250L Discus búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

250L Discus búr

Post by henry »

Smellti af nokkrum myndum til að drepa tímann þangað til ég set Discusa í búrið, sem ætti að gerast á föstudag ef allt gengur að óskum. Sem stendur býr bara einn ecstatic gullfiskur í búrinu, syndir um svaka spenntur og felur sig í plöntum þess á milli.

Smá stats fyrir fellow geeks:
Akvastabil 250 ásamt viðeigandi skáp. T5 lok með 1x 10000K cool white og 1x blárri peru. Eheim 2224 og 200w Tetratec hitari. Búrið, dælan, hitarinn, og sandur keypt notað, hitt nýtt.

Stór drumbur sem er ekki enn sokkinn, festur með spennum við grjót. 2x Vallisneria Spiralis dreift fyrir aftan drumbinn. 2x Echinodorus Bleheri hægra megin, og eitt offshoot vinstra megin að framan. 1x Hygrophilia corymbosa. Braut florinette A töflur í tvennt og setti samtals 3 töflur út í. Vantar á mynd DIY kókflösku CO2 sem ég er að testa, sem bubblar í intakeið (8 bubbl/min.)

Er bara að reyna að vera rólegur fram á föstudag. Ákvað að cycla í viku með Nitrivec og traustum gullfisk og líka einhverju af sandi úr established búri. Ætla að vera með 4-6 Discusa í þessu, byrja með litla. Og svo neon tetrur með. Veit bara ekki hvað ég ætti að fá mér margar neon. Er 30 of mikið? ;-)
Einnig, er einhver ryksuga sem er ekki að fara að sjúga sig fasta við Discus eða leggjast á laufblöðin á sverðplöntunum?

Var að hugsa um að hafa kannski skalla með, en æji.. Been there, done that. Þetta með bláu peruna var mistök hjá seljanda. Ætla að sjá til hvort ég held þessu þegar fiskarnir eru komnir í eða hvort ég fæ mér aðra gróðurperu. Vatnið er svolítið skýjað af tannín út af drumbnum, en ég er að fíla það, og fiskarnir eiga sennilega eftir að gera það líka.

(Props til Kela fyrir myndahosting)
Image
Image
Image
Image
Image
Last edited by henry on 02 Jun 2009, 00:12, edited 3 times in total.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

flott búr en eitt smá komment, diskusar synda í blindni á hvað sem er ef þeim bregður og eru mjög kraftmiklir. ég fæ í magann að sjá þessar greinar út í loftið alveg fyrir miðju búrinu, þeir gætu skrapað sig mjög illilega á þeim. ankistrur eru alveg klassískar með diskus.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

30 neon eða kardínálar eru alveg prima í þetta búr með discusunum. Passaðu þig að eiga nóg af blóðormum fyrir discusana (til að koma þeim í gang). Svo get ég sent þér ódýrt discusafóður ef þú vilt? :)

Búrið verður ekki búið að cyclast þegar discusarnir koma, þannig að það er extra mikilvægt að hafa auga á vatnsgæðunum. Litlir discusar eru prímadonnur og ekki líklegir til að taka vel í nítrít eða ammóníutoppa.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Keli: Endilega redda mér fóðri ;)

Ok spurning hvort ég bíði bara með þetta í auka viku eða taki vatnsskipti + skvettu af nitrivec daglega til að byrja með?

Átt þú einhverja unglinga sem eru söluhæfir?

Guðrún: Já. Þannig er lífið. Það er fullt af oddkvössum hornum í íbúðinni hjá mér þótt pottormurinn minn sé algjör hrakfallabálkur. :)

Ég treysti bara á gott karma!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lofar góðu en mér þykir þú koma með fullmargar myndir sem eru nákvæmlega eins.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Vargur wrote:Lofar góðu en mér þykir þú koma með fullmargar myndir sem eru nákvæmlega eins.
fixed
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef litla trú á nitrivec.. Meira traust á því að láta fiskana bara koma þessu í gang. Gullfiskurinn er fín byrjun, en cycle tekur um 4 vikur að komast í gang almennilega - og ef maður bætir mikið af fiskum við á stuttum tíma þá er hætt við að mini cycle fari í gang.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Líst vel á þetta búr hjá þér, fallegar plöntur.
Hvaðan færðu diskusana?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Takk. 8)

Remains to be seen. Ég versla samt mestallt mitt úr Dýragarðinum.
Er að bíða eftir info um hvaða Discusa þeir eiga.

Ég ætlaði að fá Dýraríkið á Akureyri til að panta fyrir mig, en það besta sem þau gátu boðið mér var 30.000kr stykkið. Þannig að ég starði bara meðan ég bakkaði út. :shock:

Ég er samt ekki mikið Discus wiz. Þ.e.a.s. hef ekki stúderað nöfnin á þessu öllu. Veit samt að mig langar í litadýrð. Langar mest í gula, bláa, Red Ruby, kannski einn natural eða pigeon blood.. Eintökin eru samt voðalega misjöfn oft sýnist mér á myndum.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú ættir að tala við Svavar og athuga hvað hann er með, hann er á Sauðárkróki svo það er ekki mjög langt að fara.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=7395
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Líst vel á þetta hjá þér, verður gaman að fylgjast með þessu.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jæja. Skellti mér á 4 unglinga úr Fiskó. Innlend hrygning. Tveir Blue Snakeskin og tveir Red Turquoise. Kemur í hús korter í tvö á morgun.

Verður einhverskonar Þorlákmessunótt hjá mér í kvöld.

Ætla svo að bæta við kannski 1-2 í viðbót og 20-30 stk af neon tetrum seinna meir. Vil reyna að treyna þetta eitthvað aðeins, ekki kaupa allt í einu. Þessir Fiskó diskusar voru bara á svo fínu verði, 4500kr stykkið.

Ef mér skjátlast ekki þá eru þetta svipuð kvikindi:
Image
Blue Snake Skin
Image
Red Turquoise
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

búin að sjá þá, þeir eru mjög flottir.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Lindared: Voru þeir ekki sprækir eins og lækir og svona? :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

jú, mjög hressir.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jæja. 4 Discusar komnir í búrið. Eru í feluleik núna.

Tók gullfiskinn úr búrinu í morgun, það var pain. En hafðist.

Skelltum 4ra ára stráknum í pössun, svona til að hafa rólegt í kringum þetta, náðum í fiskana á flugvöll og dót sem ég pantaði af Vargi og fórum heim. Planið var að láta pokana mara í búrinu í hálftíma, en fiskarnir voru í pörum í pokanum. Annar pokinn var orðinn heldur æstur eftir svona 10-15 mín, þannig að ég fór að ausa í hann vatni og hleypa út. Þeir voru meira en lítið skelkaðir þannig að ég leyfði þeim að vera og losaði hinn pokann. Þeir syntu bara út eins og ekkert væri. Á endanum þurfti ég að aðstoða þessa hræddu úr pokanum.

Svo þegar fiskarnir voru komnir ofan í setti ég lokið aftur og hafði slökkt, og fór að heiman með familíuna í Bónus og leyfði þeim bara að chilla. rúmum 2 klst síðar kveikti ég, en ég er ekki að finna alla fiskana mína.

Þeir eru svona líka geggjað góðir í feluleik virðist vera. Tveir eru bakvið rótina, í helli sem myndast undir henni, alveg þétt uppvið rótina sjálfa. Veit ekkert hvar hinir tveir eru, sennilega á svipuðum stað, ekki eins og þetta sé 900L búr.

Annars eru plönturnar að dafna vel núna þó megnið af eldri blöðunum séu á síðasta snúningi. Vallisnerian er að skipta sér eins og illgresi, og ég get næstum séð sverðplönturnar vaxa. Greinilegt að homebrew CO2 er að fúnkera.

Öll test á vatninu koma fínt út nema hitastigið. Ég ætlaði að hafa það kringum 26 en kann greinilega svona illa á hitarann að það varð 28.

Jæja, meðan ég skrifa þetta þá er einn Red Turquoise farinn að synda um búrið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flott mál.´
Mér hefur þótt auðveldara að fá diskusa til að éta í nýju búri ef hitinn er hár, 28-30°
Last edited by Vargur on 29 May 2009, 17:48, edited 1 time in total.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Vargur: Nice.. lucked out á því þá! :)

Þeir eru komnir af stað núna, synda í torfu í einu horninu. Tek myndir þegar fer að dimma.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Tók ekki langan tíma.

Sé ekki betur en að þeir hafi fengið sér að borða. Bað Fiskó um að senda mér matinn sem þeir voru aldir á í búðinni, Tetra Prima, svona korn sem sökkva. Ég setti nokkur korn og þeir eru að gogga eitthvað í botninn.

Reyndar fela þeir sig alltaf strax og þeir sjá hreyfingu fyrir utan búrið. En það hlýtur að lagast á næstunni. Spurning hvort það verði meira öryggi fyrir þá að fá Neon vöðu í búrið?
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Nú held ég að ég sé að verða ruglaður.

Þeir eru að fara í hornið á búrinu, hjá dæluinntakinu og hitaranum, og gogga í sílíkonið. Svo setur einn þeirra þreifarana að hliðunum og syndir upp með sílíkoninu.

Þetta er alveg eins og þegar skallarnir mínir voru að hrygna hér í eina tíð.

Nema hvað að þá væru bara tveir fiskar í þessum hluta búrsins. Og damnit, Discusar eru ekkert að fara að hrygna 5klst eftir að þeir koma með flugi í nýtt búr.

Kemst ekki nógu nálægt til að sjá hvort gotraufar eru komnar niður, en kommon.. Þetta gæti aldrei staðist! Stórskrýtið athæfi samt.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Smellti af nokkrum myndum, þó það sé ekki enn orðið nógu dimmt. Þeir eru rétt núna hættir að flýja í ofboði þegar einhver gengur að búrinu. Ekki bestu myndir í heimi, myndavélin endurspeglast og fjórða myndin engan vegin í fókus.

Image
Image
Image
Image
Image

Ég er allavega happy camper!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

voðalega sætir :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Takk. Ég er svaka ánægður með þá. Borða vel og eru sprækir miðað við aðstæður. Þetta mæli með þessu batch hjá Fiskó. Er ræktandinn á Fiskaspjallinu?
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Þessir fiskar eru ræktaðir af mér. Þetta lítur vel út hjá þér, flott að þeir byrja að narta strax, en farður í það að búa þér til nautshjarta mix ef þú villt að þeir stækki og verði stæðilegir þú nærð því ekki á þurrfóðri.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Parið sem þeir eru undan er tyrkis og hrigna þessi bláa hún er blönduð að blue dimond og read sneikskinn þar skérur sneikskinn munstrið framm í seiðunum alveg magnað hversu sterkt það kom í gegn en genatikin í diskusum er bínsa skemmtileg....
skoðaðu videoið þetta er parið með fiskana þína á sínum tíma.
http://www.youtube.com/watch?v=irsBHP5-lzk
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Svavar: Magnað ;)
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

það er búið að vera mega skemtilegt að filgjast með þessu hjá þér. til hamingju með fiskana, skuggalega flottir. líka gaman að sjá videoið fra svavari.
-Andri
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Junior: Hehe. Stay tuned ;D
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Kiddi í Dýragarðinum valdi handa mér einn Tangarine Discus úr síðustu sendingu sem ég keypti í dag og fæ vonandi með flugi á þriðjudag.

Féll fyrir Tangerine eftir að hafa séð þessa mynd á síðu einhvers tælensks ræktanda:
Image

Minn verður vonandi bara enn flottari.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ákvað að skella inn þessu vídeó fyrir Lindared o.fl. þar sem hitt 10 sekúndna í ormaþræðinum fékk góðar viðtökur. :P

Feeding time :)

<embed src="http://www.youtube.com/v/A5MIDHHnWlg&hl=en&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed>

Afsakið speglunina. Gleymdi að loka hurðinni.
Post Reply