110 l gróðurbúr Vargs

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

þetta er magnað hjá þér vinur, en segðu mér eitt hvað kostar svona græja sirkan ný úr kassanum?
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

Heyrðu hvar færð maður svona tæki og hvað kostar það :?:
Mig langar neffnilega svolítið í svona 8)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Rúmlega 4.000.- með öllu sem þarf og einni brugghræru.
Fæst meðal annars í Fiskabur.is

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Stillir þú þetta eftir stærð búrsins eða er bara ein stilling fyrir allt?
Þarf svo ekki að fylla á tólið eftir einhvern x tíma?
Eitt í viðbót, er ekki stór séns á að þetta auki þörungavöxt eða er það bara ef kemur of mikið úr honum?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Maður getur stjórnað því hvar í stiganum slangan hleypir út kolsýrunni, því neðar, því lengur er kolsýran í snertingu við vatnið, þar sem ég er með mikinn gróður og auk þess öfgamaður þá setti ég slönguna í neðstu stöðu.
Það þarf að leggja í nýja brugglögn á ca. 4 vikna fresti.
Þetta á alment ekki að auka þörungavöxt heldur frekar draga úr honum þar sem plönturnar gáma í sig næringarefni þörungsins.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessi brugglögn, er hægt að kaupa hana tilbúna eða þarf að malla eitthvað heima?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

en hvernig fer þetta í fiskana?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

JinX wrote:en hvernig fer þetta í fiskana?
Þeir verða alveg snarvankaðir maður. :)
Nei annars, ég held að þetta sé það lítið kerfi að það hafi ekki teljandi áhrif á fiskana. Það er td. ekki mælt sérstaklega með því að maður loki fyrir þetta á nóttunni og annað.
Bendi mönnum á punkatana hans Stephans um kolsýru og meðal annars þetta kerfi. http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=304
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Þetta er sniðugt. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig gróðurinn tekur við sér við þetta.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það eru eiginlega engar líkur á að kolsýran sem þetta býr til fari illa í fiskana, til þess þarf CO2 að fara allavegana upp í 35-40 ppm, og það er nánast ómögulegt að ná svo mikilli co2 mettun með svona græju.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Tékkaði á verðinu.
Kitið kostar kr. 4.980.- Í því er allt sem þarf og ein áfylling á bruggið sem síðan þarf að endurnýja á ca. 4 vikna fresti. Viðbótaráfylling kostar svo kr. 1.080.-
Last edited by Vargur on 23 May 2007, 14:49, edited 1 time in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Svo er auðvelt að blanda þetta sjálfur bara, ger, sykur og vatn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég nota svona Nutrafin CO2 - tæki, i minna búr minn, nú rumlega i 8 mán. og gétur bara segja það er algjör snilld.
Það fer ekki neitt illa með fiskana , ég verð ekki var með auka vöxtum af þörungar, það eina ég verð var er plöntunar verða rosalegt fallegt i vöxtum og mikið fallegari litnum :D
Ég þarf að skipta svona i milli 3-5 vikur, það skiptar mál hvað mikið hitað er i herberginu !!
Þetta verður geiðveikt flott hjá þér Vargur 8)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Tók nýjar myndir í kvöld. Reyndar er leiðingaspeglun frá gugganum, ansans sumar. :x

Image
Gróðurinn hefur hækkað aðeins og breytt úr sér.

Image
Ég er ekki frá því að hann hafi grænkað líka.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Jáhérna.... Þetta er gullfallegt.
Ertu með eitthvað í jarðveginum annað en sand?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nei ekkert nema þá nokkur brot af gróðurnæringu í töfluformi.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image
Mynd tekin fyrir 6 dögum.

Image
Mynd tekin í gærkvöldi.

Eins og sést vel hefur gróðurinn vaxið aðeins á þessum 5 dögum sem eru á milli þessara mynda.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

ja hérna jæja
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þetta er geggjað 8)
Frábært gróðurbúr hjá þér Hlynur.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er lekkert.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

very nice :-)
þegar þú ert að snyrta plöntur, klippiru ofan af þeim eða slíturu alveg frá rót?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Misjafnt eftir plöntum, klippi vanalega ofan af og hreinsa burt skemmd eða lasleg blöð.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

mjög smart ;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég grisjaði gróðurinn í fyrsta skiti í gærkvöldi, reyndar voru bara 2 týpur af plöntum sem fengu klippingu.
Búrið er búið að vera í gangi í rúmlega 3 vikur og nánast enginn þörungur sést í því, ég er einu sinni búinn að skafa framglerið.
Allar plöntur líta vel út, engin blöð eru skemmd og allt er heiðgrænt.
Ég er ekki enn farinn að skipta um vatn í búrinu en býst við að fara í það um helgina.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

co2 og súrefni

Post by Atli »

Frábært hjá þér Vargur, gaman að sjá hvernig þetta fer að heppnast hjá mér, en ég var að velta fyrir mér þar sem ég er með þennan búnað líka eins og þú, hvort að ég geti haft súrefnisgjafa eins og stút á dæluna sem 'prumpar' súrefninu í vatnið eða loftstein í búrið. Einhverstaðar las ég að plönturnar lifi á súrefni á nóttunni þegar ljósið er ekki í gangi. En þar sem ég er ekki kunnugur um svona efnaskipti og fræði langaði mig bara að spyrja. Vill ekki að neinn tími eða orka fari í eitthvað sem er svo ekki rétt eða virkar ekki.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loftsteinar og prumpudælur eiga almennt ekki heima í gróðurbúrum en eru þó æskilegar fyrir fiskana. Ef þú ert með loftdælu þá missir þó kolsýruna hraðar úr vatninu og þá nýtist hún ekki fyrir plönturnar. Fiskarnir ættu þó ekki að þurfa að örvænta ef fjölda þeirra er stillt í hóf því plönturnar ættu að skila nægu súrefni í vatnið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég tók fyrstu vatnskiptin í búrinu í gærkvöldi. Skipti út ca 30% af vatninu. Allt í sóma í búrinu, gróðurinn vex og dafnar. Næstum því leiðinlegt hve vel gengur, maður hefur ekkert að gera ef ekkert vesen er. :?
Nú bíð ég bara eftir að fara að sjá einhver seiði hjá gotfiskunum.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

á ekkert að fara að koma með uppdate á þennan þráð :(
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Uss jú, ég hef reyndar varla litið á þetta búr í smá tíma, það er kominn tími á enn eina grisjun á gróðrinum og ég skipti í fyrsta skipti um áfyllingu á co2 systeminu í gærkvöldi.
Aulast í það við tækifæri að taka nýja mynd.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er alveg búinn að trassa búrið að undanförnu og hef ekkert gert í búrinu, gróðurinn er alveg að sprengja búrið og kominn talsverður þörungur á glerin en búrið er beint á móti glugga.

Myndir teknar í kvöld.
Image

Image

Ég fer í grisjun á næstu dögum og hugsanlega verða einhverjir afleggjarar í boði fyrir gott fólk.
Post Reply