Eitthvað skrítið sem stendur útúr gúbbí

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
krissag
Posts: 18
Joined: 23 Apr 2009, 21:02

Eitthvað skrítið sem stendur útúr gúbbí

Post by krissag »

Það er búið að ske tvisvar sinnum áður að það er eitthvað brúnt sem stendur nokkra mm útúr endaþarmi á gúbbíkerlingunum mínum, svipað eins og lítið spjót, oddhvasst.
Ég hélt fyrst að þetta væri bara sporður á seiðum, en svo gutu þær og þetta stóð ennþá út. Svo eftir svona tæpa viku drápust þær.
Meirasegja þegar önnur var dauð, reyndi ég að toga þetta út en þetta var bara frekar sterkt, og slitnaði svo bara. Núna er flotti gúbbíkarlinn minn með þetta, veit einhver hvað þetta gæti verið?
Þegar aðrir fiskar erta hann þá fer þetta inn, en kemur svo út aftur..

ein í vandræðum :/
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Ég prófaði að googla þetta og ég verð að segja að ég kúgaðist þegar ég las þessa grein:

http://www.bcaquaria.com/forum/callamanus-worm.html

Gæti þetta verið það sem er að ?
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

þetta eru ormar... talaðu við þá í dýragarðinum, þeir eiga örugglega lyf við þessu.
er að fikta mig áfram;)
krissag
Posts: 18
Joined: 23 Apr 2009, 21:02

Post by krissag »

já þetta gæti verið það.. nema þetta er ekki rautt, þetta er svona alveg brúnt eða svart.. en já þetta er ábyggilega það. Samt skrítið því það er frekar langt siðan þessar tvær dóu, eg er með svona 30 fiska en það er bara einn nuna.. kanski er þetta bara lengi að þróast.
fer og kaupi lyf við þessu...
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég myndi mæla með því að eyða þessum fisk sem ormurinn er í eða allavega taka hann frá hinum og setja hann í einangrunarbúr, ryksuga botninn og kaupa ormalyf Asap!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
krissag
Posts: 18
Joined: 23 Apr 2009, 21:02

Post by krissag »

ryksuga botninn? með einhverri sérstakri græju?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hefðbundin malarryksuga fyrir fiskabúr dugar alveg.
Post Reply