Bulkheads?

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Bulkheads?

Post by keli »

Hefur einhver hugmynd um hvar maður getur fengið bulkheads hér á landi?

Ég fór í vatnsvirkjann um daginn og þeir vildu ekki kannast við það, en ég veit svosem ekki hvað þetta er kallað á íslensku þannig að það getur hafa verið vandamálið...

Þetta er s.s. græja til þess að setja á gat á búri til að tengja pípur við það. Er venjulega með þéttihring þannig að það leki ekki á meðfram.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég kannast við málið, Vatnsvirkinn vildi heldur ekki kannast við þetta þegar ég spurði en þegar ég labbaði um búðina kom þetta í ljós.

Image
Image
Image

Þetta er mjög þægilegt efni og hægt að gera margt með þessu.

Image
Image
Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Lítur fínt út - kíkji á þá við tækifæri.

Getur líka verið að maður panti þetta bara á netinu, þetta er til eitthvað flottara þar sem þetta þrýstist í kantana og eitthvað svona - ennþá þéttara og það þarf ekkert silikon eða vesen til þess að þetta sé algjörlega til friðs...

Panta líklega eitthvað frá aquaticeco.com fyrir sumarið hvorteðer :) Fullt af skemmtilegu pípulagningadrasli til þar! :)

p.s Þú ættir að splæsa í o-hring á þetta hjá þér svo það leki ekki svona meðfram...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lekur ekki dropa hjá mér, ég set bara smá sílikon á skrúfganginn og skrúfa þéttingsfast með höndunum.
Fyrri eigandi búrsins var með eitthvað drullumix í gatinu sem lak hjá honum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jamm ok.

Gæti verið að maður þyrfti eitthvað "betra" bulkhead samt ef maður ætlar að hafa þetta í botninum á búri hjá sér... Meiri þrýstingur og svona vesen eitthvað...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Ég fékk svona í Polsen og þetta var kallað gegnumtök í tank, mín eru mjög stór og þau eru í gegnum 15 mm þykkt efni og rörni sem fara í þau eru 32mm.

Image
og
Image
Svo mikið til að gera, svo lítill tími.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jamm, þetta lítur ennþá betur út... Solid! :góður:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Google er mannsins besti vinur ;)

http://www.savko.com/portal/bulkhead.asp
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote:Google er mannsins besti vinur ;)

http://www.savko.com/portal/bulkhead.asp
Ég var ekki í vandræðum með að finna þetta í útlöndum... Það var íslandið sem var að valda mér vandræðum :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þú meinar, ég held nú samt að þetta eigi að vera til í vassvirkjanum
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Sýnist þetta vera það sem nefnist bæði nippill eða gegnumtak á íslensku.
Post Reply