250L Discus búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Þessi Discus er farinn að haga sér undarlega af og til. Sýnir liti, spennir sig út, og gerir risastút. Gerir þetta nokkrum sinnum í röð. Er ekki að gera þetta framan í aðra fiska. Einhver hugmynd um hvað hann er að spá?

Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Tveir nýir Discusar!

Fékk þessa hjá Vargnum. Annar er stór hvítur, og bláleitur. Hinn er natural. Er með tvær myndir af naturalnum til að sýna línurnar og án. Myndin af hvíta er svolítið dökk, hann er ljósari. Næ vonandi að mynda hann betur síðar.

Uggarnir á naturalnum eru svolítið tættir eftir flugferðina í pokanum, en það lagast vonandi fljótlega

Image
Image
Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

awww.. ég á eftir að sakna hans (græna diskusins) svo fallegur.

Til hamingju með þá!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Já, hann er rosalega fallegur. Það eru allir gapandi sem sjá hann :)

Þið heimsækið hann bara ;)
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Græni Discusinn er eitthvað stúrinn. Mjög dökkur og heldur sig undir rótinni. Var eitthvað að verða undir í átökum við mun minni Discus..

Var búinn að reyna að hafa kveikt á búrinu yfir nótt, til að athuga hvort hann finndi sig betur í búrinu, en það virkaði ekki.

Svo er vatnið hætt að vera alveg kristaltært, svona öörlítill grænn litur. Sennilega af því ég var að gefa meira en venjulega til að reyna að fá græna til að éta. Svo ég ákvað bara að myrkva búrið með því að líma ruslapoka utan á glerið, og hætti að gefa mat. Ætla að leyfa þessu að malla í 4 daga eða svo.

Vonandi verða allir sáttir og sælir eftir það.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er ekki sterkur leikur að hætta að gefa þegar discus er stúrinn. Frekar reyna að dekstra hann til að komast í gang aftur, helst eitthvað með vænum slurki af ferskum hvítlauk í, sem ætti að hjálpa við að drepa pest, ef það er eitthvað innvortis í honum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hann er nú held ég bara fúll yfir ferðalaginu. Sé til, 4 dagar ættu ekki að gera honum neitt. Hann kom vel búttaður frá Vargnum
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þegar ég fékk hann þá var hann með þeim minni í búrinu og var nokkra daga að fara að éta og át svo oftast síðast og hreinsaði þá helst af botninum. Hann var þó alltaf í sérlega góðum holdum og geislandi fallegur en virtist nokkuð styggur og felugjarn þegar maður nálgaðist búrið.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Já ókei. Það er þá bara svona ský yfir honum alltaf, semsagt?

Æji, ég leyfi búrinu að vera myrkvuðu. Enda fór ég í það aðallega því ég nenni ekki að standa í þörungaógeði aftur.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það er ávísun á vandræði ef maður missir discusa í lystarleysi, sammála kela með að reyna frekar að fá hann til að éta, gefa jafnvel í tveimur skömmtum til að hinir séu uppteknir og reki hann ekki frá og gefa gúmmulaði eins og blóðorma.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jájá. Ég hef misst einn tiny discus af 7 so far. Þessi er vel stálpaður og allt annað en magur, eins og myndirnar sýna.

Ég held að ef ég haldi áfram að gefa helling eins og ég hef gert til að reyna að fá þennan eina til að éta, þá fokki ég upp vatnsgæðunum illa og drepi alla hina með. Þannig að þá vel ég frekar að þessi eini veslist upp og drepist en að allt búrið fari með. Grænt vatn gefur enda til kynna að ég hafi verið farinn að skemma vatnsgæðin.

Nema vatnið verði grænt við það að fá í sig grænan diskus! ;)

Held að það mikilvægasta sem Discusarnir hafa kennt mér sé að panikka ekki yfir svona tiktúrum í þeim. Þeir eiga það til að hætta að éta, loka öðru tálkninu og synda á hlið, fela sig og vera dökkir. En svo hætta þeir þessu þegar þeir hafa fengið leið á að rugla í manni, og sumir éta bara úr botninum þegar maður er að gera eitthvað allt annað en að horfa á búrið eða éta þörung af plöntum og steinum.

Ég held að rólegheitin í mér fram að þessu hafi forðað þeim frá því að ég slátri þeim með lyfjum og drastík. Það og að passa vel upp á vatnsgæði.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jæja. Tók utan af búrinu í dag og framkvæmdi stór vatnsskipti.

Allir Diskusarnir hressir í búrinu, og fegnir að éta. Græni er enn felupúki, en hann kom þó fram á matartíma og fékk sér bita með hinum.

Svo í kvöld, svona 10 tímum eftir að ég tók utan af búrinu þá eru allir farnir að sýna svaka liti og dilla sér.

En þá sé ég að um búrið flýtur dauð neon tetra :væla:

Þá er spurningin, hvort deyjandi þörungur ásamt einhverjum laufblöðum sem ég fjarlægði ekki af yfirborðinu meðan búrið var innpakkað hafi orsakað ammóníu spike sem drap tetruna, eða hvort 28°C sé bara of mikið fyrir neon? Sé pínu eftir að hafa ekki fengið mér venulegar kardinálatetrur núna, því ég sé að þær eiga að þola meiri hita en neonarnir.

Allavega, búrið er rosalega tært og fallegt núna, og ég held áfram að fylgjast með.

Smá myndaröð.. (glöggir sjá að ég er farinn að passa mig á að taka myndir af vinstri hlið fiskana, eins og pró liðið hér á síðunni :P)
Image
Image
Image
Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi nú ekki hafa miklar áhyggjur af því að ein neon tetra geispi golunni :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hehe nei, þetta er ekki katastrófa. Enda vælukallinn kaldhæðinn. Hinsvegar leiðinlegra ef þetta drepst unnvörpum og mengar vatnið. Ég sé þá aldrei alla í einu, get ekkert talið þá. Eru oft að chilla í vallisneriunni..
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

diskusarnir eru mjög flottir hjá þér.. sérstaklega séð á vinstri vangann :wink: Neon tetrur vilja oft hanga þar sem straumurinn er lítill.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ákvað að pósta vídjó af búrinu. Reyndar langdregið vídjó, var að bíða eftir að græni kæmi undan drumbinum en það var ekki að fara að gerast. Setti samt lag undir sem ætti að stytta fólki stundir.. Allavega þangað til Youtube fattar að þetta er höfundarréttarvarið lag og tekur það út..

<embed src="http://www.youtube.com/v/jJuNFRFQV3A&hl=en&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed>
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

svo afslappandi!!
Þessi græni hlítur að koma til, sýndi allavega mjög flotta liti hjá okkur :) Bara svolítið feiminn, það er alltaf einn fiskur í hópnum aðeins til baka.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Þetta er nú bara hið fínasta video alltaf eithvað sem fangar augað, gullfallegir Diskusar, geðvond neontetra, ryksuga á fullu og svo þetta fína lag undir, langt frá því að vera langdregið bara snilld :) Glæsilegt búr sem þú átt þarna !
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Takk takk :D
User avatar
Hebbi
Posts: 115
Joined: 05 Aug 2009, 18:43
Location: Mosó
Contact:

Post by Hebbi »

flott myndband :D
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Þessi mynd klikkaði örlítið út af glampa á glerinu, en mér finnst hún samt flott á sinn hátt.. Discusinn var að taka smá sprett.. :)

Image
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

þessi er töff, mætti halda að hann væri á þvílíkri siglingu
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Smellti myndbandi af ankistru að éta gúrku. Var eitthvað óvenju óhrædd við myndatökur, og var líka í því að slá hungraðan eplasnigil frá gúrkunni sinni með sporðinum. Þetta er eini augljósi karlinn í búrinu, og langstærsta ankistran. Í þetta skipti er lagið í boði Youtube..

<embed src="http://www.youtube.com/v/ALI5Hjkpi2I&hl=en&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed>
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Lenti í smá veseni í gær. Var með sera active carbon í tunnudælunni hjá mér, og einhvernveginn sogaðist það í gegnum þykkt lag af ehfisubstrat og upp í skrúfuna og út í spraybar. Þannig að ég þurti að taka dæluna úr sambandi og hreinsa þetta upp, taka öll litlu kornin af kolum úr dælunni og mediunni. Ákvað að nota tækifærið og stytta slöngurnar á tunnudælunni, var helst til of mikill slaki á þeim sem ég hafði áhyggjur af að yki bara mótstöðu. Framkvæmdi síðan vatnsskipti.

Þegar ljósið kviknaði á búrinu áðan sá ég að annar litlu diskusanna var í vallisneriunni hjá mér, hreyfingarlaus. Tók hann með háfnum, hann reyndar hreyfði sig eftir að hann kom úr vatninu og reyndi að anda, en hann var augljóslega að drepast þannig að ég sturtaði honum bara niður. Ég prófaði vatnið en það var ekkert sjáanlegt nítrít, og nær ekkert nítrat. Ég skipti samt um smá vatn til að vera öruggari með þetta.

Þetta er annar þeirra sem hefur verið með eitthvað vesen í tálknunum í dágóðan tíma. Var duglegur að éta en stækkaði ekkert. Annað systkini hans er eins. Þannig af 4 upprunalegu fiskunum er bara einn sem er að stækka almennilega og er heilsuhraustur og 3 rindlar. Þannig að ég verð að ráðleggja fólki sem langar í Discus að vanda valið. Kaupa stærstu fiskana úr hópnum eða kaupa bara hreinlega eldri fiska. Mun minna af veseni.

Hvað sem þetta er þá virðist þetta ekki vera smitandi. Allir hinir Discusarnir eru mjög hressir. Græni Discusinn sem virtist éta lítið fyrst er núna farinn að ryðjast að mér og borða nautshjarta úr hendinni á mér, og sýnir mikinn lit. Er enn eitthvað tættur á uggum samt.

Þetta var hinn Red Turquoise, þannig að nú á ég engan Turquoise :væla:

Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Er með spurningu. Sýnist ykkur þetta vera gotraufar á Discusunum? Hef ekki séð neina hreinsanir á neinu eða þá reka einhverja í burtu frá svæðinu, allt með ró og spekt bara..
Image
Image

Svo náði ég þessari mynd af Discus að éta gúrku. Þeir gera þetta stundum, ráðast á gúrkuna svo ankistrukallinn flýr. Helvítis græðgi, þeir fengu nautshjarta í kvöldmat og svo þurrfóður í laugardagsnammi..
Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er gotraufin/totan, en hún fer töluvert lengra út þegar þeir eru í hrygningarhugleiðingum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ah, hlaut að vera. :) Fannst þetta svo lítið miðað við á Sköllunum hér í denn.

En myndiru ekki halda að sá guli væri kall m.v. þessa mynd?
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Matartími!

<embed src="http://www.youtube.com/v/BJ6WjPS6ba0&hl=en&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed>
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Smá landscaping í gangi. Tók Anubiasinn og skar hann af stiklinum, lét stikilinn í búrið þar sem hann sökk á botninn, svona ef ske kynni að það yxi eitthvað meira af honum. Snyrti síðan rætur alveg gjörsamlega og stakk þessu í örlítið holan stein sem ég var með í búrinu, smellpassaði ofan í svo ég festi þetta með teygju. Ætlaði fyrst að festa þetta með sílikoni en það var ekki að ganga, fékk þetta ekki til að sitja kyrrt.

Vafði javamosa utan um hraunmola sem ég átti, mosinn þekur hraunið alveg nema á þessum bletti sem sést í.

Þá er það spurning, hvað er það að fara að taka langan tíma fyrir Anubiasinn að festa sig í steininn? Sést á einni mynd þarna hvað ræturnar eru farnar að vaxa langt síðan ég snyrti.

Anubias í steininum. Sést þarna hvað amazon sverðplönturnar eru orðnar litlar og druslulegar :/
Image

Komin alveg góð tomma af rót á 2 vikum.
Image

Mosavaxinn hraunmoli
Image

Stikillinn sem anubiasinn var á, spurning hvort það vaxi eitthvað úr honum eða hann rotni bara..
Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ákvað að smella inn myndum af græna Discusnum (fyrir Elmu ;))

Hann er alveg orðinn eiturhress núna, duglegur að borða, sýnir fallega liti, og svona, en er enn frekar mikið fyrir að vera einsamall, sem er spes.

Image
Image
Post Reply