Sverðdragagot

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Sverðdragagot

Post by barri »

Hvernig get ég séð að tími er kominn á að setja kellurnar í gotbúrið?
Eru einhverjar skýrar vísbendingar?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þær fara að verða felugjarnar þá er það ágætis merki um að styttist í got.
Reyndar er sverðdragarar á mörkunum með að setja í gotbúr og höndla það oft illa.
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Post by barri »

Já ok er betra að setja upp búr fyrir þær og þá með Javamosa eða einhverju svoleiðis fyrir seyðin eða net sem þau færu niður um en kellurnar komast ekki í gegn? En með vísbendingarnar kemur engin svona tota eða svoleiðis á þær þegar nálgast?
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Stundum er gott að leita að eldri greinum

Post by Bruni »

Hvernig sér maður hvort gotfiskahrygna er að fara að gjóta ? Nokkur atriði er vert að hafa í huga. Hrygnurnar verða bústnari og þegar got er að hefjast verður kviðurinn oft sléttur að neðan og myndar eins og 90° horn við gotraufina. Við sjáum oft dökkan blett aftarlega á kviðnum, sem sést ekki á svörtum gotfiskum eins og Black molly og svörtum sverdrögurum. Hrygnurnar reyna oft að draga sig afsíðis og finna sér næði. Oft lýsir það sér þannig að það er eins og þær reyni að komast út úr búrinu. Hængar elta þessar hrygnur oft meira heldur en aðrar sem getur verið merki um að got er að hefjast. Þegar got er yfirstaðið er hyggilegt að skrá niður dagsetningu ef fólk er spennt fyrir því og taka hrygnuna frá eftir 23 til 24 daga ef vilji er til að ná næsta goti. Meðgöngutími er breytilegur og getur verið frá 3 til 4 vikum og upp í 6 vikur. Hiti skiptir þar máli og svo virðast hrygnurnar geta seinkað goti ef aðstæður eru ekki ákjósanlegar. Lítil plast gotbúr eru algerlega óviðunandi fyrir sverðdragarahrygnur. Plastfötuaðferðin er ágæt til síns brúks, tveir lítrar í 10 l. fötu duga, annars er hætta á að þær stökkvi uppúr. Ekki viljum við það. Það er ekki verra til öryggis að setja eitthvað yfir fötuna og slatta af javamosa eða litlum flötum steinum til skjóls fyrir seiðin. Myrkur er betra en birta. Skýrir sig sjálft. Fötuna á að staðsetja ofarlega í skáp, þar sem hitinn er mestur, ekki niður við gólf. Notaðu síðan bestu fiskana til undaneldis og árangurinn lætur ekki á sér standa. Gangi þér vel og mundu að þolinmæði er dyggð.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

barri wrote:Já ok er betra að setja upp búr fyrir þær og þá með Javamosa eða einhverju svoleiðis fyrir seyðin eða net sem þau færu niður um en kellurnar komast ekki í gegn? En með vísbendingarnar kemur engin svona tota eða svoleiðis á þær þegar nálgast?
nei það kemur engin tota, það á bara við um þær hrygnur sem hrygna, þá er það vísbending að þær eru tilbúnar til hrygningar.

Sverðdragarar gjóta lifandi afkvæmum.

Mæli með 10L fötu aðferðinni, slatta af java mosa eða öðrum gróðri sem má henda í fötuna og hafa myrkur. Gefa engan mat, meðan hún er í fötunni.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Post by barri »

OK takk prufa þetta.
Post Reply