Vatnsskipti án fötu

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Vatnsskipti án fötu

Post by henry »

Hefur einhver fiffað svoleiðis?

Hvar fær maður svona græju fyrir vatnsrúm til að tæma og fylla á, sem maður gæti svo riggað við malarryksugu?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þarft ekki endilega svona vatnsrúm græju, virkar vel a hafa bara langa slöngu sem nær inn á bað og malar ryksugu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

og ef þú átt ekki malarryksugu þá er alltaf hægt að nota kókflösku í staðinn.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég nota slöngu og powerhead á endan til að vera fljótari að tæma og svo er bara slöngustútur á eldhúskrananum til að fylla á.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hvað þarf maður ca? 600 l/h powerhead? Passa malarryksugurnar á inntakið á powerhead eða ertu með svamp þar, Vargur?

Ertu bara með garðslöngu "karltengi" á blöndunartækjunum?

Annars dreymir mig um að geta gert bæði í einu, þ.e. tæma og fylla á í sömu andrá með góðri stjórn á vatnshita. Spurning hvernig maður myndi útfæra það.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Minn fiskur étur þinn fisk!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég nota Maxi-jet 1200 powerhead og slangan passar beint á það, hendi svo bara powerheadinu ofan í búrið.
Malarryksugan passar líka á slönguna ef ég vil ryksuga botninn.

Kranatengið er krómaður slöngustútur sem passar beint á skrúfganginn á eldhúskranann. Einfaldara og öruggara en Gardena draslið
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Keypti mér kopartengi á krana. Setti það reyndar á sturtuna, þar sem það býður upp á betri hitastillingu. Er svona tveggja handa blöndunartæki í þvottahúsinu.

Er enn að taka vatnið úr með fötu og bera það út í garð, verð að fá mér dælu á þetta. Var reyndar að spá í að athuga hvort dæla fyrir kjallara eða bát myndi ekki virka betur (dælan á þurru út í garði og stútur ofan í búrið). Einhver testað það?

Eitt sem er pirrandi við þetta er að það verður alskýjað í búrinu þegar ég set vatn í, því það er svo hrikalega mikið súrefni í vatninu.

En Discusarnir virðast mjög sáttir við þetta.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kopartengi er líklega ekki alveg nógu góð hugmynd. Kopar er afar slæmur fyrir hryggleysingja og fiskar þola litlu meira af honum. Jafnvel í örlitlu magni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Sammála kela, myndi ekki nota þetta fyrir svona dýra fiska

Plast tengin eru mjög góð,vatns dæla má aldrei vera í gangi á þurru, mun ekki virka þannig, verður frekar að hafa dælu ofan í búrinu og svo hinn endann á slöngunni í garðinn/klósettið/niðurfall
Last edited by Squinchy on 04 Jun 2009, 21:59, edited 1 time in total.
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Það er nú lítið við því að gera, þannig séð. Soðnar koparlagnir í húsinu.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

gamla lagnir eru safe, hætta að losa með tímanum
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ok. Ég finn mér þá eitthvað betra tengi á þetta. Mér sýnist reyndar þegar ég skoða þetta að koparlagnirnar sem ég sá sé svona eftirá smíði fyrir nokkra ofna. Gömlu lagnirnar eru sennilega, vonandi, galvaníserað, ekki kopar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

henry wrote:
Er enn að taka vatnið úr með fötu og bera það út í garð, verð að fá mér dælu á þetta.
Er ekki slangan jafnlöng í báðar áttir ? Af hverju tæmir þú ekki bara með slöngunni ? Þú þarft enga dælu til þess, kemur bara rennslinu af stað og skellir endanum í sturtubotninn.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Vargur wrote:
henry wrote:
Er enn að taka vatnið úr með fötu og bera það út í garð, verð að fá mér dælu á þetta.
Er ekki slangan jafnlöng í báðar áttir ? Af hverju tæmir þú ekki bara með slöngunni ? Þú þarft enga dælu til þess, kemur bara rennslinu af stað og skellir endanum í sturtubotninn.
kannski er þetta svona einstefnu slanga ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég hendi slöngu út um gluggan (á annari hæð) og nota svo föru í rest: :-)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Það er alveg dead slow í tæmingu.

Er bara með 1/2" garðslöngu í þessu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ertu þá ekki bara með endann of hátt uppi, td í vask eða álíka ?
Sturtubotninn er bestur.
Auðvitað er þetta fljótlegra með dælu en það á að renna ágætlega án dælu.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Drainið tekur svona 10-15 mín ef ég nota slönguna í sturtubotninn. :sofa:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér þykir 10-15 min ekkert mikið, ég mundi bara koma slöngunni fyrir og horfa á hálfan Simpsons þátt eða harðsjóða egg á meðan rennur úr. :)
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Spurning.. Ég stend við þetta og fylgist með. Nervous með að forvitinn discus sogist við slönguna eða slangan skreppi út á parketið. Murphy's law applies.

Ef ég byggi einhverntíman eða tek íbúð í gegn, þá verður sko niðurfallsrör og heitt/kalt á veggnum við búrið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef diskus getur fest við slönguna þá mundi ég passa að þeir komist ekki nálægt dælunni. :D Ef slangan dettur á gólfið þá nær maður bara í handklæði og þurrkar upp bleytuna og festir slönguna svo betur.
Þegar ég tæmi og fylli búrið þá fylgist ég bara með en stend ekki yfir þessu, ég er bara í tölvunni eða horfi með öðru auganu á sjónvarpið.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég er einmitt alltaf að banda þeim frá dæluinntakinu. Þetta er orðið hræðilegt, sef varla! ;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef svosem lent í því að discus fari í slöngu hjá mér. Hann var fljótur að hrista sig lausan og var með smá "sogblett" í nokkra daga. Þeir lyppast ekkert niður og bíða dauðans bara ef þetta gerist :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Veit einhver annars um stað til að fá sæmilega sverar slöngur á ágætis prís? Var ekki alveg að tíma að borga 400kr/m í byko fyrir ca tommu svera slöngu, fékk reyndar svona plasthólk sem er notaður utan um snúrur sem virkar nokkuð vel. Væri þó vel til í að fá sverari slöngu í þetta þegar kemur að því að skipta 2-300 lítrum út í hvert skipti.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hugsanlega eitthvað ódýrara í barka í kópavogi. (fyrir ofan dominos á nýbýlavegi minnir mig)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Snilld, líst vel á þessa barka hjá þeim. Takk fyrir þetta!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þeir eru líka með allar gerðir af slöngum. Fínt fyrirtæki og með margfalt betra úrval en byko. Hugsanlega aðeins ódýrari líka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

henry wrote:Spurning.. Ég stend við þetta og fylgist með. Nervous með að forvitinn discus sogist við slönguna eða slangan skreppi út á parketið. Murphy's law applies.
Hefðir átt að sjá mig í gærkvöldi þegar ég var að fara fylla búrið. Var með skrúað fyrir á mínum enda slöngunnar en svo þegar ég var að hreyfa hana eitthvað að þá datt bitinn af og allt sprautaðist um allt. Vatn á parketinu, loftinu, teppið en mest fór samt á systur mína.
Þetta var eins og léleg grínmynd :P
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það hefur orðið uppistand á heimilinu þá :lol:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply