Platy

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Platy

Post by Gúggalú »

Nú er platy kellan preggó og líður að goti, var að spá hvort það væri eitthvað vit í því að taka hana úr búrinu og koma henni annarsstaðar fyrir. En málið er að ég á ekki loftdælu eða neitt, þannig að hún yrði í alveg "dauðu" vatni þannig að ég þyrfti að skipta út bara oft. Er eitthvað vit í þessu eða á ég bara að láta hana gjóta og láta éta seiðin ? Ætla að kaupa græjur þegar ég fer suður í mai þannig að ég verð tilbúin fyrir næsta got.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er margt hægt að gera.
Setja hana í gotbúr í aðalbúrinu eða setja í sérbúr en það gæti reddast þó ekki sé loftdæla ef búrið er sæmilega stórt. Svo getur þú líka bara látið þetta ráðast, ef þú ert með flotgróður eða einhverja felustaði geta einhver seyði haft það af og þú getur háfað þau upp og sett í sér búr eða seyða net í aðalbúrinu.
Aðalmálið er að stressa sig ekki of mikið á þessu. :)
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Mig vantar svona gotbúr. en hvað þyrfti búrið að vera stórt fyrir hana að vera í án loftdælu og dóti ? Vil helst ekki drepa kellu. Sakna minna seiðanna. Bara gaman að prufa.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég nota sjálfur bara flotbúr í aðalbúrinu fyrir gúbbana.. Þægilegt og gott.
Svo soga ég bara upp seiðin þegar þau eru komin og set í seiðabúr.

Kostar líka lítið og tekur ekkert auka pláss :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Já ég ætla að kaupa svona eitthvað þegar ég fer suður. en hún bara fer að gjóta hjá mér núna ´anæstu dögum þannig að ég hef ekkert í höndunum.

Er ekki örugglega til eitthvað svona í fiskabur.is ? Fer reyndar suður um helgina í stutt stopp og verð bíllaus en get kannski platað einhvern til að keyra mig í einhverja dýrabúð.....
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Svona flotbúr eru vanalega til í öllum gæludýraverslunum.
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

platy

Post by Bruni »

Áttu ekki hreina plastfötu ? Ef svo er settu 2-3 l. af vatni úr búrinu í fötuna, platykerluna þar ofaní, fötuna síðan upp í fataskáp í efstu hillu. Hitinn þar ætti að vera nægjanlegur. Svo lokarðu skápnum og "kerlan" gýtur í myrkrinu áhyggjulaus, sér ekki seyðin og þ.a.l. étur þau ekki. Klikkar ekki. Þú vitjar einu sinni á dag og fóðrar aðeins og ekki er verra að hafa einn til tvo snigla til þess að sjá um "húsverkin" í fötunni. Síðan skráirðu daginn sem kerlan gýtur og notar sömu aðferð c.a 24 dögum seinna.
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Re: platy

Post by Gúggalú »

Bruni wrote:Áttu ekki hreina plastfötu ? Ef svo er settu 2-3 l. af vatni úr búrinu í fötuna, platykerluna þar ofaní, fötuna síðan upp í fataskáp í efstu hillu. Hitinn þar ætti að vera nægjanlegur. Svo lokarðu skápnum og "kerlan" gýtur í myrkrinu áhyggjulaus, sér ekki seyðin og þ.a.l. étur þau ekki. Klikkar ekki. Þú vitjar einu sinni á dag og fóðrar aðeins og ekki er verra að hafa einn til tvo snigla til þess að sjá um "húsverkin" í fötunni. Síðan skráirðu daginn sem kerlan gýtur og notar sömu aðferð c.a 24 dögum seinna.
á ég þá ekki að setja eitthvað smá nýtt vatn á hverjum degi svo hún fái smá súrefni í vatnið ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Djö... þetta verð ég að gera, það vantar alveg fiska í fataskápana í svefnherberginu. Spjalla um þetta við frúna á eftir. :rífast:
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Vargur wrote:Djö... þetta verð ég að gera, það vantar alveg fiska í fataskápana í svefnherberginu. Spjalla um þetta við frúna á eftir. :rífast:
LOL, segir henni ekki neitt, þetta verður bara svona surprise fyrir hana ef hún fataskápast eitthvað :hehe:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Gúggalú wrote:
Vargur wrote:Djö... þetta verð ég að gera, það vantar alveg fiska í fataskápana í svefnherberginu. Spjalla um þetta við frúna á eftir. :rífast:
LOL, segir henni ekki neitt, þetta verður bara svona surprise fyrir hana ef hún fataskápast eitthvað :hehe:
Mín yrði ansi fljót að sjá eitthvað nýtt í fataskápnum...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

platy

Post by Bruni »

Sé að ég er greinilega að starta nýju trendi. Þú getur skipt út vatni ef þú nennir, þarf sjaldnast nema þú sért með greyið í nokkrar vikur í fötunni, held að það sé annars ólöglegt. Ef svo fer þá hefur karlinn hlaðið frúna með púðurskotum.
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

prufa þetta í 2 - 3 daga tops, ef ekkert gerist þá bara fer hún aftur í búrið og við bara sjáum hvað gerist
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er snilldarbragð.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

Verð það prufa þetta með sverdragann minn
Kveðja Hrannar
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Jæja, mín í borginni (og kíki auðvitað hingað inn) og skellti mér í dýrabúð í dag og keypti mér svona flot/gotbúr þannig að ég get skutlað kellu i það annaðkvöld ef hún verður en preggó þegar ég kem heim.

Keypti mér líka loftdælu og hlakka til að sjá hvernig gengur að setja það allt í. Ætlaði ekkert að eyða í fiskana í dag, bara kaupa svona got/flotbúr en endaði í 12000 krónum.....Þetta er fljótt að koma. Sagði kallinum frá þessu og hann sagðist hafa haldið að með því að láta páfagaukinn fara og "leyfa" mér að fá mér fiska myndi ég hætta að eyða peningum í þetta dýrastand mitt.... Ég sagði að þetta væri bara svona startkostnaður. svo þegar startið er komið alveg þá fer maður í að kaupa sér stærra búr 8) Hann tók nú ekkert rosa vel í það.... skil ekkert í honum...
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

skrítið hvað "hinn" aðilinn á heimilunum er oft á móti fiskunum manns!.. :lol:
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Er þá ekki bara vitlaust parað á heimilunum ? :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jæja, mín í borginni og skellti mér í dýrabúð í dag
Það var ekkert verið að hafa fyrir að heimsækja strákana í Fiskabur.is og þá reyndar stóran hluta af mannskapnum hér þar sem allmargir litu við í dag (þakka innlitið allir).
Vona að þú hafir í það minnsta skellt þér í Dýragrðinn og nýtt þér afsláttinn sem félagsmenn fá.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Rúnar Haukur wrote:Er þá ekki bara vitlaust parað á heimilunum ? :D

við fiskaáhugamenn þurfum bara að fara að standa saman og fá okkur blokk!!.. svo bara eins mikið af búrum og burðargeta gólfs í hverri íbúð leifir!! :lol:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kaupum okkur góðan sveitabæ með stóru fjósi og málið dautt!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Frekar að finna bara einhverja skemmu sem við getum leigt og allir fá sitt horn til að vera með nokkur tonn af vatni :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

NÁKVÆMLEGA!!!.. drýfum bara í þessu!!.. svo kannski einusinni á ári þá getum við verið með sýningar og selt inn á þær og svona!.. :lol:
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

hehehe :lol:
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Mr. Skúli wrote:skrítið hvað "hinn" aðilinn á heimilunum er oft á móti fiskunum manns!.. :lol:
Hann var samt mjög ánægður að losna við páfaskrímslið eins og hann var stundum kallaður og var sáttur að fá fiska. Gat ekki ímyndað sér að ég gæti eytt miklum peningum í einhver dýr sem synda fram og til baka......fáfróður maður þar á ferð :hehe:

Það var ekkert verið að hafa fyrir að heimsækja strákana í Fiskabur.is og þá reyndar stóran hluta af mannskapnum hér þar sem allmargir litu við í dag (þakka innlitið allir).
Vona að þú hafir í það minnsta skellt þér í Dýragrðinn og nýtt þér afsláttinn sem félagsmenn fá.
Sko, það að ég hafi komist í dýrabúð var met. Fór sko suður í bíl með honum pabba gamla. Ég og mamma ætluðum að fara saman í kringluna og í dýrabúð. Þá vildi pabbi endilega fara með okkur....og hann og búðir eru skelfing, sérstaklega þar sem hann var að flýta sér því hann var sko að fara með bróður mínum til bróður síns......þannig að við skildum aldrei afhverju hann hafi komið með okkur í "bæinn". Þannig að það endaði með að ég stökk inní einhverja blómaval og keypti þetta dót í flýti, svo var brunað í kringluna og mamma stökk þar inn. Ég steig ekki einu sinni fæti þar inn....þannig fór um sjóferð þá. En ég kem suður aftur 1.mai og verð til 7.mai og þá verður sko komið í fiskabur.is. Aðeins að reyna að kveikja meira í kallinum líka sko...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Aðeins að reyna að kveikja meira í kallinum líka sko...
Ég get verið mjög sannfærandi :hótun:
Hann fer heim með nýtt 400 lítra búr. :D
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Vargur wrote:
Aðeins að reyna að kveikja meira í kallinum líka sko...
Ég get verið mjög sannfærandi :hótun:
Hann fer heim með nýtt 400 lítra búr. :D
Líst sko ekki illa á það kem því reyndar örugglega ekki fyrir, en hey, tek þá bara helminginn af rúminu okkar í burtu.... kallinn er hvort eð er alltaf á sjó......
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

hahahaha :D nú lýst mér á Varginn!.. :lol:
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Hvað er óhætt að hafa platy kelluna lengi í flot/gotbúrinu ? Ég veit ekki alveg hvað er langt eftir hjá henni. En búrið er í stóra búrinu en er ekkert neitt rosalgega stórt og sýnist henni ekkert finnast þetta vera gaman.

og afhverju í helv.. þarf að vera svona mikill hávaði í loftdælum ? Ég nenni bara ekki að setja hana upp því hún hefur svo hátt. Ekki nema að hafa hana í gangi þegar ég er ekki heima...
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú getur haft fiskinn þarna alveg út í eitt á meðan þú gefur honum að éta.
Áttu nokkuð smá gróður sem þú getur sett þarna í, t.d. smá javamosa?
Hún hlýtur að gjóta fyrir rest.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply