halda búrinu í 26 gráðum

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
M.Logi
Posts: 162
Joined: 31 Mar 2009, 19:53
Location: Espoo, Finnland

halda búrinu í 26 gráðum

Post by M.Logi »

Nú er orðið ansi heitt hérna í finnlandi og þar af leiðandi heitara í íbúðinni.
Ég fæ ekki vatnið til að haldast í um 24-26 gráðum það fer alltaf upp í 29 gráður. Er einhver leið til þess að bjarga þessu?

Ég nota ekki hitara.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Flestir fiskar þola svosem alveg 29 gráður... Plöntur gætu þó farið að veslast upp í þeim hita.

Hvaða fiska ertu aftur með?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
M.Logi
Posts: 162
Joined: 31 Mar 2009, 19:53
Location: Espoo, Finnland

Post by M.Logi »

er með Ancistrus, Platy, Rummy-nose og black molly
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

klaka oní búrið :-)

eða bara kaupa chiller :P
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Klaki dugir stutt og er ónákvæmur.. Dugir eiginlega ekki nema í neyðartilvikum.

Þessir fiskar fíla allir 29 gráður ágætlega. Bara spurning með gróðurinn, en það ætti amk að sleppa ágætlega í einhvern tíma.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

neinei 20kg af klaka í poka og 2-3 kippur redda þessu á nóinu.!
User avatar
M.Logi
Posts: 162
Joined: 31 Mar 2009, 19:53
Location: Espoo, Finnland

Post by M.Logi »

já það er aðalega gróðurinn sem ég er að hafa áhyggjur af, búrið er orðið svo helv. flott af gróðri.

Fiskarnir eru hressir.

ég þarf að kýkja í einhverja búðina og sjá hvað þeir seigja, maður er ekki vanur svona hita á klakanum heima :?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Uppgufun kælir ágætlega. Ef þú getur haft búrið opið þá kælir það.
Einnig getur verið töluverð hitun af ljósum, sérstaklega í vel lokuðum búrum. Geturðu tekið eina peru úr sambandi?
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Skella viftu fyrir framan búrið?
Post Reply