Rót með Malawi

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Rót með Malawi

Post by sirarni »

Var að spá hvort að það væri í lagi að vera með rót með malawi fiskum. :)
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

já þú getur alveg verið með rót.
en ég mæli ekki með því því það dregur niður pH-ið og Malawi fiskar vilja mjög hátt pH.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef sýrustigið er lágt þá er fiskunum hættara við sjúkdómum og þeir klóra sér meira, Malawi fiskar geta samt oftast vel verið í búri með rótum en ég mæli með að fólk sleppi þeim og setji skeljasand í búrið eða skeljar í dæluna til að ná sýrustiginu upp.
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég asnaðist einu sinni að hafa rót með Malawi og var líka með skeljasand en rótinni hefði ég átt að sleppa þannig nei fáðu þér frekar meira af steinum og búðu til hella og góða felustaði.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

já takk en gildir það ekki lika með tanganyika fiskum að hafa hátt ph.
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

Jú hátt PH þar líka.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Og á maður bara að setja skeljasand í dæluna.?
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

Fínt að setja skeljasand eða kóralsand í nælon poka í dæluna.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

það er líka hægt að fá sand í búr sem gerir það að verkum að pH verði rétt.
hann er að vísu frekar dýr.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

já það er bara að ég er búinn að kaupa sand fyrir viku og setja hann í þannig að ég nenni ekki að fara að breyta því strax. :P
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Eiki wrote:Fínt að setja skeljasand eða kóralsand í nælon poka í dæluna.
Sammála, svínvirkar!
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

fór niður í fiskó og keypti mér poka af kóralsandi og er búinn að skella því í dæluna :D
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Ég er búinn að vera með 2 stórar rætur með mínum malawi í hálft ár, það hefur verið allt í topplagi hjá mér.
Enn það stendur samt til að taka þær uppúr vegna breytinga.
Ég hafði ekki hugmynd um þetta :shock:
Post Reply