ástæða til að gefa þeim lyfið. ég vona bara að þetta sé nógu sterkt. :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég þurfti einhvern tímann að gefa lyf í gegn um mat og það var einhver sem ekki borðaði svo ég leysti lyfið upp í vatni, setti í sprautu, veiddi fiskinn og sprautaði þessu upp í hann.
Meirihlutinn fór auðvitað forgörðum en það komst eitthvað til skila þó honum hafi ekki batnað enda var hann orðinn hundveikur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Hann var lifandi og bara nokkuð hress í morgun og ormarnir virðast vera að drepast/dauðir... eitthvað sem hangir aftur úr honum en það er glært og lufsulegt :roll: ef að þetta tekst þá veit ég að ég get notað þetta sem neyðarúrræði ef ekkert annað virkar áður en ég afskrifa fiskinn. Svo kemur hitt málið að fá hann til að éta aftur!
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

ég fékk einmitt þetta ráð, flestir fiskarnir voru bara orðnir of langt leiddir til þess að éta, ég átti ennþá 2 af þessum fiskum í gær, annar var stór sverðdragakall og hinn var gúbbýkelling, kellingin var kominn með æxli eða bloat eða eitthvað svo ég sturtaði henni niður en sverðdragakallinn gaf ég ásamt öllum gotfiskunum, þessir tveir fiskar voru þeir einu sem átu panacurið
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

update.... fiðrildasíkliðan sem var lengst komin var aflífuð, prófaði að setja hana aftur í búrið, hún hafði losað sig við eitthvað af ormunum (sá þá í krukkunni..... yukkk! ) en það var nóg eftir :shock: ég var búin að gefa panacur í hjartamixi í 3 daga og það er ein fiðrildasíkliða með einkenni, einn rauðan enda lafandi úr r***gatinu. ég fékk betri upplýsingar í fiskó (voru með bók um lyf og meðferð) um magn og tímalengd, gerði mix með aðeins hærra hlutfalli af lyfi (200 mg af panacur á móti 100 gr af mat) er búin að gefa í 2 og hálfa dag af 5 dögum. Ég samt ekki sátt þar sem fiskurinn er ennþá með orminn. Fiskurinn er mjög hress, étur eins og hross og hvorki horast né blæs út og ég er ekki mjög ánægð með að aflífa hann. Er að reyna að koma upp ræktunarbúri með fiðrildasíkliðum og þetta er mjög sprækur og fallegur kall :moping: Ég hef á sama tíma áhyggjur að ormurinn sé að dreifa sér í búrinu! Bömmer!
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

leiðinlegt að heyra gudrungd :(

hvernig komast svona ormar í fiskana/búrið?

afsakið að ég spyr eins og algjör noob en ég er algjör noob :)

hvernig sjáið þið að þetta sé ormur en ekki bara rauður kúkur?
Ekkert - retired
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þetta er bara þarna, fer ekki þegar fiskurinn skítur! oddmjór endi sem stendur út úr rassgatinu, í versta falli margir endar (eins og pensill) og fiskurinn fer að horast niður og étur ekki. þetta kemur með öðrum fiskum úr verslunum og vandamálið er að þeir geta verið með þetta í fleiri vikur áður en maður sér einkennin.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

jæja update.. þessi fiðrildasíkliða með orminn fór í búr með fleiri fiðrildasíkliðum, ég vildi ekki farga henni því að ég gat notað hana til að kontrólera hvort lyf væru að virka eða ekki þar sem sýkingin gæti verið fyrir hendi í diskusabúrinu og ekki komið fram fyrr en seint og síðarmeir, ég prófaði sterkari útgáfu af Panacurinu í 5 daga..... engin breyting. aftur eftir viku, ekkert gerðist.

ég tók smá pásu á þessu og síkliðan var bara hress en alltaf með orminn. ég sá að ein kardinálatetra var farin að horast illilega og ég skoðaði hana betur, var hún þá ekki komin með enda út úr endanum. nú prófaði ég að tala við dýralækni, Guðbjörgu hjá Dagfinni. Hún viðurkenndi að hún vissi ekkert um fiskasjúkdóma en fann í bók leiðbeiningar og lét mig fá droncit (praziquantel er t.d. í Tremazol frá Sera) og sagði mér að setja fiskana í bað í 3 klst og aftur eftir viku. fiskarnir voru orðnir mjög þrekaðir eftir þessa 3 tíma en ormurinn aldrei hressari.

Guðbjörg benti mér á að tala við Gísla Jónsson, fiskadýralækni sem vinnur hjá matvælastofnun, hann sagði mér að það sem myndi virka best væri Lamizole (virðist vera ófáanlegt í hobbígeiranum) en gat bara selt mér í 500 ml pakkningu á yfir 5000 kr fyrir utan vsk. ég kannaði áhuga á samkaupum hér á spjallinu en þá hafði samband við mig góður maður (takk Keli!) og sagðist geta útvegað mér passlegt magn. ég prófaði stöffið svo áðan.... LOKSINS, ég sá fiðrildasíkliðuna losa sig við orminn.

:klappa: ég er ekkert smá ánægð. ég vona að þessarri ormasögu sé lokið og hjálpi kannski einhverjum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Var þetta bara einn ormur? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það virðist vera, það var alltaf einn sem stóð út. í fisknum sem ég lógaði þá stóðu margir endar út og þarmurinn var allur rauður og bólginn. ég fylgist samt með, það geta verið einhverjir innvortis og þeir ættu að drepast líka. þessvegna er ég líka að ormahreinsa allt liðið, geta verið egg og ormar sem ekki eru sjáanlegir í hinum fiskunum. einmitt ástæðan fyrir að ég hélt þessum sem að sást ormur í, ég hefði haldið að ég væri búin að ormahreinsa hina fiskana ef ég hefði ekki séð að þessi var eldsprækur og sprelllifandi. það er líka ein tetra með orm sem smitaðist af hinum, hún étur ekki og er ekki búin að skíta honum út (afsakið orðbragði!)
litman
Posts: 9
Joined: 31 Jan 2012, 18:06

Re: Ormasaga......

Post by litman »

Hvar fæ ég þetta ormalyf sem virkar best? Sé að 2 af gúppý fiskunum mínum eru með þetta.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Ormasaga......

Post by Vargur »

Levamisole er hægt að fá hjá dýralæknum eða eftir atvikum hjá hardcore fiskaáhugamönnum, þetta lyf virðist virka án undantekninga á ormavandan.
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: Ormasaga......

Post by Tango »

Sammála Vargnum þetta svín virkar, ég fékk einusinni fiska sem voru með þetta mjög áberandi og eftir 1 lyfjun á búrinu var þetta horfið, ég fékk lyfið hjá einmitt einum hardcore fiskaáhugamanni sem mætti eiginlega kalla atvinnumann í þessu :) bara passa uppá að lyfja búrið aftur eftir 10 daga því eggin frá ormunum geta lifað af í botninum.
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Ormasaga......

Post by keli »

Það er líka gríðarlega mikilvægt að ryksuga búrið vel eftir lyfjun, því lyfið lamar ormana aðeins, svo vakna þeir aftur á botninum á búrinu og fiskarnir éta þá jafnvel.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
litman
Posts: 9
Joined: 31 Jan 2012, 18:06

Re: Ormasaga......

Post by litman »

Ok takk fyrir þetta :) Og er einhver hardcore fiskaáhugamaður hérna sem gæti átt svona handa mér? :)
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Ormasaga......

Post by DNA »

Fólk ætti ekki að láta svona lyf ganga á milli þar sem skammtastærðir er óþekktar.
Sjúkdómsgreining og ákvörðun lyfjagjafar ætti að vera í höndum dýralækna.
Ég held að þetta efni sé orðið að bannvöru í Evrópusambandinu.
Það hefur verið notað sem íblöndunarefni í kókaín og getur valdið því að hold dópista rotnar.
Þannig er nú það.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Ormasaga......

Post by keli »

DNA wrote:Fólk ætti ekki að láta svona lyf ganga á milli þar sem skammtastærðir er óþekktar.
Sjúkdómsgreining og ákvörðun lyfjagjafar ætti að vera í höndum dýralækna.
Ég held að þetta efni sé orðið að bannvöru í Evrópusambandinu.
Það hefur verið notað sem íblöndunarefni í kókaín og getur valdið því að hold dópista rotnar.
Þannig er nú það.
Það er rétt að þurrt levamisole hefur verið notað til að kötta kókaín, en ekki fljótandi eins og hefur verið í boði hérna.

Dýralæknirinn sem lét mig hafa þetta lét mig hafa þetta með því skilyrði að ég myndi deila því með öðrum sem þurfa, ásamt skammtastærð. Þetta er dýrt lyf og aðeins fáanlegt í 500ml umbúðum, sem er margfalt meira en nokkur maður þarf fyrir fiskana sína - 500ml duga í uþb 20-30 þúsund lítra. Það er næstum ómögulegt að setja of mikið af því og eitrun afar ólíkleg fyrir mannfólk. Sjúkdómsgreining er einföld: "Eru rauðir/rauðbrúnir þræðir úr endaþarminum á fiskinum þínum?". Ég sé því ekkert að því að setja lyfið í ábyrgar hendur hjá fólki sem getur svo komið því áfram til þeirra sem þurfa. Þetta er það eina sem við höfum tök á að nálgast sem bítur á callamanus orminum.

Mér þykir þú vera að gera of mikið úr málunum.



Lestrarefni:
http://www.loaches.com/Members/shari2/l ... chloride-1
http://en.wikipedia.org/wiki/Levamisole
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Ormasaga......

Post by DNA »

Ég notaði þetta lyf fyrir nokkrum árum í sjávarbúr en í öðrum tilgangi. Miðað við hvaða áhrif það hafði á öndun fiskana sem allir voru heilbrigðir fyrir fannst mér vera stutt á milli þess að það gerði ekki sitt gagn og að þeir hefðu meðferðina ekki af. Dýralæknirinn sem ég fékk þetta hjá vildi ekki að ég kæmi að sækja það heldur kom hann með það sjálfur og sagði það vera flutt til Íslands á sérstakri undanþágu. Magnið er líka nóg fyrir heila buffalohjörð.

Við erum væntanlega að tala um Levacide hér en Levamisole er duftformið og skammtastærðinar væntanlega mismunandi.
Það eru nokkur atriði í tenglunun hér á undan sem skipta verulegu máli.
Lesið textan vel fyrir notkun.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Ormasaga......

Post by Elma »

lyfið heitir Levamisole og er í fljótandi formi.
hef séð það og notað það sjálf.

:-)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Ormasaga......

Post by keli »

Levacide er nafnið á lyfinu frá framleiðandanum sem við höfum verið að nota. Levamisole Hydrochloride er virka efnið.

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Ormasaga......

Post by Elma »

akkúrat :lol:
það sem ég ætlaði að segja :pissa:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Ormasaga......

Post by ulli »

Notaði þetta á Red Planeterian í 800Lt búrinu mínu sem ég átti án vandræða.
Allir fiskar góðir sem og kórallar.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Ormasaga......

Post by prien »

Nota þetta lyf reglulega á öll mín búr án nokkura vandkvæða.
500l - 720l.
Post Reply